18.9.2008 | 20:58
Mælingar
Hæ hæ, bara stutt að þessu sinni...það er komin nótt hérna hjá okkur...svona sem næst því.
Það er soldið erfitt að hætta að vaka til ca. 23....eitthvað og fara að hátta fyrir 22.
En heimahjúkrunarfræðingurinn kom í morgun til að líta eftir honum Sváfni....og sjá hvort hann dafnar ekki vel. Og já það gerir hann blessaður drengurinn. Hún hélt reyndar fyrst að hún hefði ruglast á aldrinum, svo stór og sperrtur er hann orðinn. En hann mældist 7,7 kg og 66 cm. Enda er hann sko búinn að sprengja af sér ungbarnafötin og er komin í fatastærð 74! Hann gefur Eyhildi ekkert eftir í ákefð að fara að gera eitthvað og er komin í skriðstellinguna og vill bara komast áfram. Alveg hreint ótrúlega sterkur og kraftmikill.
Þeir sem hafa áhuga á svona barnaupplýsingum geta haldið aðeins áfram að lesa....en við fengum svo grænt ljós á að gefa honum barasta áfram velling á kvöldin og graut einu sinni á dag. Hann er sólginn í svona hrísgraut og umlar bara þegar það er í boði.
Annars allt gott héðan að frétta. Ég fer að skoða að setja myndir inn fljótlega...alla vega á facebook...er ekki enn búin að manna mig upp í að setja myndir hér inn...tekur ótrúlega langan tíma.
Góðan nótt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.