Taktur óskast!

Hæ...ég verð bara að segja ykkur frá okkar frábæra degi....alla vega nokkur góð brot.

Ég tankaði upp bensín í gærkvöldi fyrir restina af þeim peningum sem við áttum...kr. 138,5 og við svo fórum við í dýragarðinn í Givskud í hádeginu. En engar áhyggjur...Raggi fær útborgað á morgun! En svo smurðum við nesti og lögðum í´ann og hlustuðum á Óvitana alla leiðina....já...eftir að við Eyhildur vorum búin að hlusta á og syngja "Sing hallelúja" í botni fyrst. En já aðeins að Óvitunum...þeir syngja einmitt um "að deyja úr hungri er hollt og gott....það herðir mann og styrkir" Mjög góðir textar hjá honum Davíði Þór og minnir mann bara á að fortíðin kemur alltaf aftur og aftur. En við heilsuðum sum sé upp á vini okkar í Givskud í blíðskaparveðri...15°, sól með smá skýjum.

Eitt af því sem mér fannst fyndið voru "reality" samræður Ragga og Eyhildar um dýrin í garðinum og hvað þau ætu. Hún er sem sagt sannfærð um að þau lifi öll á grasi þannig allar aðvaranir okkar um að príla ekki upp á grindverkin því þá geti hún dottið inn til dýranna....og þá verði hún bara étin...."NEI, úlfarnir borða bara gras...., Nei, ljónin borða bara gras....JÁ jÁ Eyhildur mín, hvað helduru þá að þessi dauði hestur sé að gera þarna? Þá heyrðist í spekingnum henni Salbjörgu: "Já Eyhildur mín (með þvílíkri kennslukonurödd), þegar ljónin sjá þetta (bendir á handlegginn hennar Eyhildar) þá sér hann bara kjöt!

Jæja, næsta ævintýri dagsins var svo blessaður danstíminn sem ég mætti í í kvöld í fitness stöðinni minni. Já....Danirnir hafa nú munað sinn fífil fegri....og hvað voru allar þessar gellur að gera þarna hvort´eð að dansa "Britney Spears" í heilar 55mín.??? Spyr kona sem ekki veit! Ja...ég hef greinilega gleymt taktinum heima á Íslandi og húmorinn fyrir þessu sprikli hvarf svo eftir aðeins hálftíma....já...því þá stakk ég af og fór bara í skíðagöngu!

Jæja...þetta er víst strax orðið langt og stoppa ég þá hér. Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar stelpur sem þið eigið. Þetta með taktinn ég bara geng  þá er ég örugglega bara í mínum takti. Sveitin er framundan, hjá okkur er vetrarfrí og hjónaball í sveitinni svo það passar vel. Kv úr Hafnarfirði. Ellý og fjölsk

Elínborg Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:14

2 identicon

hæhæ þú ert búin að vera rosa dugleg að skirfa hérna inn sé ég, gaman að fylgjast með krökkunum.  það væri nú gaman að  sjá nokkrar myndir af börunum. En það er greinilega allt gott að frétta annað en þetta peningavesen sem herjar á allan heiminnum, en við komumst öll yfir þetta ég held það nú. Ég bið innilega að heila ykkur öllu. 

Kv. Anna Dís  

Anna Dís (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:19

3 identicon

Já, maður á alla vega að hætta að reyna að fylgja takti annarra þá fer allt vel! Vonandi verður gaman á hjónaballi um helgina....það verður það örugglega eins og venjulega.

Anna Dís...farðu nú að fá þér facebook...bloggið er bara ekki að ráða við þessar myndir...meira draslið! Og ég hef orð þín í huga um að við höfum bara gott af þessu...toga okkur niður á jörðina og kunna betur að meta það góða sem maður hefur og læra að lifa af litlu...það er glaðara fólk líka!

Anita (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:12

4 identicon

Já þetta með taktinn ....maðurinn minn biður mig alltaf að hætta að dansa ef ég leyfi mér að dilla mér eitthvað!  svo þú ert ábyggilega bara góð.

þarf að fara að heyra í þér.....kanske ég taki upp tólið og hringi um helgina....aldrei að vita.

kveðja og knús

Heiða greiða

Heiða (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband