Afmæli og fótbrot...:) og :(

Hæ hæ...það er skammt milli skina og skúra í þessum heimi. Bæði heima frétti ég áðan og svo hérna hjá okkur hefur smá drama verið að hrjá okkur ef maður getur orðað það svo.

Það var auðvitað mikil gleði hérna í fyrradag þegar heimasætan varð 5 ára. Hún er orðin svo stór og dugleg og ekki dugði minna til en nýtt hjól, 18" sem þið getið vonandi séð hér. Það komu nokkrir pakkar í pósti og svo var eitthvað keypt handa dúllunum í tilefni dagsins eins og myndirnar bera með sér. EN við áttum auðvitað ágætan dag þó hann væri meira í rólegheitunum heima við. Afmælisveisluna átti svo formlega að halda á laugardaginn næsta en nú veit ég ekki hvað verður. Því litla skvísan varð fyrir því óhappi í gær að fótbrotna. Við eyddum hátt í 3 tímum á skadestuen í gær og það voru teknar myndir sem sýndu svo eitthvað brot í kringum hælinn. 'Eg veit svo lítið núna...nema að hún á að fara í myndatöku aftur. En hún er frekar aum og fúl...sérstaklega út í dumme dumme Sváfnir sem mamma heldur alltaf á! En ég er semsagt núna eiginlega í orðsins fyllstu með tvö ungabörn heima af því þarf að halda soldið á prinsessunni...annars skríður hún hér um gólfin eða ferðast á rassinum. Ég er að reyna að verða ekki pirruð á því að ná ekki í slysó aftur til að biðja um hækjur fyrir hana....en það hlýtur að koma í ljós þegar ég fæ þennan nýja röntgentíma.

 Meira seinna.

Ég hugsa mikið heim núna til nágrannanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi krúttin mín

Dumme, dumme Sváfnir, afmælisdrottning og fótbrotin kjarnakona...... Já það á að athuga þolinmæði ykkar hjóna þykir mér.... þá er bara að muna þetta með að það sem ekki brýtur, það styrkir ! og hugsa svo með gleði í hjarta að þið voruð ekki hluthafar í Glitni (vona ég ykkar vegna) og getið því glöð litið fram á veginn. 

 Annars bara fínt að frétta hjá okkur, brjáluð jólasnjókoma..óþolandi frost og kuldi og bíllinn komin á nagla. 

 Knúsaðu dúllurnar frá mér

Heiða greiða

Heiðan (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Andrea Ásgrímsdóttir

Hæ hæ og til hamingju með 5 ára afmælið. Það eru sem sagt akkúrat 5 ár síðan ég rakst á þig á fæðingardeildinni á FSA. Virðist eins og í gær en samt svo langt síðan!

Úff, ekki gott að fótbrotna 5 ára :( Hvað þá þegar halda á afmælisveislu! Vonandi verður hún fljót að ná sér. Við verðum einmitt með afmælisveislu um helgina líka.

Gangi ykkur vel í þessu öllu saman.

Andrea og Frakklandsgengið

Andrea Ásgrímsdóttir , 3.10.2008 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband