Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fagur fiskur í sjó...

Já gleymdi að blogga um eitt fyndið sem gerðist í gær...já ég get hlegið í dag...en Eyhildur fékk að gefa fiskunum og er, hélt ég, vön kona...nei nei...hún tæmdi úr "he...." dollunni þannig ég var að reyna að bjarga þessum sauðheimsku gúbbífiskum frá því að éta á sig gat....það tókst með ágætum aðeins einn dauður í morgun...en sjáum til. En ég varð brjáluð....og litla stýrið..."fyrigefu fiskar...." Og aðrir fullorðnir héldu sér fjarri mér...hlæjandi að þessu af því það var ég sem vildi fá þá fyrir stelpurnar...hmmm...en ég fékk Salbjörgu á mitt band með mér núna að gefa þá áfram....af því við nennum ekki að sinna þeim....eða (ég tími ekki að kaupa meiri mat handa þeim!)

Já svo fékk Salbjörg að veiða þann dauða uppúr í morgun og Eyhildur að hella honum í klóiðog sturta út í sjó....og svo sturtaði hún svo aftur þegar þarfirnar höfðu gert vart við sig....sturta kúkinn út í sjó...til fiskanna! Ekki að spyrja að því.

 Góða nótt


Hæ hó hæ hó...við höfum fengið nóg!

Ég er að hlusta á Silfrið....ástandið er ekki gott. Ég vona og bið að málið fari nú að falla í farsælli farveg...ég held barasta að síðustu 7 vikurnar gefi okkur Íslendingum ekki von um að ríkistjórninni sé treystandi til uppbyggingastarfsins. Það er óþolandi að hlusta á að verið sé að stilla upp því sama, bæði hvað varðar hugmyndafræði og fólki. Ég vona að þeir reiðu og óþolinmóðu Samfylkingarþingmenn verði nú samkvæmir sjálfum sér og kjósi með vantrausttillögu stjórnarandstöðunnar...þeir hafa nú einmitt verið að gaspra um nýjar kosningar. Nú er tækifærið.

 En við hér í Danmörku erum annars bara glöð eftir viðburðarríka daga...barasta tveir gestir búnir að vera. Óttar föðurbróðir minn kom á miðvikudaginn og gisti eina nótt og Gunna mágkona kom á föstudaginn og fór aftur í kvöld. Það var bara virkilega notalegt að hafa þessa gesti. Sérstaklega voru stelpurnar glaðar og ánægðar. Eyhildur fór reyndar að leita að afa sínum þegar hún sá Óttar...þeir eru frekar líkir...svo talaði hún við pabba í símann og sagði "Það er einn Gutti hérna" og benti á stólinn. Við fórum svo í bæinn í gær með Gunnu og skoðuðum Bytorv, HM og fengum okkur danskan ís...umm voða gott og gaman. Eyhildur henti sér svo á gólfið og sleikti upp það sem datt af ísnum...hún verður svo hraust þessi elskaLoL

Svo er ég búin að læra lexíur síðustu daga í röngum ákvarðanatökum hvað varðandi börn útí búð. Óttast að vera ákærð fyrir upptökur sem náðust útí búð á fimmtudaginn var...en mér var sagt...blessuð vertu Dönum þykir víst óhugnanlega sjálfsagt að hirta börnin sín þar sem þeim sýnist. En ég var að reyna að hafa vit fyrir stelpunum í því að kaupa fyrir 20 kall í búðinni....sem endaði auðvitað með því að það sauð á öllum og sumir voru settir út úr búðinni....æ æ...en við jöfnuðum okkur allar vel þegar við komum heim og ætlum allar að vera góðar næst þegar við förum í búðir...sem var svo reynt á föstudaginn og það gekk næstum því 100% Batnandi konum er best að lifa:)

 En já, hlýjar kveðjur heim. Salbjörg og Eyhildur fengu svo nisti í HM í gær sem er hægt að opna og setja mynd í af þeim sem manni þykir vænt um....og Salbjörg sagðist strax ætla að setja mynd af Mörtu og Ingu Sigurós...þannig kella hugsar heim þó henni líði mjög vel:)

Anita


Barnapælingar

Hæ hæ

Allt gott að frétta af okkur. Lífið gengur sinn vanagang. Sváfnir verður 6 mánaða á föstudaginn...á eftir að tékka á því hvort hann eigi nokkuð að fara í eitthvað tékk eða sprautur...en hann er annars að farinn að rífa sig upp og standa við stofuborðið eða annað sem verður fyrir honum. Það er sami ofurkrafturinn í honum og var í Eyhildi á sínum tíma, liggur á að komast áfram í lífinu. Og svo er hann kominn með tvær tennur í neðri gómnum, rautt hár útí loftið og með álfaeyru segir Salbjörg og togar eyrun á honum út! Ég kemst ekki ofan af því að þetta er bara langmyndalegasti drengur sem ég hef séð:)

Annars var ég með "hyggedag" á mánudaginn með Eyhildi og ákvað að rifja upp jólasveinana með henni....hmmm ég komst upp í 8 jólasveina og Eyhildi fannst þetta voða fyndið....ég taldi aftur og sagði...mig vantar fimm...hmm hverja vantar....heyrði Eyhildi segja eitthvað....mig vantar fimm....."Ég er með fimm" sagði kella og gaf mér spaðann! Raggi búinn að þjálfa hana þvílíkt í þessu! Annars er bara verulega erfitt að skilja hvað hún segir þessa dagana...hún er að reyna að tala dönsku blessunin....jhhuhehllbldelaasdlkfjaæf, denne henne.....denne henne...jeg fer í bönehaven....o.fl.ofl.

Salbjörg er sjálfri sér líka. Gengur auðvitað upp og niður hjá henni dagarnir og finnst mér hún alltaf hálfviðkvæm fyrir heiminum....held reyndar að það sé aðallega ég sem sé viðkvæm fyrir henni....það er búið að segja mér það að hún láti ekki vaða yfir sig þó hún sé svona róleg og ekki að trana sér fram....veit ekki alveg hvað leikskólakennarinn átti við með því um daginn þegar hún sagði að fyrir 20 árum hefði hún verið stimpluð sem vel uppalinn krakki....en núna...hvað þá???....(Hún sagði sem sé ekkert um það)...höfum við verið of ströng eða hvað er málið.....áhyggjur áhyggjur áhyggjur. En bara til að skýra þetta betur þá snýst þetta allt saman um það hvort við eigum að hleypa henni af stað í skóla 1. maí eða hvort hún eigi að bíða eitt ár í viðbót samkvæmt danska kerfinu. Hún er fædd seint á árinu, það er algengt að dönsku börnin bíði og leikskólafólkið er á báðum áttum með hana af því hún er ekki jafn framfærin og hin börnin og vita ekki hvað muni gerast á næstu mánuðum. En ef maður skoðar þessi matsblöð þá er hún búin að ná allri þeirra færni og getur svarað öllum þeim spurningum sem er verið að spá í á íslensku.....já og eiginlega flest á dönsku líka. Og hún á fullt af vinum....skiptir aðeins á milli...er ekki alltaf með þeim sömu...en það telst kostur að vera ekki tilfinninlega háð einni og geta fundið út úr því með fleiri krökkum. Hún á þó eina bestu vinkonu, eina danska, "min aller bedste ven" Hún er aldrei vond við mig.....ARRG....svo koma svona setningar...guð minn góður er einhver vondur við þið....ÓMG....ég var næstum hætt við skólagönguna í morgun þegar ég heyrði mömmurnar í mömmuklúbbnum tala um stríðni og einelti í skólabílnum...að þau fengju nestið í hausinn og hvað veit ég????.ÉG MUN ALLTAF KEYRA SALBJÖRGU 'I SK'OLANN...Ég er að verða svona ofverndunarfrík....alla vega í hausnum....en já...best að hætta núna búin að blaðra nóg um börnin....ummm gleymdi Ragga...hann ER í SKÓlanum N'UNA alla daga að og fram á kvöld að læra læra læra.

 Góða nótt


Fyrirsögn óskast!

Komum heim frekar seint í kvöld...eftir skemmtilegt pizzakvöld með vinum okkar. Þar fengu sveitalubbarnir að horfa á nokkra þætti um Dagvaktina sem kom okkur náttúrulega frekar mikið til að hlæja....já...þetta var skemmtileg tilbreyting. En við Raggi höfðum hvorugt séð Næturvaktina....enda horfa alvörugefnir sveitalubbar ekkert á svona bullLoL

En krakkarnir voru náttúrulega í essinu sínu yfir því að mega leika lausum hala fram á kvöld, við alls konar glímu, felu og fíflaleiki. Já og ég sá náttúrulega strax sjálfa mig í aðalhetjunni hann Georg...sem er að alltaf að vinna að mikilvægri MASTERSRITGERÐ....sem fer MIKILL tími í.....og þó aðallega í hausnum á sjálfri mér....Wink

Nei nei...þetta er kannski orðum aukið og meira til gamans sagt....en ég er sem sagt að skipuleggja seinnihluta námsins míns og gengur hreinlega ekki neitt að ákveða lokaþemað...kannski ég hringi bara í Georg...eða tek upp rannsóknastarfsemi á mínum nánustu  HE hE HE....SÆLL....

En já, ég fer frekar óákveðin að sofa í kvöld eins og síðustu....það stóð sem sé ekki svo nákvæmlega í stjörnukortinu hvað ég á að skrifa um þó það stæði nákvæmlega við hvað ég vil vinna...ummm sem ég vissi reyndar nokkuð nákvæmlega fyrir....en ég er bara ekki búin að finna það starf ennþá...

Góða nótt.


Stjörnunar eru ótrúlegar

Í miðri kreppu og svartnætti veðjaði ég á stjörnurnar og fékk kveðju frá þeim. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað er hægt að lesa út úr stjörnukortum fyrir einstaklinga og hvað þau geta verið nákvæm og hitt algjörlega á það sem maður er að pæla.

Svo fór ég í Body Combat í gær...af því ég var búin að fjárfesta í líkamsræktarkorti fyrir kreppu og get alveg eins hreyft mig eins og að hreyfa áhyggjusellurnar....en þvílíkt gott að kíla og sparka út í loftið....ehhh en samt soldið miklar hassberur í dag....en það lagast. Þarf bara að slást aðeins meira!

Annars höfum við Sváfnir það bara fínt hérna í grámeglunni hérna  í DK. Söknum vina og vandamanna...finnumst leiðinlegt að allir missa af þessum frábæra gaur hérna....Já, "by the way" hann tosaði sig upp á hjónarúminu í gær og stóð þar rígmontinn þegar ég kom aftur inn í herbergi í gær....alveg ótrúlegur þessi litli ormur. Jæja farinn að kvarta yfir þessari tölvumömmu.

Kveðja Anita

 


Breytingar breytingar breytingar....

Æi ég varð að breyta útlitinu aftur....græni liturinn stendur alltaf fyrir sínu...svo er þetta náttúrulega framsóknarliturinn...bara bestur....vonandi fer nú unga fólkið að komast að í stjórnmálum...við framsóknarfólk eigum úrvals fólk til að taka við flokknum og færa hann inn í framtíðina :)

Með baráttukveðjur heim....það hlýtur að fara batna veðrið ofan í hausinn á stjórnvöldunum!


Smá kvart...ógeðslega asnalegt blogg...bara fyrir konur!

Ég er að verða brjáluð á exemi sem ég fékk í haust á augunum....fór í litun og plokkun og ég get svo svarið það að ég hef aldrei vitað annað eins....eins og ég hafi gleymt mér ærlega við að setja á mig bleikan augnskugga eða þá ég sé með gömul glóðuraugu....held  að það hafi eða hljóti að hafa verið nikkel í þessum bévítans efnum eða eitthvað....HJálp er einhver þarna mamma eða apotekari þarna úti með góð ráð??? Fór reyndar í apotekið um daginn og þar fékk ég bara svona týpiskt sterakrem...en maður setur það varla á augun?


Skæri gerð upptæk!!!

Jæja...þá voru eitt stykki gerð upptæk áðan! Ég hljóp inn á bað áðan og blasti þá við heldur ófögur sjón....vaskur fullur af hárum....ég náttúrulega "GUÐ MINN GÓÐUR"...stelpur...voru þið að klippa....hvað voru þið að klipppa.....JÁ JÁ þá sátu þær jafn rólegar yfir stundinni okkar í tölvunni og áður.....hár útum allt á gólfinu....Kom þá í ljós að önnur þeirra hafði verið svo tillitsöm að fara með sín hár í vaskinn...hin (líklega Eyhildur) látið hárflyksurnar detta sem snjór á gólfið í kringum sig.

Salbjörg "Ég ætlaði bara að gera hárið mitt fallegra" ...sagði þessi engill þegar hún reyndi að útskýra fyrir mömmunni sem vissi ekki hvort hún átti að hlæja eða gráta þegar hún sá nýju stytturnar í hárinu. Eyhildur sagði ekki orð....en hún er með verulega nútímalega klippingu, knallstutt öðru meginn!

Já...ég hefði betur gefið mér lengri tíma í morgun þegar ég stoppaði Salbjörgu í að snyrta nýja hestinn sinn....af hverju...af því þá verður hann ekki með neitt hár eftir...af hverju....af því hárið vex ekki á böngsum eins og á fólki....hmmmm þá hlýtur að vera í lagi að snyrta sig aðeins....það vex aftur...góður mammaWink

En annars er búin að ganga heldur svæsin ælupest...eða upp og niður pest...hefur reyndar bara lagt Salbjörgu og Sváfni...fyrst Salbjörgu á föstudaginn fram á sunnudag...Sváfnir byrjaði að æla á laugardagsmorgun og var heldur slappur þar til í nótt. Svo heldur Eyhildur að hún sé líka "syg" og skyrpir í klósettið með bros á vörLoL En vonandi verður nú ekkert úr því...hún verður reyndar mjög sjaldan veik....þannig kannski sleppur hún.

Leikritið var sýnt á fimmtudagskvöld og Salbjörg stóð sig þvílíkt vel...búin að læra alla söngtextanna og stillti sig fremst á sviðið og söng með ...milli þess sem hún vinkaði okkur Eyhildi á gólfinu. ÞEtta var mjög skemmtilegt..þarna voru elstu börn leikskólanna þriggja í distriktinu saman komin ásamt 0.bekk í Vestbyskóla að setja upp sýningu saman...það voru sjálfsagt hátt í 60-80 börn á sviðinu klædd sem álfar og tröll. Svo var kökur, kaffi og djús á eftir í boði foreldranna í skólanum. Svo verður víst einhver skólakynning núna í nóvember. Salbjörgu finnst Vestby skóli æðislegur....og var sko alveg ákveðin að vilja fara í hann. Annars er líka annar skóli hérna...Egebjerg skóli...sem er í úthverfi Horsens...ca. 7 km frá sem er eða hefur verið hverfisskólinn hérna fyrir "mosann" Það er líka heimaskóli fyrir íslensku börnin...fá þau þar íslenskukennslu og eru sett í sérstaka móttökubekki sem á þurfa að halda. En við sjáum til með þetta allt saman...það á eftir að koma betur í ljós hvernig þetta verður fyrir okkur....en krakkarnir fara af leikskólanum í lok apríl...þannig Salbjörg mun sennilega fylgja þeim þá ef hún er á annað borð tilbúin til....sama hvernig fer með framhaldið. En þetta verður erfitt val því í Vestby skólann verður annar leikskólakennarinn af deildinni með henni sem hún þá þekkir og treystir...auk þess að geta gengið í skólann. En í hinn skólann fer ein besta vinkona hennar sem væri náttúrulega líka mikill styrkur fyrir hana...en þá þarf hún að fara með skólabíl....en þar er náttúrulega umgjörðin um íslensku börnin....Við skoðum þetta um eða eftir áramót. Við þurfum líka að taka afstöðu til leikskólamála vegna Sváfnis þá....hann er á biðlista á vöggustofu....en það er mjög erfitt að komast þar inn....og við erum að velta því fyrir okkur að setja hann hugsanlega í plássið hennar Eyhildar...því við erum bara mjög ánægð með dagmömmuna....en ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að sleppa vöggustofuplássi ef dagmamman hættir svo eða eitthvað ogþá verður hann að fara til nýrrar dagmömmu....(fólk er almennt ekki mjög ánægt vegna þeirra miklu veikindadaga sem eru víst hjá sumum dagmömmum....sumar nota víst sinn kvóta í hverjum mánuði...en nú er ég bara að hafa eftir eitthvað sem einhverjar hafa sagt mér sem hafa lent í því eða þekkja eitthvað til.)

En sem sagt annars allt í góðum gír...mikið að gera í skólanum hjá Ragga....ótrúlega mikið að gera hjá mér við ekki neitt...Mér gengur alls ekki neitt að vinna verkefnin mín í meistaranáminu.....veit ekki hvar það endar...væri soldið fúlt að eyða öllum þessum tíma í að vera með samviskubit yfir því að komast aldrei yfir neitt....og enda svo með því að fresta námskeiðinu....þá er betra að ákveða það bara strax og njóta tímans fram að jólum....En ég veit barasta ekki....ekkert betra að eiga þetta eftir....æi ég veit ekkert hvað ég á að gera.....hmmmm...........

Jæja farin að sofa....er eineygð núna...bölvuð linsan að bögga mig...verð að fara að fá mér nýjar.

Kær kveðja úr Danaveldi.

Anita


Allt að gerast...

Já, hér er allt að gerast hjá litla manninum á heimilinu.

Núna rétt áðan kíkti ég í góminn hans og viti menn...þar er ein lítil tönn að gægjast upp:)DSC07085

Svo er Sváfnir líka farin að sitja svona flottur...teinréttur og mjakar sér um allt. Ohhh þetta er svo fljótt að gerast...þau eru svo fljót að vaxa frá manni! Já en hann er virkilega aktívur, en samt svo meðfærilegur, glaður og rólegur.

Já, við fórum í 5 mánaða skoðun á fimmtudaginn og vinurinn er orðinn 70cm og 7.37 kg. Hann er að taka smá beygju á þyngdarritinu en annars heldur hann sinni kúrfu eins og hefur verið, einni yfir meðaltalslínu. Smá brandari úr skoðuninni...læknirinn sagði....já svakalega fínn drengur, en ég finn ekki eistun hans...væriru til í að leita þegar þú kemur heim og koma aftur ef þú finnur þau ekki!!! HA HA HA...Berta vinkona spurði strax hvort ég væri búin að gá undir sófann. En ég meina...ég bara gapti á lækninn....og hugsaði hvað er konan að spá? En svo ég klári læknislegu hliðina þá fann ég kúlurnar stuttu seinni...allt til staðar:)

En varðandi vöxtinn á honum...þá er hann sko búinn að vaxa þvílíkt því í heimaskoðuninni fyrir mánuði síðan mældist hann 66cm og 7 kg....það er ansi mikið að stækka um 4cm á mánuði!! En hann er líka búinn að borða óvenju mikið og liggur á brjóstinu á nóttunni.

En annars er allt gott af okkur hinum að frétta. Ragga gengur vel í dómgæslunni...þeir eru alla vega alltaf að bæta við hann leikjum...nema þeir vorkenni Íslendingnum svona??? Hann er reyndar alltaf að drepast í þessum blessaða handlegg þannig núna sannast það virkilega að skiptir engu máli hvort hann er að vinna líkamlega erfiðis vinnu eða ekki...þetta bara kemur og fer...leiðinlegt:(

Salbjörg er að blómstra þessa dagana í leikskólanum. Það er leikrit framundan og hún er búin að leggja sig virkilega fram um að fara snemma að sofa svo tíminn sé fljótari að líða þar til hún kemst á æfingar. Svo förum við í gegnum textanna á kvöldin og hún er bara búin að ná þessu bísna....og svo er hún að reyna að láta mig gera einhverjar hreyfingar....uhhh já já. En við kunnum ekkert lögin þannig ég er bara spennt að heyra hvernig þetta er allt saman...búin að kyrja okkur einhvern veginn í gegnum þetta :)

Svo er Eyhildur bara farin að tala bísna mikla dönsku....mamma må jeg gerne....heldur að danskan kaupi sér epli eða annað gotterí.

Jæja, en bestu kveðjur heim. Við hugsum til ykkar í snjónum og vonum að stórnendur Íslands fari að fá vitið!

Anita


Taktur óskast!

Hæ...ég verð bara að segja ykkur frá okkar frábæra degi....alla vega nokkur góð brot.

Ég tankaði upp bensín í gærkvöldi fyrir restina af þeim peningum sem við áttum...kr. 138,5 og við svo fórum við í dýragarðinn í Givskud í hádeginu. En engar áhyggjur...Raggi fær útborgað á morgun! En svo smurðum við nesti og lögðum í´ann og hlustuðum á Óvitana alla leiðina....já...eftir að við Eyhildur vorum búin að hlusta á og syngja "Sing hallelúja" í botni fyrst. En já aðeins að Óvitunum...þeir syngja einmitt um "að deyja úr hungri er hollt og gott....það herðir mann og styrkir" Mjög góðir textar hjá honum Davíði Þór og minnir mann bara á að fortíðin kemur alltaf aftur og aftur. En við heilsuðum sum sé upp á vini okkar í Givskud í blíðskaparveðri...15°, sól með smá skýjum.

Eitt af því sem mér fannst fyndið voru "reality" samræður Ragga og Eyhildar um dýrin í garðinum og hvað þau ætu. Hún er sem sagt sannfærð um að þau lifi öll á grasi þannig allar aðvaranir okkar um að príla ekki upp á grindverkin því þá geti hún dottið inn til dýranna....og þá verði hún bara étin...."NEI, úlfarnir borða bara gras...., Nei, ljónin borða bara gras....JÁ jÁ Eyhildur mín, hvað helduru þá að þessi dauði hestur sé að gera þarna? Þá heyrðist í spekingnum henni Salbjörgu: "Já Eyhildur mín (með þvílíkri kennslukonurödd), þegar ljónin sjá þetta (bendir á handlegginn hennar Eyhildar) þá sér hann bara kjöt!

Jæja, næsta ævintýri dagsins var svo blessaður danstíminn sem ég mætti í í kvöld í fitness stöðinni minni. Já....Danirnir hafa nú munað sinn fífil fegri....og hvað voru allar þessar gellur að gera þarna hvort´eð að dansa "Britney Spears" í heilar 55mín.??? Spyr kona sem ekki veit! Ja...ég hef greinilega gleymt taktinum heima á Íslandi og húmorinn fyrir þessu sprikli hvarf svo eftir aðeins hálftíma....já...því þá stakk ég af og fór bara í skíðagöngu!

Jæja...þetta er víst strax orðið langt og stoppa ég þá hér. Góða nótt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband