Aðeins léttara hjal....

Börnin fá mann alltaf til að brosa :)

Í boði Salbjargar: "Mamma, megum við Sváfnir giftast og verða hjón þegar við erum orðin stór?" (Ég: já já)

"En við ætlum samt að búa áfram heima hjá þér mamma"

Svo er hún Eyhildur bara farin að tala sotla dönsku...hún segir mjög mikið "Hov" og Kate dagmamma roðnar og segir að það komi frá sér...hún sé alltaf eða noti það ansi mikið. Svo var hún að banna einni danskri vinkonu Salbjargar að fara upp í rúmið sitt í kvöld...."Nej, jeg sover der" og svo kom þú mátt ekki fara í rúmið mitt...

 Sváfnir er svosem ekki farin að tala mikið....en hann skrækir heilmikið og nöldrar soldið ef honum er ekki sinnt. Það lítur út fyrir að þetta verði nú bara mömmukarl, honum finnst ekkert betra en að láta dúlla soldið við sig og láta halda á sér. En hann er rosa broshýr og algjör sjarmör....enda langar mig að gefa honum heiminn þegar hann sendir mér eitt af sínum brosum.Smile

OG af því ég rasaði aðeins hérna út af neikvæðni...þá sagði ég nú samt við Ragga hérna í gærkvöldi... mikið er nú annars aldeilis gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af peningum sem maður hvort´eð ekki á!

Góða nótt og bestu kveðjur heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband