8.8.2008 | 20:24
Góður dagur í alla staði
Jæja þá er maður að komast í skrifgírinn aftur eftir smá ritstíflu um daginn
En dagurinn í dag er búinn að vera æðislegur. Við reyndar reiknuðum ekki með öðru þar sem við eigum brúðkaupsafmæli í dag...heil tvö ár frá því við giftum okkur og 10 ár eru síðan við trúlofuðum okkur. Svo á tengdapabbi líka 75 ára afmæli í dag...til lukku með það og tengdó giftu sig líka þennan dag fyrir 42 árum síðan. Enda var í fréttunum hér syðra að þessi dagur er óvenjuvinsæll brúðkaupsdagur og þurfti að vísa fólki frá í sumum ráðhúsum sem hugðust ganga í hnapphelduna.
Já við vorum semsagt ákveðin í að gera okkur glaðan dag...en fyrst beindist athyglin að Salbjörgu og leikskólanum. Og gengið í dag var nú heldur betur annað en í gær. Við mættum alsælli stúlku í útiverunni sem hljóp glöð með tveimur af nýju vinkonum sínum og mátti ekkert vera að því að hitta foreldrana..a.m.k. ekki strax. Svo vorum við þarna í nær 1,5 tíma og var kostulegt að fylgjast með þeim systkinum. Sváfnir svaf reyndar á pörtum, en Eyhildur var í essinu sínu. Það er sko ekki að sjá að hún sé 2 ára...og það er sjálfsagt ekki til í orðabókinni hennar að hún sé lítil eða geti ekki. Ég mátti ná henni niður úr einu eplatré og svo næst þegar ég leit upp mætti ég henni á tvíhjóli með hjálpardekkjum. Ég get þetta er mottóið hennar þessa daga....jáá næst á eftir ég á þetta! Enda er hún reglulega kölluð Nenni níski hér á bæ. Hún á sko svart og hvítt..., fagurt og frítt, bláan bíl og stóran fíl eins og mig minnir að hafa verið í laginu. Já það er sko sama hvað er um talað....Horsens, Djurs Sommerland, leikskólinn, bíllinn.....o.s.frv. Hún á þetta allt!!!
En svo fórum við í "Stort legeland" sem var alveg frábært. Þær stelpurnar hlupu á milli hopputækja...já og við undan geitungum. Guð minn góður hvað er mikið af þeim og hvað þeir eru leiðinlegir Já, frábær dagur. Gleymdum myndavélum þannig það urðu því miður engar heimildir um skemmtilegan dag festar á filmu....maður getur varla sagt það lengur...en já ... svo sluttuðum við með feitu og góðu svíni hér heima sem var auðvitað skolað niður með hindberjagosi....ummm.
Góðar kveðjur heim.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með daginn þó seint sé, gott að allt gengur vel og takk fyrir símtalið um daginn og sérstakar kveðjur til Salbjargar fyrir gott spjall.
kveðja Birna
Birna (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.