23.7.2008 | 19:10
Nýja heimilið - Horsens DK
Kæru vinir og fjölskylda
Þá er maður loksins búin að tengja sig hinum rafræna heimi í þeim tilgangi að skrifa fréttir af okkur fjölskyldunni, á nýja heimilinu okkar í Horsens Dk. Ég ákvað að stofna mitt eigið blogg í þessum eina tilgangi þar sem ég kem til með að skrifa um það sem drífur á daga okkar hér því ég reikna ekki með því að hinn mikli bloggari, Ragnar Bjarnason, muni gera okkur fjölskyldunni nógu góð skil í sínu bloggi. Einnig er nauðsynlegt fyrir ykkur að sjá myndir af krökkunum, hvernig þau vaxa og dafna frá degi til dags.
Fyrstu fimm vikurnar hafa flogið frá okkur, enda hver dagur fullur af verkefnum eða viðburðum sem eru skipulagðar svona frá degi til dags. Fyrstu vikuna vorum við á fullu að koma okkur fyrir í íbúðinni í Mosanum, eins og hverfið er kallað. Ótrúlegt en satt þurftum við nánast dag hvern að skreppa í einhverjar búðir til að kaupa eitthvað sem gleymdist eða var skilið eftir. Ég hef reyndar ekki sagt henni Möggu minni að það var undrast yfir því hvað við komum með lítið dót....Raggi var fljótur að hreykja sér að góðri pakkningu og stöflun í gáminn....sem við tökum auðvitað ekki allan heiðurinn af! Knús og kossar fyrir alla hjálpina kæru elsku vinir sem ég sakna svo mikið núna;)
En svo skellti hann Ragnar sér á turbonámskeið í eðlisfræði í þrjár vikur og sá tími flaug líka ótrúlega hratt þó sú fjarvera hefði veruleg áhrif á allt heimilishaldið. Ég fann reyndar á þessum tíma löngu gleymda vöðva eftir nokkrar gönguferðir niður í miðbæ!!! En Raggi er náttúrulega turbonáungi sem stóðst munnlegt próf á dönsku í eðlisfræði eftir aðeins þriggja vikna yfirlegu sem er náttúrulega bara afrek og má sko alveg hrósa honum margfallt fyrir það.
Síðasta vika hefur þar af leiðandi einkennst af afslöppun og rólegheitum eftir nokkuð strangt tímabil undanfarna mánuði. Það sem stendur upp úr hvað varðar afþreyingar eru held ég frábærar dýragarðsheimsóknir...höfum farið fjórum sinnum í tvo garða. Og er óhætt að mæla með slíkri afþreyingu fram yfir skemmtigarðana sem eru ófáir hér. Alla vega fyrir svona ungar barnafjölskyldur.
En nóg í bili, læt heyra frá mér síðar.
Kærar kveðjur til ykkar frá okkur öllum :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
Athugasemdir
Halló halló kæra fjölskylda. Gott að allt gengur vel og gott framtak hjá þér Anita að stofna þína eigin síðu hef trú á að fréttirnar nái betur að fullnægja þörfum okkar á þessari síðu en lesum Ragga engu að síður líka.
Bestu kveðjur í kotið, knús á liðið, heyrumst eftir Þýskaland. :o)
kveðja Birna
Birna (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 00:58
Frábært að fá blogg og myndir
Sakna þín Aníta .....
Kveðja úr sveitinni
Heiða greiða
Heiða (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.