Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
20.8.2008 | 09:06
Heima er best...
Ok, núna eigum við reyndar heima í DK. Og það er mjög fínt.
En við eigum líka þetta frábæra heimili á Íslandi sem við söknum auðvitað og okkar frábæru og yndislegu nágranna og vina sem sendu okkur þessa mynd í morgun. En Ingólfur og fjölskylda sjá sem sagt um húsið okkar í fjarveru okkar sem er frábært. Og eins og þið sjáið þá hefur lóðin aldrei verið jafn snyrtileg:) Það er ómetanlegt að eiga góða granna. Þannig hér með fá þau knús í huganum.
19.8.2008 | 11:03
Þetta er fáránlegt!
17.8.2008 | 00:01
Í stíl við Danina - við einblínum á okkar fólk!
Af því þeir færa bara fréttir af sínu fólki á ÓL!
Sjáið bara þessa skvísu, á leiðinni í leikskólann á hjólinu sínu!
Svo er hún búin að stækka svo í sumar að það stefnir allt í nýtt hjól á afmælinu hennar...hún er allavegana að tala um að hækka sætið...og ég held að það sé barasta ekki hægt lengur
Já þau eru bara búin að dafna vel í sumar hér í Danmörku og held ég að þið yrðuð hissa að sjá hvað hefur tognað úr þeim öllum.
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.10.2008 kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 21:20
Hæ hó Þýskaland
Það var bara hringt snemma í morgun og sagt "rise and shine" ertu tilbúin??? Þá var það Jóna vinkona að bjóða mér í grensuferð sem ég ætla að útskýra aðeins hér og sýna ykkur myndir af.
Sko af því við erum orðnar svo danskar þá förum við til Þýskalands eins og þeir og kaupum bjór og gos...mikið af því. Gosið kostar sem sagt augun úr hérna í búðum þannig annað hvort er að skreppa yfir um eða hætta að drekka þessa óhollustu...sem kemur náttúrulega ekki til greina....Pepsi er nefnilega alveg svakalega nauðsynlegur drykkur...spyrjið bara Heiðu greiðu að því
En við skruppum sem sagt þrjár...og Anita fattaði náttúrulega ekki að taka vegabréfið með....heldur ekki ökuskírteini! Ótrúlega gáfuð....en missið samt ekki alveg trúna á henni því hún greip auðvitað með sér sygesikringskortið sitt. Það er kennitölukortið sem DANIR skilja aldrei við sig og þú gerir nánast ekkert hér nema að veifa gulu. En það var sem sagt ekki nóg í Þýskalandi...því þeir eru jú þýskir og hlusta ekkert á þessa bauna. En þetta er nú meiri þvælan í mér því þetta reddaðist...enginn stoppaður
Já, en við fylltum sem sagt bílinn hennar Jónu, svo mikið að hann stóð á afturendanum heim. Og nú eigum við Ragnar 12 kassa af gosi og 6 kassa af bjór...það ætti að endast okkur fram á vorið
Þið vitið það þá að þið munið ekki þorna upp hér hjá okkur kæru vinir ef þið ákveðið núna að kíkja á okkur
En svona að lokum þá er þetta víst eitt helsta áhugamál Dana...svona næst á eftir því að eiga mínígólftuskuhund...að fara á grensuna og versla.
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.8.2008 kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 19:49
Hjólin, daggæsla og gullkornin!
Jæja, þá erum við loksins að verða alvöru Danir...búin að fjárfesta í hjólum á fullorðna fólkið....reyndar ódýrustu græjunum sem við fundum en þau virka. Við erum búin að fara í nokkra hjólatúra saman við stelpurnar...svona aðeins mismunandi samsetning hverjir eru með í hvert sinn. Og Raggi hefur líka farið með þær...en þá erum við Sváfnir kallinn heima.
Netið hérna úti ræður því miður illa við að setja inn myndir á bloggið...þannig ég verð að setja þær bara inn á facebook svæðið mitt og þið að gerast vinir mínir þar! Ég fæ samt engar prósentur frá facebook með því að þvinga ykkur þangað inn
Gullkornin falla hér alla daga...í morgun sagði ein ung kona þegar hún var í dönskukennslu hjá móður sinni "Ég heiti Eyhildur, ekki jeg hedder Eyhildur". Henni finnst þessi danska vera ofmetin...nema að systir hennar sé að tjá sig eitthvað. "Kan jeg få vand, kan jeg få..." Svo segir Salbjörg að krakkarnir tali íslensku í leikskólanum...líka dönsku krakkarnir...ég held reyndar að hún sé farin að skilja svo mikið að hún gleymi því að þau séu að tala dönsku. Hún er ekki alveg sátt við að vera ekki farin að tala dönsku strax...það eru miklu minni íslenskir krakkar í leikskólanum sem tala hana...en er ekki alveg búin að ná því að þau eru búin að vera hér kannski í nokkur ár!
Og við kvöldmatarborðið þurfti Salbjörg að fá svar við þessari spurningu: "Mamma, af hverju lét Guð mig fá þig sem mömmu?" HVERNIG SVARAR MAÐUR ÞESSU...ég náttúrulega þegar þessar spurningar koma...uhh Raggi takt þú þessa!
Annars á hún Salbjörg mest ágæta daga held ég á leikskólanum...auðvitað koma stundir þar sem hún snökktir ef hún heldur að við séum að gleyma henni eða hún kemur sér ekki í leik við hin börnin. En það er jú allt eitthvað sem hún þarf að læra og hún hefur líka svo gott af að þurfa að takast á við...þessi hrikalega feimni sem heldur aðeins aftur af henni. En svo vitið þið líka að þegar hún er farin og óöryggið þá stendur nú ekki henni að taka af skarið og láta í sér heyra.
Það verður spennandi á mánudaginn þá byrjar fröken Eyhildur hjá dagmömmu. Ég krossa fingur að þetta verði í lagi...mér finnst þetta vera soldið mál...ef það gengur ekki vel...þá er ekki hægt að stóla á aðra fóstru eins og er hægt á leikskólum þar sem er alltaf minnst 2-3 starfsmenn á deild. Svo eru þetta 3 önnur börn, 2 þeirra eru fædd árið 2007 og þar með bara nýorðin 1 árs. Svo er ein sem verður 2ára núna í ágúst. Þannig það er þá bara einn jafnaldri í boði. Reyndar er það víst þannig hérna að dagmömmurnar hittast eitthvað þannig þá hitta krakkarnir önnur börn. En mér finnst einhvern veginn eins og Eyhildur hljóti að þurfa meira og hún er auðvitað alltaf búin að vera með krökkum sem eru árinu eldri en hún og hefur ekkert gefið þeim eftir. Enda trúir fólk því varla að hún sé 2ára...hvorki af stærðinni að dæma né málþroskanum og kraftinum sem býr í henni.
Já, ég blogga meira um dagmömmumálin þegar þau verða komin eitthvað af stað...en hugsið endilega til stelpnanna minna sem eru að standa í þessari aðlögun næstu dagana og vikurnar
Kveðja Anita
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2008 | 20:24
Góður dagur í alla staði
Jæja þá er maður að komast í skrifgírinn aftur eftir smá ritstíflu um daginn
En dagurinn í dag er búinn að vera æðislegur. Við reyndar reiknuðum ekki með öðru þar sem við eigum brúðkaupsafmæli í dag...heil tvö ár frá því við giftum okkur og 10 ár eru síðan við trúlofuðum okkur. Svo á tengdapabbi líka 75 ára afmæli í dag...til lukku með það og tengdó giftu sig líka þennan dag fyrir 42 árum síðan. Enda var í fréttunum hér syðra að þessi dagur er óvenjuvinsæll brúðkaupsdagur og þurfti að vísa fólki frá í sumum ráðhúsum sem hugðust ganga í hnapphelduna.
Já við vorum semsagt ákveðin í að gera okkur glaðan dag...en fyrst beindist athyglin að Salbjörgu og leikskólanum. Og gengið í dag var nú heldur betur annað en í gær. Við mættum alsælli stúlku í útiverunni sem hljóp glöð með tveimur af nýju vinkonum sínum og mátti ekkert vera að því að hitta foreldrana..a.m.k. ekki strax. Svo vorum við þarna í nær 1,5 tíma og var kostulegt að fylgjast með þeim systkinum. Sváfnir svaf reyndar á pörtum, en Eyhildur var í essinu sínu. Það er sko ekki að sjá að hún sé 2 ára...og það er sjálfsagt ekki til í orðabókinni hennar að hún sé lítil eða geti ekki. Ég mátti ná henni niður úr einu eplatré og svo næst þegar ég leit upp mætti ég henni á tvíhjóli með hjálpardekkjum. Ég get þetta er mottóið hennar þessa daga....jáá næst á eftir ég á þetta! Enda er hún reglulega kölluð Nenni níski hér á bæ. Hún á sko svart og hvítt..., fagurt og frítt, bláan bíl og stóran fíl eins og mig minnir að hafa verið í laginu. Já það er sko sama hvað er um talað....Horsens, Djurs Sommerland, leikskólinn, bíllinn.....o.s.frv. Hún á þetta allt!!!
En svo fórum við í "Stort legeland" sem var alveg frábært. Þær stelpurnar hlupu á milli hopputækja...já og við undan geitungum. Guð minn góður hvað er mikið af þeim og hvað þeir eru leiðinlegir Já, frábær dagur. Gleymdum myndavélum þannig það urðu því miður engar heimildir um skemmtilegan dag festar á filmu....maður getur varla sagt það lengur...en já ... svo sluttuðum við með feitu og góðu svíni hér heima sem var auðvitað skolað niður með hindberjagosi....ummm.
Góðar kveðjur heim.
7.8.2008 | 19:59
Aftur í leikskóla
Æi þá er það aftur í leikskólann!
Sko Salbjörg er búin að hlakka til núna í nær tvo mánuði, en svo sagðist hún vera alveg hætt kvöldið fyrir stóra daginn. Við reynum að sýna henni stuðning því það er langt frá því að vera auðvelt að byrja í nýjum leikskóla orðin svona gömul, auk þess að vera í nýju landi þar sem maður skilur lítið og getur ekki tjáð sig. Þannig Salbjörgu minni líður ekkert allt of vel þess dagana þó hún beri sig vel þegar við erum nærri. Við reynum auðvitað líka að hvetja hana því hún reynir auðvitað að halda sem lengst í okkur og forðast að taka þessi skref sem krefja hana um að standa á eigin fótum, taka af skarið í leik við nýju krakkana og leita sér trausts hjá þeim fullorðnu sem eru til staðar í leikskólanum.
En hún sagði greyið við mig í dag á leiðinni heim að hún hefði bara orðið svo leið af því hún skildi ekki hvað þau voru að segja við hana í morgun, hvort þau voru að bjóða henni að leika með prinsessulegóið eða ekki "Svo vissi ég ekki hvað ég átti að segja."
En við erum að æfa okkur hérna heima...og hún er sko farin að skilja ýmislegt á dönsku...og segir ja ja ja við flestu sem ég spyr...en alveg ótrúlega krúttlega feimin við að tala.
En þetta kemur allt saman...það eru allir svo indælir og góðir við hana í leikskólanum. Starfsfólkið svo rólegt og skilningsríkt. Og krakkarnir voða góðir og vilja gjarnan leika við hana. Þannig þetta er bara spurning um tíma,... hversu mikinn tíma hún þarf. Svo er þetta ótrúlega stór og flottur leikskóli...hann er nýr og útileikvöllurinn ótrúlega stór og skemmtilegur. Börn að klifra í trjám, hjólandi um og margir litlir kofar til að leika sér í. Epla og hnetutré sem þjóna göfugum tilgangi við matreiðslu alls kyns ljúfengra rétta!!! Ég borðaði á mig gat af súkkulaði og sykurtertum í hádeginu Það er gaman af þessu og mikið er ég glöð að við getum bæði verið með henni í aðlöguninni, svo er það Eyhild (danska nafnið!) 18.ágúst!!!
29.7.2008 | 22:15
Það er froskur í súpunni minni!
Ok. hann var kannski ekki í súpunni....en á miðju eldhúsgólfinu þegar ég syfjuð var að græja morgunmat ofan í ungana mína og þar með talið kaffi handa bóndanum...sem hann reyndist svo sjálfur þurfa að hita...sjokkið var svo mikið. En góðan daginn....stærðar flykki sem við sáum eitt kvöldið...eða réttara sagt Raggi þegar hann fór að skoða nánar af hverju fótbolti stelpnanna kom á móti sér úti á verönd. Það eru ýmis kvikindi hérna á ferli skal ég segi ykkur.
En mikið óskaplega eru froskar ljótir og ég leiddi sko ekki hugann að því fyrr en núna í kvöld að kannski var þetta ósköp saklaus prins í álögum...."Jóakim prins" (ef einhver man eftir honum!) eða kannski ekki. Ég hefði sennilega ekki leyst hann úr þeim því froskar er ÓGEÐSLEGIR.
En hérna er mynd af honum í rauðrófukrukkunni sem Raggi veiddi hann í. "Hetjan" okkar.
En sennilega var hann bara að skrælna upp greyið af því það er hitabylgja hér í Danmörku...þeir nota viðmiðið 28° samfellt í 3 daga eða meira. Æ æ og við hentum honum aftur út. Það má kannski ná sér í eitthvað að éta á morgun ef hann hefur dáið...eru froskalappir ekki gómsætur réttur?
Ekki meira í bili.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2008 | 19:10
Nýja heimilið - Horsens DK
Kæru vinir og fjölskylda
Þá er maður loksins búin að tengja sig hinum rafræna heimi í þeim tilgangi að skrifa fréttir af okkur fjölskyldunni, á nýja heimilinu okkar í Horsens Dk. Ég ákvað að stofna mitt eigið blogg í þessum eina tilgangi þar sem ég kem til með að skrifa um það sem drífur á daga okkar hér því ég reikna ekki með því að hinn mikli bloggari, Ragnar Bjarnason, muni gera okkur fjölskyldunni nógu góð skil í sínu bloggi. Einnig er nauðsynlegt fyrir ykkur að sjá myndir af krökkunum, hvernig þau vaxa og dafna frá degi til dags.
Fyrstu fimm vikurnar hafa flogið frá okkur, enda hver dagur fullur af verkefnum eða viðburðum sem eru skipulagðar svona frá degi til dags. Fyrstu vikuna vorum við á fullu að koma okkur fyrir í íbúðinni í Mosanum, eins og hverfið er kallað. Ótrúlegt en satt þurftum við nánast dag hvern að skreppa í einhverjar búðir til að kaupa eitthvað sem gleymdist eða var skilið eftir. Ég hef reyndar ekki sagt henni Möggu minni að það var undrast yfir því hvað við komum með lítið dót....Raggi var fljótur að hreykja sér að góðri pakkningu og stöflun í gáminn....sem við tökum auðvitað ekki allan heiðurinn af! Knús og kossar fyrir alla hjálpina kæru elsku vinir sem ég sakna svo mikið núna;)
En svo skellti hann Ragnar sér á turbonámskeið í eðlisfræði í þrjár vikur og sá tími flaug líka ótrúlega hratt þó sú fjarvera hefði veruleg áhrif á allt heimilishaldið. Ég fann reyndar á þessum tíma löngu gleymda vöðva eftir nokkrar gönguferðir niður í miðbæ!!! En Raggi er náttúrulega turbonáungi sem stóðst munnlegt próf á dönsku í eðlisfræði eftir aðeins þriggja vikna yfirlegu sem er náttúrulega bara afrek og má sko alveg hrósa honum margfallt fyrir það.
Síðasta vika hefur þar af leiðandi einkennst af afslöppun og rólegheitum eftir nokkuð strangt tímabil undanfarna mánuði. Það sem stendur upp úr hvað varðar afþreyingar eru held ég frábærar dýragarðsheimsóknir...höfum farið fjórum sinnum í tvo garða. Og er óhætt að mæla með slíkri afþreyingu fram yfir skemmtigarðana sem eru ófáir hér. Alla vega fyrir svona ungar barnafjölskyldur.
En nóg í bili, læt heyra frá mér síðar.
Kærar kveðjur til ykkar frá okkur öllum :)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)