15.8.2008 | 21:20
Hæ hó Þýskaland
Það var bara hringt snemma í morgun og sagt "rise and shine" ertu tilbúin??? Þá var það Jóna vinkona að bjóða mér í grensuferð sem ég ætla að útskýra aðeins hér og sýna ykkur myndir af.
Sko af því við erum orðnar svo danskar þá förum við til Þýskalands eins og þeir og kaupum bjór og gos...mikið af því. Gosið kostar sem sagt augun úr hérna í búðum þannig annað hvort er að skreppa yfir um eða hætta að drekka þessa óhollustu...sem kemur náttúrulega ekki til greina....Pepsi er nefnilega alveg svakalega nauðsynlegur drykkur...spyrjið bara Heiðu greiðu að því
En við skruppum sem sagt þrjár...og Anita fattaði náttúrulega ekki að taka vegabréfið með....heldur ekki ökuskírteini! Ótrúlega gáfuð....en missið samt ekki alveg trúna á henni því hún greip auðvitað með sér sygesikringskortið sitt. Það er kennitölukortið sem DANIR skilja aldrei við sig og þú gerir nánast ekkert hér nema að veifa gulu. En það var sem sagt ekki nóg í Þýskalandi...því þeir eru jú þýskir og hlusta ekkert á þessa bauna. En þetta er nú meiri þvælan í mér því þetta reddaðist...enginn stoppaður
Já, en við fylltum sem sagt bílinn hennar Jónu, svo mikið að hann stóð á afturendanum heim.
Og nú eigum við Ragnar 12 kassa af gosi og 6 kassa af bjór...það ætti að endast okkur fram á vorið
Þið vitið það þá að þið munið ekki þorna upp hér hjá okkur kæru vinir ef þið ákveðið núna að kíkja á okkur
En svona að lokum þá er þetta víst eitt helsta áhugamál Dana...svona næst á eftir því að eiga mínígólftuskuhund...að fara á grensuna og versla.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 16.8.2008 kl. 16:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.