24.8.2008 | 21:51
Týnda skyttan í danska landsliðinu!!!
Við skruppum í dýragarðinn í dag...svona þegar búið var að horfa á strákana og klappa fyrir þeim heima í stofu fyrir framúrskarandi árangur í handbolta
Það var að venju gaman að koma í Givskud, ekki síst fyrir yngri deildina. En þær eru samt aldrei átakalausar þessar ferðir! Að þessu sinni má eiginlega gera henni Eyhildi sérstök skil. Hún lenti nefnilega í frekar óskemmtilegri reynslu við simpansanna. Það gerði sér einn lítið fyrir og grítti torf í stelpuna þar sem hún stóð hinum megin við girðinguna...hann var búinn að leggja svona langan staf og ná athygli okkar með því...við alveg ha ha vá hvað er hann að gera...reyna að ná sambandi við okkur....og svo eldsnöggt...kom torfið fljúgandi...væri ekki slæm skytta í handbolta...kannski við látum Ulrik vita af henni í Givskud!!! HE HE HE
En áður en þetta gerðist var daman búin að lenda í stærðar geitungi sem stakk hana í hálsin og eftir skothríðina þá var mín náttúrulega ekki að hlíða mömmu og pabba með prílinu sína og datt á andlitið hjá ljónagirðingunni...þannig hún er nett krambúleruð eftir daginn.
En hún er ótrúlega hörð af sér og fljót að jafna sig á öllum misfellum sem verða á vegi hennar...þannig þetta er löngu gleymt...og henni fannst reyndar þessi simpansi bara soldið fyndinn að stríða sér svona. Annars gengur henni vel hjá dagmömmunni, segir bara farvel við mömmu og langar ekkert með heim þegar hún er sótt eftir hádegi. Þannig það lítur allt út fyrir það að hún haldi sínu striki sem þið vitið hvernig er sem þekkið hana.
Af öðrum fjölskyldu meðlimum er allt gott að frétta, skólinn byrjar á morgun hjá Ragga! Fyrsta verkefnið að hanna göngubrú og reikna út eitthvað....Spennandi
Látum heyra frá okkur meira seinna.
Anita
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.