Brotin gróa!

Jæja vinir. Nú höfum við fengið niðurstöðu eftir eftirlit að hún Salbjörg sé batnað í fætinum. Hún fór sum sé í eftirlit viku seinna eða á fimmtudaginn síðastliðinn og þá var ekkert að sjá í röntgen. Enda var telpa orðin nokkuð hress og farin að haltra um allt. Hún finnur nú samt eitthvað til ef hún lendir eitthvað illa á fætinum...því auðvitað slakar maður ekkert á við svona "smámuni"

Afmælinu var þess vegna frestað um 5 daga og var haldið seinna þennan fimmtudag. Það var fullt hús af börnum, ásamt nokkrum foreldrum og mikið fjör. Ég fór aðeins fram úr mér og ætlaði að vera með voða skemmtilega leiki...en misreiknaði leikjaáhuga barnanna...því þau vildu bara fara að borða. Enda var Eyhildur búin að kalla nokkrum sinnum á þau..."krakkar það er ammæli".

Talandi um Eyhildi, hún var óborganleg í dag. Hún var að reyna að ná sambandi við mig. "Mamma...mammma...MAMMA.....MAMMMMMMA RAGNARSDÓTTIR!!!"

En allt gekk vel og allir ánægðir í lok dags. Helgin búin að vera róleg, Raggi að dæma og við stelpurnar og Sváfnir reynum að láta þann tíma líða á mikilla láta...gengur ekki alltaf mjög vel. Ég þarf mjög gjarnan á aukaskammti af þolinmæði á þeim tíma að halda! En svo stöndum við frammi fyrir 42 viku Dana...eða haustfríið svokallaða. Við vorum fyrir svo löngu búin að ákveða okkur að skella okkur eitthvað ....til Álaborgar til Eyja frænda, eða jafnvel til Sjálands til Nínu og Óla á hestabúgarðinn þeirra.....en verðum víst að sleppa því vegna fjármálaástandsins. En það eru litlar fórnir...við höfum það gott og okkur gekk vel að gera innkaupalista til að kaupa bara það allra nauðsynlegasta fyrir næstu daga svo það sé matur hér á borðum. Þetta er undarleg og sem betur fer ókunnug tilfinning sem hellist yfir mann....að maður sé allt í einu ekki sjálfráður eða einhvern veginn í böndum vegna aðstæðna sem maður ræður ekki við. Þá gat ég líka þakkað Raggi fyrir að vera að heiman við dómgæsluna þegar öll börnin þrjú þurfa á manni að halda í einu. Hann er þá raunverulega að færa björg í bú. En það er gott að takast á við þetta á ákveðinn hátt...þó þetta sé léttvægt í okkar tilfelli enn sem komið er. En það verður örugglega mikill samdráttur á næstu vikum og jólin verða örugglega með einhverju breyttu sniði í ár. Svo verður manni líka hugsað til formæðra sinna sem áttu fleiri en 3 börn...hvað er maður að kvarta?

Kær kveðja heim. Anita


Aðeins léttara hjal....

Börnin fá mann alltaf til að brosa :)

Í boði Salbjargar: "Mamma, megum við Sváfnir giftast og verða hjón þegar við erum orðin stór?" (Ég: já já)

"En við ætlum samt að búa áfram heima hjá þér mamma"

Svo er hún Eyhildur bara farin að tala sotla dönsku...hún segir mjög mikið "Hov" og Kate dagmamma roðnar og segir að það komi frá sér...hún sé alltaf eða noti það ansi mikið. Svo var hún að banna einni danskri vinkonu Salbjargar að fara upp í rúmið sitt í kvöld...."Nej, jeg sover der" og svo kom þú mátt ekki fara í rúmið mitt...

 Sváfnir er svosem ekki farin að tala mikið....en hann skrækir heilmikið og nöldrar soldið ef honum er ekki sinnt. Það lítur út fyrir að þetta verði nú bara mömmukarl, honum finnst ekkert betra en að láta dúlla soldið við sig og láta halda á sér. En hann er rosa broshýr og algjör sjarmör....enda langar mig að gefa honum heiminn þegar hann sendir mér eitt af sínum brosum.Smile

OG af því ég rasaði aðeins hérna út af neikvæðni...þá sagði ég nú samt við Ragga hérna í gærkvöldi... mikið er nú annars aldeilis gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af peningum sem maður hvort´eð ekki á!

Góða nótt og bestu kveðjur heim.


HALLÓ hvað er að gerast???

VARÚÐ, mjög óyfirvegað blogg í einhverju uppnámi yfir íslenska efnahagsástandinu.  

Ok...ég er kannski soldið sein að fatta...en maður verður hálfsorgmæddur þegar maður les netið, fréttir og bloggfærslur.

Ég var ein af þeim sem tók hérna út danskar krónur á genginu þrjátíu og eitthvað á mánudaginn og þriðjudaginn...til að eiga fyrir leigunni og afmælisveislunni sem ég hélt í dag. En ómægod....hvað er Vísa að pæla. Ég er alvarlega að hugsa um að klippa kortið núna og ætla bara ekki að taka meira út vegna þeirra svívirðu sem mér finnst að ofan á allt saman þá er best að kreista þá aðeins þessa óþekku Íslendinga sem geta ekki verið heima hjá sér þegar illa gengurDevil

Þannig núna á ég 400kr. danskar á genginu þrjátíu og eitthvað til að lifa af þangað til að barnabæturnar koma...En þær eru líka almennilegar....Barnabætur á Íslandi eru bara brandari miðað við þær hér. Þannig ég get keypt mitt brauð á nær 600 kall, mjólkina á nær 300 kall, hvað meira hmmm æ, ég nenni þessu ekki....það er allt ógeðslega dýrt hérna í Dk. Við Elín vorum að spjalla í gær og já...vorum nú ekki beint upplitsdjarfar yfir þessu öllu.

En aftur að þessu gengismáli...eða kannski ekki. ÞEtta er bara geðveiki....á maður að flýja heim....við erum ekki betur stödd þar....jafnvel verra...því atvinnuleysið mun ríða yfir þjóðina á næstu vikum og mánuðum og ekki getur maður lifað á loftinu! OG lánin munu rjúka upp úr öllu valdi... og ekki launin með....þannig við munum pottþétt ekki ná endum saman þar. ÆI....maður verður að fá að rasa aðeins út áður en maður tekur hana Pollýönnu fram. Ég sé að Anna Dís er löngu komin í gallann:)

Þetta er eiginlega bara ótrúlegt. Meira segi ég ekki núna.


Bara vatn úr krananum!

Ja hérna hér...það er dramatíkin í íslensku efnahagslífi. Við finnum sko fyrir því hér...aldeilis. Mig langaði bara að segja ykkur frá því að ég keypti mjólk í dag...og fleira. En vegna gengisins kostaði hún litlar 255kr. íslenskar. HALLÓ HALLÓ HALLÓ.

Ég var í saumaklúbb í kvöld þar sem við göntuðumst með að það hreinlega borgaði sig að fara núna til Íslands í verslunarferð....barnabæturnar að fara að koma og svona....sem redda okkur hérna úti. En maður einnar vinkonu minnar var reyndar að koma að heiman með fulla ferðatösku af mat...slátri og svona...auðvitað til að svala löngun í alvöru mat...en miðað við gengið þar sem við skuldsetjum okkur fyrir nánast öllu í íslenskum krónum...þá hefur verið ansi dýrt að lifa...og verður bara dýrara og dýrara.

 Heyrumst seinna...en Raggi fær ekki lengur að drekka nýmjólk sem sé...bara vatn úr krananum núna.


Afmæli og fótbrot...:) og :(

Hæ hæ...það er skammt milli skina og skúra í þessum heimi. Bæði heima frétti ég áðan og svo hérna hjá okkur hefur smá drama verið að hrjá okkur ef maður getur orðað það svo.

Það var auðvitað mikil gleði hérna í fyrradag þegar heimasætan varð 5 ára. Hún er orðin svo stór og dugleg og ekki dugði minna til en nýtt hjól, 18" sem þið getið vonandi séð hér. Það komu nokkrir pakkar í pósti og svo var eitthvað keypt handa dúllunum í tilefni dagsins eins og myndirnar bera með sér. EN við áttum auðvitað ágætan dag þó hann væri meira í rólegheitunum heima við. Afmælisveisluna átti svo formlega að halda á laugardaginn næsta en nú veit ég ekki hvað verður. Því litla skvísan varð fyrir því óhappi í gær að fótbrotna. Við eyddum hátt í 3 tímum á skadestuen í gær og það voru teknar myndir sem sýndu svo eitthvað brot í kringum hælinn. 'Eg veit svo lítið núna...nema að hún á að fara í myndatöku aftur. En hún er frekar aum og fúl...sérstaklega út í dumme dumme Sváfnir sem mamma heldur alltaf á! En ég er semsagt núna eiginlega í orðsins fyllstu með tvö ungabörn heima af því þarf að halda soldið á prinsessunni...annars skríður hún hér um gólfin eða ferðast á rassinum. Ég er að reyna að verða ekki pirruð á því að ná ekki í slysó aftur til að biðja um hækjur fyrir hana....en það hlýtur að koma í ljós þegar ég fæ þennan nýja röntgentíma.

 Meira seinna.

Ég hugsa mikið heim núna til nágrannanna.


Ritskoðun í gangi...já...ég ákvað að gerast tillitssöm!

Jæja, bloggið mitt er læst í bili vegna athugasemda sem ég fékk. Fyrst fauk auðvitað í mig...en svo þegar ég mundi eftir æðruleysinu þá sljákkaði aðeins í kellu. Og svo þegar ég hafði hugsað málið betur ákvað ég að bara að læsa síðunni í bili og gefa mér tíma til að skoða nú bullið í mér...hvort það sé nokkuð athugavert við það. Ég er fylgjandi málfrelsi og ritfrelsi...en auðvitað verður það að vera innan þeirra marka að það særi engann:) OG það er svo spurning dagsins hvort persónuleg blog séu eða megi kalla fjölmiðil???

En svo mun ég vonandi hafa áhuga á að fylgja mínu striki með því að blogga um mínar hugsanir. Ef ekki, þá mun ég í versta falli setja inn helstu fréttir héðan áfram...en láta það vera að tjá mig opið og heiðarlega. Mér fannst þetta bara kjörin leið til að tjá mig við vini mína í fjarlægð, þar sem ég slæ nú engin heimsóknarmet á blog.is. En það er auðvitað líka til símar og ég get þá bara hringt og ausið úr mér...en það er ekki endilega það sem þeir nenna að hlusta á. Kemur í ljós :) Hér geta menn allavega valið hvað menn lesa og ekki lesa og látið það algjörlega ekki snerta sig ef því er að skipta. En ég gæti áfram bara létt á því sem ég er að pæla í. Jæja.....nóg komið í bili.


Mælingar

Hæ hæ, bara stutt að þessu sinni...það er komin nótt hérna hjá okkur...svona sem næst því.

 Það er soldið erfitt að hætta að vaka til ca. 23....eitthvað og fara að hátta fyrir 22.

En heimahjúkrunarfræðingurinn kom í morgun til að líta eftir honum Sváfni....og sjá hvort hann dafnar ekki vel. Og já það gerir hann blessaður drengurinn. Hún hélt reyndar fyrst að hún hefði ruglast á aldrinum, svo stór og sperrtur er hann orðinn. En hann mældist 7,7 kg og 66 cm. Enda er hann sko búinn að sprengja af sér ungbarnafötin og er komin í fatastærð 74! Hann gefur Eyhildi ekkert eftir í ákefð að fara að gera eitthvað og er komin í skriðstellinguna og vill bara komast áfram. Alveg hreint ótrúlega sterkur og kraftmikill.

Þeir sem hafa áhuga á svona barnaupplýsingum geta haldið aðeins áfram að lesa....en við fengum svo grænt ljós á að gefa honum barasta áfram velling á kvöldin og graut einu sinni á dag. Hann er sólginn í svona hrísgraut og umlar bara þegar það er í boði.

Annars allt gott héðan að frétta. Ég fer að skoða að setja myndir inn fljótlega...alla vega á facebook...er ekki enn búin að manna mig upp í að setja myndir hér inn...tekur ótrúlega langan tíma.

 Góðan nótt.


Innlit Anitu

Hæ hæ þú ert að lesa hið stórmerkilega blogg Anitu Karin Guttesen. Þar sem hún færir mergjaðar fréttir frá Horsens, samt aðallega bara þær allra merkilegustu af sér og sínum!

 Það sem er í fréttum núna kæru vinir, er að ég er bara að falla til....tja svona bara vel. Það má segja að ég sé bara nokkuð heilbrigð þessa dagana...hvað svo sem það þýðir...en nærri lagi. Það held ég barasta. Nei nei Heiða (ein af áhangendunum) þetta er bara det gode og söde liv hérna úti...feitur og sterkur ostur, mátulega heitt og allir í góðum fíling. Raggi svitnar við stærðfræði og hjólhestinn...við ákváðum að taka danska lífstílinn alvarlega....nú hjóla bara allir eða ganga....bíllinn passar bílskúrinn.  OK ...það er kannski aðeins of langt síðan ég bloggaði þannig þessi færsla verður kannski ekki vitnisburður um mitt annars góða jafnvægi he he. Svo förum við Sváfnir í ungbarnasund alla sunnudagsmorgna. Svo er gamla bara byrjuð í ræktinni og reynir að svitna eitthvað annan hvern dag...ætla mér að losna úr þessum fituham sem hefur lagst yfir mig. Já, svo er ég svo heppin að hafa eignast eina frábæra vinkonu sem mig var farið að sárlega vanta...þar sem ég var svo góðu vön heima.

Smá montfréttir af börnunum, byrjum á því elsta. Salbjörg skiptir um deild eftir helgi. Hún fer frá Sököerne yfir á Björnestue. Hún hættir semsagt að vera sækýr og verður björn....næs:) ÞEtta er storebörnegruppe og eiga þau að fá einhverja smá skólaaðlögun samfara því að vera öll saman sem eru fædd árin 2002-2003. Takið eftir því að hér fara börn ekki ískóla endilega á 6 ára árinu...sem mér finnst alveg frábært...það er sem sagt ekki tabú að seinka barninu...heldur bara heilbrigð skynsemi ef það stendur ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til barnsins...mjög gott mál. Og þetta gildir kannski helst um börnin sem eru fædd seint á árinu og svo eru þau bara svo misjafnlega tilbúin eins og þið getið ímyndað ykkur. En þetta er sem sagt partur af programmet. Salbjörg fer sem sagt í þroskamat í nóvember-desember og er reyndar í skoðun öllu jafna í leikskólanum til að fá niðurstöðu um hvort hún eigi að byrja 2009 eða 2010. ÞEtta er bara magnað því af þessu hlýst að vinnan verður mun markvissari í því að hvetja börnin á ákveðnum sviðum og hjálpa þeim með þær hliðar sem þarf.....Já aftur að Salbjörgu. Henni gengur vel,hún er ánægð í leikskólanum, pínu kvíðin yfir breytingunum...svona þegar hún er rétt farin að falla til...en þetta er opin leikskóli þannig hún getur eftir sem áður heimsótt gömludeildina og hann Ego, sem er starfsmaður inni á deildinni.

Eyhildur, alltaf sami krafturinn í henni. Hér úti trúir fólk varla að hún sé 2 ára. En hún stóð nú upp á bekkinn í kvöld og setti hendur fyrst á mjaðmir og réttir þær svo upp (svona sjáðu hreyfing) og sagði nei mamma sjáðu ég er stór! Já...þetta með stór og lítill...þetta er allt mikið í umræðunni hér...stórir eru oft pínulitlir og pínulitlir eru stórir. En Eyhildur er stór stelpa á alla lund, alveg hreint yndislegt að sjá hana knúsa og kyssa Kate bless á daginn, "Farvel, ses i morgen" brosir út að eyrum og vinkonar. Mér skilst að hún hlaupi jafn kát inn til hennar á morgnanna þegar Raggi fer með hana.

Sváfnir er farin að skríða....nei nei, en er gjörsamlega að missa sig yfir tilgangsleysinu að liggja á maganum...Hann fór að velta sér fyrir nokkru, og er farin núna að mjaka sig þokkalega til um hálfan meter á nokkrum sek. Hann er duglegur að fylgja mömmu í ræktina, horfir aðdáunaraugum á fallegu mömmu sína....algjör dúlla. Já, svo stækkar hann bara og stækkar. Mér finnst leiðinlegast að hugsa til þess að engin af fólkinu heima fær að njóta þessara stutta tíma sem hann er ungabarn og allt er að gerast.

Já á meðan ég man....VILL EINHVER KAUPA GEÐVEIKT G'OÐAN JEPPA??? Tókum þá ákvörðun að reyna bara að selja jeppann...hann fer vonandi fljótlega á sölu fyrir sunnan. En ef einhver hrekkur við þetta góða boð ætla ég bara að taka það fram hér og nú að þó svo að við höfum ekki verið einhverjir bílasnillingar...þá átti hann bíladellukall hann áður sem hugsaði sko vel um hann og svo hefur hann Hemmi félagi okkar heima hugsað vel umhann líka....þegar til þurfti. Þannig látið nú ekki deigan síga ef þið vitið um einhvern sem hefur alltaf látið sig dreyma um Landcruser (Hmmm ég heyri Snæbjörn:))

 

Bið kærlega að heilsa ykkur öllum


Nokkur góð brot frá deginum

"Mamma mín mundu svo að hugsa um það sem þú ert að gera"

[Salbjörg, að ráðleggja móður sinni eftir að hún hrundi niður stigann í morgunsárið....og slasaði alla útlimi...plús rassinn sem hafði ekki beðið síðasta óhapps bætur (fyrir mánuði settist ég sem sagt á stólbak...ekki reyna það! Nágrannarnir skilja örugglega ekkert í þessum öskuröpum!!!)]

"Mamma, áttu þið pabbi notalega stund eftir að ég var sofnuð"

[Stundum finnur Sherlock tóma poppskál eða ísbréf á stofuborðinu eftir kvöldin]

"Sváfiní, Svání....uhh á hvern er verið að kalla...vabiha...já þetta er víst sonur minn"

[Sváfnir fór í 3mán. sprautu og er nú kallaður Svání af mér...Danir eiga ekki að reyna að lesa nöfn Íslendinga...það fer bara í tómt rugl!]

Já...það má víst apa ýmislegt sniðugt eftir heimilismeðlimi hér á bæ...þið ráðið því hvort þið nennið að lesa þetta....yfirleitt finnst manni þetta skemmtilegast sjálfumLoL

Kveðja frá öllum hér á bæ.


Týnda skyttan í danska landsliðinu!!!

Við skruppum í dýragarðinn í dag...svona þegar búið var að horfa á strákana og klappa fyrir þeim heima í stofu fyrir framúrskarandi árangur í handboltaSmile

Það var að venju gaman að koma í Givskud, ekki síst fyrir yngri deildina. En þær eru samt aldrei átakalausar þessar ferðir! Að þessu sinni má eiginlega gera henni Eyhildi sérstök skil. Hún lenti nefnilega í frekar óskemmtilegri reynslu við simpansanna. Það gerði sér einn lítið fyrir og grítti torf í stelpuna þar sem hún stóð hinum megin við girðinguna...hann var búinn að leggja svona langan staf og ná athygli okkar með því...við alveg ha ha vá hvað er hann að gera...reyna að ná sambandi við okkur....og svo eldsnöggt...kom torfið fljúgandi...væri ekki slæm skytta í handbolta...kannski við látum Ulrik vita af henni í Givskud!!! HE HE HE

En áður en þetta gerðist var daman búin að lenda í stærðar geitungi sem stakk hana í hálsin og eftir skothríðina þá var mín náttúrulega ekki að hlíða mömmu og pabba með prílinu sína og datt á andlitið hjá ljónagirðingunni...þannig hún er nett krambúleruð eftir daginn.

 En hún er ótrúlega hörð af sér og fljót að jafna sig á öllum misfellum sem verða á vegi hennar...þannig þetta er löngu gleymt...og henni fannst reyndar þessi simpansi bara soldið fyndinn að stríða sér svona. Annars gengur henni vel hjá dagmömmunni, segir bara farvel við mömmu og langar ekkert með heim þegar hún er sótt eftir hádegi. Þannig það lítur allt út fyrir það að hún haldi sínu striki sem þið vitið hvernig er sem þekkið hana.

Af öðrum fjölskyldu meðlimum er allt gott að frétta, skólinn byrjar á morgun hjá Ragga! Fyrsta verkefnið að hanna göngubrú og reikna út eitthvað....SpennandiWink

Látum heyra frá okkur meira seinna.

Anita


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband