9.10.2008 | 20:00
HALLÓ hvað er að gerast???
VARÚÐ, mjög óyfirvegað blogg í einhverju uppnámi yfir íslenska efnahagsástandinu.
Ok...ég er kannski soldið sein að fatta...en maður verður hálfsorgmæddur þegar maður les netið, fréttir og bloggfærslur.
Ég var ein af þeim sem tók hérna út danskar krónur á genginu þrjátíu og eitthvað á mánudaginn og þriðjudaginn...til að eiga fyrir leigunni og afmælisveislunni sem ég hélt í dag. En ómægod....hvað er Vísa að pæla. Ég er alvarlega að hugsa um að klippa kortið núna og ætla bara ekki að taka meira út vegna þeirra svívirðu sem mér finnst að ofan á allt saman þá er best að kreista þá aðeins þessa óþekku Íslendinga sem geta ekki verið heima hjá sér þegar illa gengur
Þannig núna á ég 400kr. danskar á genginu þrjátíu og eitthvað til að lifa af þangað til að barnabæturnar koma...En þær eru líka almennilegar....Barnabætur á Íslandi eru bara brandari miðað við þær hér. Þannig ég get keypt mitt brauð á nær 600 kall, mjólkina á nær 300 kall, hvað meira hmmm æ, ég nenni þessu ekki....það er allt ógeðslega dýrt hérna í Dk. Við Elín vorum að spjalla í gær og já...vorum nú ekki beint upplitsdjarfar yfir þessu öllu.
En aftur að þessu gengismáli...eða kannski ekki. ÞEtta er bara geðveiki....á maður að flýja heim....við erum ekki betur stödd þar....jafnvel verra...því atvinnuleysið mun ríða yfir þjóðina á næstu vikum og mánuðum og ekki getur maður lifað á loftinu! OG lánin munu rjúka upp úr öllu valdi... og ekki launin með....þannig við munum pottþétt ekki ná endum saman þar. ÆI....maður verður að fá að rasa aðeins út áður en maður tekur hana Pollýönnu fram. Ég sé að Anna Dís er löngu komin í gallann:)
Þetta er eiginlega bara ótrúlegt. Meira segi ég ekki núna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.