27.9.2008 | 11:27
Ritskoðun í gangi...já...ég ákvað að gerast tillitssöm!
Jæja, bloggið mitt er læst í bili vegna athugasemda sem ég fékk. Fyrst fauk auðvitað í mig...en svo þegar ég mundi eftir æðruleysinu þá sljákkaði aðeins í kellu. Og svo þegar ég hafði hugsað málið betur ákvað ég að bara að læsa síðunni í bili og gefa mér tíma til að skoða nú bullið í mér...hvort það sé nokkuð athugavert við það. Ég er fylgjandi málfrelsi og ritfrelsi...en auðvitað verður það að vera innan þeirra marka að það særi engann:) OG það er svo spurning dagsins hvort persónuleg blog séu eða megi kalla fjölmiðil???
En svo mun ég vonandi hafa áhuga á að fylgja mínu striki með því að blogga um mínar hugsanir. Ef ekki, þá mun ég í versta falli setja inn helstu fréttir héðan áfram...en láta það vera að tjá mig opið og heiðarlega. Mér fannst þetta bara kjörin leið til að tjá mig við vini mína í fjarlægð, þar sem ég slæ nú engin heimsóknarmet á blog.is. En það er auðvitað líka til símar og ég get þá bara hringt og ausið úr mér...en það er ekki endilega það sem þeir nenna að hlusta á. Kemur í ljós :) Hér geta menn allavega valið hvað menn lesa og ekki lesa og látið það algjörlega ekki snerta sig ef því er að skipta. En ég gæti áfram bara létt á því sem ég er að pæla í. Jæja.....nóg komið í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
mér finnst að þú meigir bara skrifa það sem þér sínist á þitt blogg en auðvitað svo það særi engann en, þá þarf kannski sá særði bara að hugsa sinn gang og gá hvort það sé kannski bara rétt hjá þér það sem þú ert að skrifa :) Ég vona að þú skiljir þetta hjá mér ;)
Hafið það gott kæru vinir
Kv. Anna Dís
Anna Dís (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:38
Elsku Aníta mín
innilega til lukku með litla ljósið þitt. Veit ekki hvað það var sem þú skrifaðir sem fór svona fyrir brjóstið á einhverjum ..... en allavega skrifaðu það sem þú vilt þar sem þú vilt og við hin ráðum svo hvort við lesum það eða barasta alls ekki....
Gott að heyra að þú sért búin að finna þér vinkonau í Danaveldinu -vona að það sé þokkalegt grey....
knús og kossar - úr snjónum jekk
Heiða greiða
Heiðan (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.