25.8.2008 | 21:37
Nokkur góð brot frá deginum
"Mamma mín mundu svo að hugsa um það sem þú ert að gera"
[Salbjörg, að ráðleggja móður sinni eftir að hún hrundi niður stigann í morgunsárið....og slasaði alla útlimi...plús rassinn sem hafði ekki beðið síðasta óhapps bætur (fyrir mánuði settist ég sem sagt á stólbak...ekki reyna það! Nágrannarnir skilja örugglega ekkert í þessum öskuröpum!!!)]
"Mamma, áttu þið pabbi notalega stund eftir að ég var sofnuð"
[Stundum finnur Sherlock tóma poppskál eða ísbréf á stofuborðinu eftir kvöldin]
"Sváfiní, Svání....uhh á hvern er verið að kalla...vabiha...já þetta er víst sonur minn"
[Sváfnir fór í 3mán. sprautu og er nú kallaður Svání af mér...Danir eiga ekki að reyna að lesa nöfn Íslendinga...það fer bara í tómt rugl!]
Já...það má víst apa ýmislegt sniðugt eftir heimilismeðlimi hér á bæ...þið ráðið því hvort þið nennið að lesa þetta....yfirleitt finnst manni þetta skemmtilegast sjálfum
Kveðja frá öllum hér á bæ.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æi krúttin mín gaman að lesa um litlu snillana þína....og shit hvað ég sakna þín
Knús
Heiða hin þreytta kennslukona
Heiða (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:01
Börnin ykkar eru algerir snillingar :)
kv. Anna Dís og litla prinsessan
Anna Dís (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.