Jólin 2009 á næsta leyti!

Jæja gott fólk, það eru víst engar fréttir að tíminn flýgur á methraða og jólin bara alveg að koma :) Hjá okkur í hefur verið föstudagur nánast hvern dag í vetur....ég meina það er bara alltaf kominn föstudagur áður en maður veit af! Þetta er eiginlega ótrúlegt hvað allt líður hratt. En skýringin er sennilega annasamir dagar hjá foreldrum og börnum. Við Raggi vorum bæði í fullumskóla á haustönninni og börnin öll í daggæslu. Allir una vel við sitt og eru ánægðir þar sem þeir dvelja á daginn. Skólinn og skólagæslan hennar Salbjargar er frábær í einu orði sagt. Leikskólinn Eyhildar er yndislegur og er litla tröllið búin okkar að bræða alla á deildinni sinni;) Og Sváfnir orðinn eftirsóttur hjá gestadagmömmum...en dagmamma hans hefur því miður verið veik. En hann kveður helst ekki fyrir minna en einn blautann beint á munninn :))) Algjör sjarmör og veit hvað hann vill eins og systurnar;)

Raggi hefur verið undir gríðarlegu álagi í skólanum nánast í allt haust, vinnuálagið í tæknifræðinni er engan veginn í takt við tímann sem er til skiptanna. Það bjargar honum hvað er fljótur að vinna og hugsa:) Af því hann hefur ekkert tekið minna þátt í verkunum hér heima á daginn. Allur hans frítími hefur annars farið í dómgæslu og hefur það aðeins bætt fjárhaginn og gefið honum nauðsynlega hreyfingu:) Kallinn bara orðinn voða spengilegur;)  Handleggurinn er alltaf samur og jafnvel verri af verkjum ef eitthvað er.

Keramiknámið er líka mjög krefjandi og var mér nokkuð mótlæti í haust vegna reynsluleysis af leirnum. En hægt og sígandi urðum við betri vinir og niðurstaðan núna bara ágæt og til að vera stolt af :) Klassíska keramikin finnst mér skemmtileg og er ég virkilega ánægð með að hafa náð nokkrum tökum á að renna nytjahluti. Hönnun og skúlptur er þó ennþá eitthvað sem heillar mig meira...kemur svo bara í ljós hvernig það framvindur.

Við ætlum að hvíla okkur sem mest um jólin, vera sem minnst á faraldsfæti þó eitt og annað komi sennilega til. Hver veit nema við skjótumst á grensuna og sækjum okkur gos, bjór og nammi fyrir nýja árið? Svo var það alltaf á dagskránni í haust að heimsækja bróður pabba til Álaborgar? En hann ætlar einmitt að koma á jóladag til okkar. Svo eru hér jólaböll, eitt alls herjar fyrir Vesturbæinn í Horsens og hjá Íslendingafélaginu! Krakkarnir eiga svo sína vini sem þau vilja sjálfsagt eitthvað heimsækja eða fá heimsóknir. Raggi fer svo í próf fljótlega eftir áramótin og önnin hjá mér byrjar 11. janúar í keramikinu. Ég hef svo ekkert unnið í meistarprófsverkefninu mínu síðan í vetrarfríinu, en ég ætla að reyna að finna einhvern tíma kannski núna eftir jólin.

Ég óska fjölskyldunni, vinum og ættingjum nær og fjær guðs blessunnar og heilla á komandi ári.

Anita Karin Guttesen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð náttúrulega bara hreinir og tærir snillingar - og ég velti því stundum fyrir mér hvar þið Raggi keyptuð þessa auka klukkutíma í sólahringinn ! Er einhver búð í Danaveldinu sem selur svoleiðis ? Ef svo er, þá er ég til í að versla - sama hvert gengið er !

Knús á línuna

HEiðan

Heiða (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband