7.8.2008 | 19:59
Aftur í leikskóla
Æi þá er það aftur í leikskólann!
Sko Salbjörg er búin að hlakka til núna í nær tvo mánuði, en svo sagðist hún vera alveg hætt kvöldið fyrir stóra daginn. Við reynum að sýna henni stuðning því það er langt frá því að vera auðvelt að byrja í nýjum leikskóla orðin svona gömul, auk þess að vera í nýju landi þar sem maður skilur lítið og getur ekki tjáð sig. Þannig Salbjörgu minni líður ekkert allt of vel þess dagana þó hún beri sig vel þegar við erum nærri. Við reynum auðvitað líka að hvetja hana því hún reynir auðvitað að halda sem lengst í okkur og forðast að taka þessi skref sem krefja hana um að standa á eigin fótum, taka af skarið í leik við nýju krakkana og leita sér trausts hjá þeim fullorðnu sem eru til staðar í leikskólanum.
En hún sagði greyið við mig í dag á leiðinni heim að hún hefði bara orðið svo leið af því hún skildi ekki hvað þau voru að segja við hana í morgun, hvort þau voru að bjóða henni að leika með prinsessulegóið eða ekki "Svo vissi ég ekki hvað ég átti að segja."
En við erum að æfa okkur hérna heima...og hún er sko farin að skilja ýmislegt á dönsku...og segir ja ja ja við flestu sem ég spyr...en alveg ótrúlega krúttlega feimin við að tala.
En þetta kemur allt saman...það eru allir svo indælir og góðir við hana í leikskólanum. Starfsfólkið svo rólegt og skilningsríkt. Og krakkarnir voða góðir og vilja gjarnan leika við hana. Þannig þetta er bara spurning um tíma,... hversu mikinn tíma hún þarf. Svo er þetta ótrúlega stór og flottur leikskóli...hann er nýr og útileikvöllurinn ótrúlega stór og skemmtilegur. Börn að klifra í trjám, hjólandi um og margir litlir kofar til að leika sér í. Epla og hnetutré sem þjóna göfugum tilgangi við matreiðslu alls kyns ljúfengra rétta!!! Ég borðaði á mig gat af súkkulaði og sykurtertum í hádeginu Það er gaman af þessu og mikið er ég glöð að við getum bæði verið með henni í aðlöguninni, svo er það Eyhild (danska nafnið!) 18.ágúst!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.