27.10.2008 | 13:44
Allt að gerast...
Já, hér er allt að gerast hjá litla manninum á heimilinu.
Núna rétt áðan kíkti ég í góminn hans og viti menn...þar er ein lítil tönn að gægjast upp:)
Svo er Sváfnir líka farin að sitja svona flottur...teinréttur og mjakar sér um allt. Ohhh þetta er svo fljótt að gerast...þau eru svo fljót að vaxa frá manni! Já en hann er virkilega aktívur, en samt svo meðfærilegur, glaður og rólegur.
Já, við fórum í 5 mánaða skoðun á fimmtudaginn og vinurinn er orðinn 70cm og 7.37 kg. Hann er að taka smá beygju á þyngdarritinu en annars heldur hann sinni kúrfu eins og hefur verið, einni yfir meðaltalslínu. Smá brandari úr skoðuninni...læknirinn sagði....já svakalega fínn drengur, en ég finn ekki eistun hans...væriru til í að leita þegar þú kemur heim og koma aftur ef þú finnur þau ekki!!! HA HA HA...Berta vinkona spurði strax hvort ég væri búin að gá undir sófann. En ég meina...ég bara gapti á lækninn....og hugsaði hvað er konan að spá? En svo ég klári læknislegu hliðina þá fann ég kúlurnar stuttu seinni...allt til staðar:)
En varðandi vöxtinn á honum...þá er hann sko búinn að vaxa þvílíkt því í heimaskoðuninni fyrir mánuði síðan mældist hann 66cm og 7 kg....það er ansi mikið að stækka um 4cm á mánuði!! En hann er líka búinn að borða óvenju mikið og liggur á brjóstinu á nóttunni.
En annars er allt gott af okkur hinum að frétta. Ragga gengur vel í dómgæslunni...þeir eru alla vega alltaf að bæta við hann leikjum...nema þeir vorkenni Íslendingnum svona??? Hann er reyndar alltaf að drepast í þessum blessaða handlegg þannig núna sannast það virkilega að skiptir engu máli hvort hann er að vinna líkamlega erfiðis vinnu eða ekki...þetta bara kemur og fer...leiðinlegt:(
Salbjörg er að blómstra þessa dagana í leikskólanum. Það er leikrit framundan og hún er búin að leggja sig virkilega fram um að fara snemma að sofa svo tíminn sé fljótari að líða þar til hún kemst á æfingar. Svo förum við í gegnum textanna á kvöldin og hún er bara búin að ná þessu bísna....og svo er hún að reyna að láta mig gera einhverjar hreyfingar....uhhh já já. En við kunnum ekkert lögin þannig ég er bara spennt að heyra hvernig þetta er allt saman...búin að kyrja okkur einhvern veginn í gegnum þetta :)
Svo er Eyhildur bara farin að tala bísna mikla dönsku....mamma må jeg gerne....heldur að danskan kaupi sér epli eða annað gotterí.
Jæja, en bestu kveðjur heim. Við hugsum til ykkar í snjónum og vonum að stórnendur Íslands fari að fá vitið!
Anita
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
Athugasemdir
Já þeir eru svona flottir doktorarnir í danaveldi Var að koma úr sveitinni. Ferðin teygðist þar sem víkurskarðið var lokað og maður velti því fyrir sér hvort hefði ekki verið betra fyrir fjársterka einstaklinga að setja peninginn í göngin En litlu strákarnir eru að koma heim með smápening ég held það. Hafið það gott í danaveldi.
elly ben (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:22
Sælar. Langaði bara að segja þér frá því að við mæðgur fórum í menningarferð í strætó til RVK og fórum að skoða ljósmyndirnar á horni lækjartorgs( Þar sem stórbruninn var í fyrra) þar voru ljósmyndirnar af landsbyggðarbörnum í leik og þar eru 6 myndir af börnum úr Krílabæ m.a Salbjörgu svona rosa flott. Einnig Maríu Rún, Ingu Sigurrós, Brymi og Stefani Boga. Kósý ferð þarf ekki alltaf að vera flókin eða dýr. Kv Ellý og stelpurnar.
elly ben (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:08
hæhæ flott hvað Sváfnir dafnar vel. Vigdís er í sömu kúrfu og hann Hún er farin að síga heldur betur í þegar ég þarf að vera með hana lengi á handleggnum en það er svo sárasjaldan að það er nú í lag. Bryndís kom í heimsókn til mín í gær og síndi mér myndirnar á face book síðunni þinni krakkarnir eru orðin risa stór hjá ykkur Gott að það er allt gott að frétta af ykkur.
Kv. Anna Dís
Anna Dís (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:39
Halló, halló, gaman að heyra að allt gengur vel. já merkilegt þetta með kúlurnar ;o). greinilega eitthvað öðruvísi en við eigum að venjast hér. Hér er bókstaflega allt á kafi í snjó, vona nú að það lagist hið fyrsta. Snillingur hún Eyhildur auðvitað á maður að nota allt sem maður kann og gá hvort það skili árangri. Ég veit að Sabjörg rúlla þessu upp í leiklistinni.
Annars bestu kveðjur til ykkar allra með von um að þið hafið það sem allra allra best.
kveðja Birna
Birna (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.