12.10.2008 | 21:14
Brotin gróa!
Jæja vinir. Nú höfum við fengið niðurstöðu eftir eftirlit að hún Salbjörg sé batnað í fætinum. Hún fór sum sé í eftirlit viku seinna eða á fimmtudaginn síðastliðinn og þá var ekkert að sjá í röntgen. Enda var telpa orðin nokkuð hress og farin að haltra um allt. Hún finnur nú samt eitthvað til ef hún lendir eitthvað illa á fætinum...því auðvitað slakar maður ekkert á við svona "smámuni"
Afmælinu var þess vegna frestað um 5 daga og var haldið seinna þennan fimmtudag. Það var fullt hús af börnum, ásamt nokkrum foreldrum og mikið fjör. Ég fór aðeins fram úr mér og ætlaði að vera með voða skemmtilega leiki...en misreiknaði leikjaáhuga barnanna...því þau vildu bara fara að borða. Enda var Eyhildur búin að kalla nokkrum sinnum á þau..."krakkar það er ammæli".
Talandi um Eyhildi, hún var óborganleg í dag. Hún var að reyna að ná sambandi við mig. "Mamma...mammma...MAMMA.....MAMMMMMMA RAGNARSDÓTTIR!!!"
En allt gekk vel og allir ánægðir í lok dags. Helgin búin að vera róleg, Raggi að dæma og við stelpurnar og Sváfnir reynum að láta þann tíma líða á mikilla láta...gengur ekki alltaf mjög vel. Ég þarf mjög gjarnan á aukaskammti af þolinmæði á þeim tíma að halda! En svo stöndum við frammi fyrir 42 viku Dana...eða haustfríið svokallaða. Við vorum fyrir svo löngu búin að ákveða okkur að skella okkur eitthvað ....til Álaborgar til Eyja frænda, eða jafnvel til Sjálands til Nínu og Óla á hestabúgarðinn þeirra.....en verðum víst að sleppa því vegna fjármálaástandsins. En það eru litlar fórnir...við höfum það gott og okkur gekk vel að gera innkaupalista til að kaupa bara það allra nauðsynlegasta fyrir næstu daga svo það sé matur hér á borðum. Þetta er undarleg og sem betur fer ókunnug tilfinning sem hellist yfir mann....að maður sé allt í einu ekki sjálfráður eða einhvern veginn í böndum vegna aðstæðna sem maður ræður ekki við. Þá gat ég líka þakkað Raggi fyrir að vera að heiman við dómgæsluna þegar öll börnin þrjú þurfa á manni að halda í einu. Hann er þá raunverulega að færa björg í bú. En það er gott að takast á við þetta á ákveðinn hátt...þó þetta sé léttvægt í okkar tilfelli enn sem komið er. En það verður örugglega mikill samdráttur á næstu vikum og jólin verða örugglega með einhverju breyttu sniði í ár. Svo verður manni líka hugsað til formæðra sinna sem áttu fleiri en 3 börn...hvað er maður að kvarta?
Kær kveðja heim. Anita
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já maður má þakka fyrir að lenda ekki verr í kreppunni......bara vonandi að þetta versni samt ekki mikið
Ég er sammála þér með að ég hugsa stundum "hvernig fór mamma eiginlega að með 5 börn"....þvílíkar hetjur þessar formæður okkar, hehe
Sjáumst skvís.....
Berta María Hreinsdóttir, 13.10.2008 kl. 08:26
Hæ hæ
Gaman að lesa bloggið þitt. Það eru ekki allir sem geta skrifað svona skemmtilega :) Já, þetta er ástand og fólk að lenda misvel/illa í því. Við erum heppin að hafa verið farin af landi brott og fáum okkar tekjur í evrum!
Mamma Ragnarsdóttir brandarinn er sá besti sem ég hef heyrt lengi :D
Gangi ykkur vel í baráttunni og haltu áfram að vera jákvæð og skemmtileg.
Kveðja frá Frakklandi,
Andrea o.co.
Andrea Ásgrímsdóttir , 14.10.2008 kl. 07:26
Æi takk fyrir Andrea mín, alltaf gaman að fá svona hrós:)
Það verður gaman að kíkja á ykkur einhvern daginn...við erum allavega komin nær...það held ég barasta:)
Anita (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.