Hjólin, daggæsla og gullkornin!

Jæja, þá erum við loksins að verða alvöru Danir...búin að fjárfesta í hjólum á fullorðna 14.08.2008 014fólkið....reyndar ódýrustu græjunum sem við fundum en þau virka. Við erum búin að fara í nokkra hjólatúra saman við stelpurnar...svona aðeins mismunandi samsetning hverjir eru með í hvert sinn. Og Raggi hefur líka farið með þær...en þá erum við Sváfnir kallinn heima.

Netið hérna úti ræður því miður illa við að setja inn myndir á bloggið...þannig ég verð að setja þær bara inn á facebook svæðið mitt og þið að gerast vinir mínir þar! Ég fæ samt engar prósentur frá facebook með því að þvinga ykkur þangað innLoL

Gullkornin falla hér alla daga...í morgun sagði ein ung kona þegar hún var í dönskukennslu hjá móður sinni "Ég heiti Eyhildur, ekki jeg hedder Eyhildur". Henni finnst þessi danska vera ofmetin...nema að systir hennar sé að tjá sig eitthvað. "Kan jeg få vand, kan jeg få..." Svo segir Salbjörg að krakkarnir tali íslensku í leikskólanum...líka dönsku krakkarnir...ég held reyndar að hún sé farin að skilja svo mikið að hún gleymi því að þau séu að tala dönsku. Hún er ekki alveg sátt við að vera ekki farin að tala dönsku strax...það eru miklu minni íslenskir krakkar í leikskólanum sem tala hana...en er ekki alveg búin að ná því að þau eru búin að vera hér kannski í nokkur ár!

Og við kvöldmatarborðið þurfti Salbjörg að fá svar við þessari spurningu: "Mamma, af hverju lét Guð mig fá þig sem mömmu?" HVERNIG SVARAR MAÐUR ÞESSU...ég náttúrulega þegar þessar spurningar koma...uhh Raggi takt þú þessa!

Annars á hún Salbjörg mest ágæta daga held ég á leikskólanum...auðvitað koma stundir þar sem 14.08.2008 011hún snökktir ef hún heldur að við séum að gleyma henni eða hún kemur sér ekki í leik við hin börnin. En það er jú allt eitthvað sem hún þarf að læra og hún hefur líka svo gott af að þurfa að takast á við...þessi hrikalega feimni sem heldur aðeins aftur af henni. En svo vitið þið líka að þegar hún er farin og óöryggið þá stendur nú ekki henni að taka af skarið og láta í sér heyra.

Það verður spennandi á mánudaginn þá byrjar fröken Eyhildur hjá dagmömmu. Ég krossa fingur að þetta verði í lagi...mér finnst þetta vera soldið mál...ef það gengur ekki vel...þá er ekki hægt að stóla á aðra fóstru eins og er hægt á leikskólum þar sem er alltaf minnst 14.08.2008 0182-3 starfsmenn á deild. Svo eru þetta 3 önnur börn, 2 þeirra eru fædd árið 2007 og þar með bara nýorðin 1 árs. Svo er ein sem verður 2ára núna í ágúst. Þannig það er þá bara einn jafnaldri í boði. Reyndar er það víst þannig hérna að dagmömmurnar hittast eitthvað þannig þá hitta krakkarnir önnur börn. En mér finnst einhvern veginn eins og Eyhildur hljóti að þurfa meira og hún er auðvitað alltaf búin að vera með krökkum sem eru árinu eldri en hún og hefur ekkert gefið þeim eftir. Enda trúir fólk því varla að hún sé 2ára...hvorki af stærðinni að dæma né málþroskanum og kraftinum sem býr í henni.

Já, ég blogga meira um dagmömmumálin þegar þau verða komin eitthvað af stað...en hugsið endilega til stelpnanna minna sem eru að standa í þessari aðlögun næstu dagana og vikurnarWink

Kveðja Anita


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Salbjörg hefur nú aldrei átt erfitt með að koma með spekingslegar spurningar. Börnin ykkar eru algerir snillingar það er nú greinilegt.

 Allt gott að frétta hér af íslandinu kv. Anna Dís og bumbubúinn

Anna Dís (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:26

2 identicon

Halló halló, bestu kveðjur til ykkar allra, veit að Eyhildur kemur til með að standa sig með prýði, kannski er gott fyrir hana að fá að vera í þeirri stöðu einu sinni að vera elsta barnið í þeim hópi sem hún er í. Annars bestu kveðjur til ykkar allra.

 Birna og hinir í Laugabrekku

Birna (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband