11.9.2008 | 20:19
Innlit Anitu
Hæ hæ þú ert að lesa hið stórmerkilega blogg Anitu Karin Guttesen. Þar sem hún færir mergjaðar fréttir frá Horsens, samt aðallega bara þær allra merkilegustu af sér og sínum!
Það sem er í fréttum núna kæru vinir, er að ég er bara að falla til....tja svona bara vel. Það má segja að ég sé bara nokkuð heilbrigð þessa dagana...hvað svo sem það þýðir...en nærri lagi. Það held ég barasta. Nei nei Heiða (ein af áhangendunum) þetta er bara det gode og söde liv hérna úti...feitur og sterkur ostur, mátulega heitt og allir í góðum fíling. Raggi svitnar við stærðfræði og hjólhestinn...við ákváðum að taka danska lífstílinn alvarlega....nú hjóla bara allir eða ganga....bíllinn passar bílskúrinn. OK ...það er kannski aðeins of langt síðan ég bloggaði þannig þessi færsla verður kannski ekki vitnisburður um mitt annars góða jafnvægi he he. Svo förum við Sváfnir í ungbarnasund alla sunnudagsmorgna. Svo er gamla bara byrjuð í ræktinni og reynir að svitna eitthvað annan hvern dag...ætla mér að losna úr þessum fituham sem hefur lagst yfir mig. Já, svo er ég svo heppin að hafa eignast eina frábæra vinkonu sem mig var farið að sárlega vanta...þar sem ég var svo góðu vön heima.
Smá montfréttir af börnunum, byrjum á því elsta. Salbjörg skiptir um deild eftir helgi. Hún fer frá Sököerne yfir á Björnestue. Hún hættir semsagt að vera sækýr og verður björn....næs:) ÞEtta er storebörnegruppe og eiga þau að fá einhverja smá skólaaðlögun samfara því að vera öll saman sem eru fædd árin 2002-2003. Takið eftir því að hér fara börn ekki ískóla endilega á 6 ára árinu...sem mér finnst alveg frábært...það er sem sagt ekki tabú að seinka barninu...heldur bara heilbrigð skynsemi ef það stendur ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til barnsins...mjög gott mál. Og þetta gildir kannski helst um börnin sem eru fædd seint á árinu og svo eru þau bara svo misjafnlega tilbúin eins og þið getið ímyndað ykkur. En þetta er sem sagt partur af programmet. Salbjörg fer sem sagt í þroskamat í nóvember-desember og er reyndar í skoðun öllu jafna í leikskólanum til að fá niðurstöðu um hvort hún eigi að byrja 2009 eða 2010. ÞEtta er bara magnað því af þessu hlýst að vinnan verður mun markvissari í því að hvetja börnin á ákveðnum sviðum og hjálpa þeim með þær hliðar sem þarf.....Já aftur að Salbjörgu. Henni gengur vel,hún er ánægð í leikskólanum, pínu kvíðin yfir breytingunum...svona þegar hún er rétt farin að falla til...en þetta er opin leikskóli þannig hún getur eftir sem áður heimsótt gömludeildina og hann Ego, sem er starfsmaður inni á deildinni.
Eyhildur, alltaf sami krafturinn í henni. Hér úti trúir fólk varla að hún sé 2 ára. En hún stóð nú upp á bekkinn í kvöld og setti hendur fyrst á mjaðmir og réttir þær svo upp (svona sjáðu hreyfing) og sagði nei mamma sjáðu ég er stór! Já...þetta með stór og lítill...þetta er allt mikið í umræðunni hér...stórir eru oft pínulitlir og pínulitlir eru stórir. En Eyhildur er stór stelpa á alla lund, alveg hreint yndislegt að sjá hana knúsa og kyssa Kate bless á daginn, "Farvel, ses i morgen" brosir út að eyrum og vinkonar. Mér skilst að hún hlaupi jafn kát inn til hennar á morgnanna þegar Raggi fer með hana.
Sváfnir er farin að skríða....nei nei, en er gjörsamlega að missa sig yfir tilgangsleysinu að liggja á maganum...Hann fór að velta sér fyrir nokkru, og er farin núna að mjaka sig þokkalega til um hálfan meter á nokkrum sek. Hann er duglegur að fylgja mömmu í ræktina, horfir aðdáunaraugum á fallegu mömmu sína....algjör dúlla. Já, svo stækkar hann bara og stækkar. Mér finnst leiðinlegast að hugsa til þess að engin af fólkinu heima fær að njóta þessara stutta tíma sem hann er ungabarn og allt er að gerast.
Já á meðan ég man....VILL EINHVER KAUPA GEÐVEIKT G'OÐAN JEPPA??? Tókum þá ákvörðun að reyna bara að selja jeppann...hann fer vonandi fljótlega á sölu fyrir sunnan. En ef einhver hrekkur við þetta góða boð ætla ég bara að taka það fram hér og nú að þó svo að við höfum ekki verið einhverjir bílasnillingar...þá átti hann bíladellukall hann áður sem hugsaði sko vel um hann og svo hefur hann Hemmi félagi okkar heima hugsað vel umhann líka....þegar til þurfti. Þannig látið nú ekki deigan síga ef þið vitið um einhvern sem hefur alltaf látið sig dreyma um Landcruser (Hmmm ég heyri Snæbjörn:))
Bið kærlega að heilsa ykkur öllum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 9.10.2008 kl. 20:04 | Facebook
Athugasemdir
Halló, halló.
Gaman að heyra að allt gengur vel, tók létta yfirferð á myndasíðunni, hlakka til að sjá nýjar myndir og fleiri fréttir.
kveðja til ykkar allra
Birna
Biran (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:32
hæhæ
Það er gaman að heyra hvað það er allt gott að frétta. Hún Salbjörg á nú eftir að hafa það gott eftir breytingarnar hún er svo dugleg stúlka :) Við Vigdís erum núna í Grundó.
Kveðja
p.s. ég ætla ekki að kaupa jeppan
AnnaDís (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:48
Sælir allor í danaveldi. Gott að allir eru greinilega í rétta gírnum. Héðan úr firðinum eru allir að fíla sig voða vel Ína Björk var svo heppin að detta inn i flottan félagsskap á fyrsta degi og fólar skólann afar vel, fleiri á levil... Hugrún blómstrar í góðum félagsskap og hefur landssliðið í söng og frjálsum til að skóla sig til. María Rún er í góðum gír vill helst kúra hjá mömmu lengur á morgnana en er í flottum leikskóla við hlið skóla systranna sem gefur töluvert færri reglur en sá gamli í sveitinni...... svo við höfum það gott. Ég fer reglulega að klippa í sveitinni og gisti þá í Sálubótinni okkar (Hárstofunni) Frúin hreyfir sig alla daga, það er svo geggjað útivistarsvæði fyrir utan dyrnar hjá okkur. Já Hafnarfjörður er bara stór sveit. Kv úr firðinum Ellý og fjölsk.
Elínborg Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.