6.10.2008 | 22:32
Bara vatn úr krananum!
Ja hérna hér...það er dramatíkin í íslensku efnahagslífi. Við finnum sko fyrir því hér...aldeilis. Mig langaði bara að segja ykkur frá því að ég keypti mjólk í dag...og fleira. En vegna gengisins kostaði hún litlar 255kr. íslenskar. HALLÓ HALLÓ HALLÓ.
Ég var í saumaklúbb í kvöld þar sem við göntuðumst með að það hreinlega borgaði sig að fara núna til Íslands í verslunarferð....barnabæturnar að fara að koma og svona....sem redda okkur hérna úti. En maður einnar vinkonu minnar var reyndar að koma að heiman með fulla ferðatösku af mat...slátri og svona...auðvitað til að svala löngun í alvöru mat...en miðað við gengið þar sem við skuldsetjum okkur fyrir nánast öllu í íslenskum krónum...þá hefur verið ansi dýrt að lifa...og verður bara dýrara og dýrara.
Heyrumst seinna...en Raggi fær ekki lengur að drekka nýmjólk sem sé...bara vatn úr krananum núna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hæhæ já þetta er skelfilegt ástand og alls ekki neitt skemmtilegt. En ég held að fólk hafi bara gott af því að þurfa aðeins að hugsa áður en það er rokið útí búið og þá á ég nú aðalega við mína kynslóð Þetta lagast allt saman. En það væri nú gaman ef þið kíktuð aðeins heim
Anna Dís (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 16:36
Sælar. Þetta eru nú meiri tímarnir. Knúsaðu 5 ára pæjuna frá okkur og sérstaklega duglegu konuna í gifsinu. Hugrún okkar er í stíl var í stangarstökki, hitti ekki á dínuna og lenti illa á olboganum, fór illa úr lið, morfin, svæfing og gifs í 2 vikur. Já það er mikið um að vera á fróni. Erum á leið í sveitina í vetrarfrí og hjónaball. Kv Ellý og fjölsk.
Elínborg Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.