Það er froskur í súpunni minni!

Ok. hann var kannski ekki í súpunni....en á miðju eldhúsgólfinu þegar ég syfjuð var að græja morgunmat ofan í ungana mína og þar með talið kaffi handa bóndanum...sem hann reyndist svo sjálfur þurfa að hita...sjokkið var svo mikið. En góðan daginn....stærðar flykki sem við sáum eitt kvöldið...eða réttara sagt Raggi þegar hann fór að skoða nánar af hverju fótbolti stelpnanna kom á móti sér úti á verönd. Það eru ýmis kvikindi hérna á ferli skal ég segi ykkur.

En mikið óskaplega eru froskar ljótir og ég leiddi sko ekki hugann að því fyrr en núna í kvöld að kannski var þetta ósköp saklaus prins í álögum...."Jóakim prins" (ef einhver man eftir honum!) eða kannski ekki. Ég hefði sennilega ekki leyst hann úr þeim því froskar er ÓGEÐSLEGIR.

En hérna er mynd af honum í rauðrófukrukkunni sem Raggi veiddi hann í. "Hetjan" okkar.S6300255

En sennilega var hann bara að skrælna upp greyið af því það er hitabylgja hér í Danmörku...þeir nota viðmiðið 28° samfellt í 3 daga eða meira. Æ æ og við hentum honum aftur út. Það má kannski ná sér í eitthvað að éta á morgun ef hann hefur dáið...eru froskalappir ekki gómsætur réttur?

Ekki meira í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe þetta hefur verið skemmtilegur morgun hjá ykkur fjölskyldunni :D

Kv. Anna Dís

Anna Dís (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband