Skæri gerð upptæk!!!

Jæja...þá voru eitt stykki gerð upptæk áðan! Ég hljóp inn á bað áðan og blasti þá við heldur ófögur sjón....vaskur fullur af hárum....ég náttúrulega "GUÐ MINN GÓÐUR"...stelpur...voru þið að klippa....hvað voru þið að klipppa.....JÁ JÁ þá sátu þær jafn rólegar yfir stundinni okkar í tölvunni og áður.....hár útum allt á gólfinu....Kom þá í ljós að önnur þeirra hafði verið svo tillitsöm að fara með sín hár í vaskinn...hin (líklega Eyhildur) látið hárflyksurnar detta sem snjór á gólfið í kringum sig.

Salbjörg "Ég ætlaði bara að gera hárið mitt fallegra" ...sagði þessi engill þegar hún reyndi að útskýra fyrir mömmunni sem vissi ekki hvort hún átti að hlæja eða gráta þegar hún sá nýju stytturnar í hárinu. Eyhildur sagði ekki orð....en hún er með verulega nútímalega klippingu, knallstutt öðru meginn!

Já...ég hefði betur gefið mér lengri tíma í morgun þegar ég stoppaði Salbjörgu í að snyrta nýja hestinn sinn....af hverju...af því þá verður hann ekki með neitt hár eftir...af hverju....af því hárið vex ekki á böngsum eins og á fólki....hmmmm þá hlýtur að vera í lagi að snyrta sig aðeins....það vex aftur...góður mammaWink

En annars er búin að ganga heldur svæsin ælupest...eða upp og niður pest...hefur reyndar bara lagt Salbjörgu og Sváfni...fyrst Salbjörgu á föstudaginn fram á sunnudag...Sváfnir byrjaði að æla á laugardagsmorgun og var heldur slappur þar til í nótt. Svo heldur Eyhildur að hún sé líka "syg" og skyrpir í klósettið með bros á vörLoL En vonandi verður nú ekkert úr því...hún verður reyndar mjög sjaldan veik....þannig kannski sleppur hún.

Leikritið var sýnt á fimmtudagskvöld og Salbjörg stóð sig þvílíkt vel...búin að læra alla söngtextanna og stillti sig fremst á sviðið og söng með ...milli þess sem hún vinkaði okkur Eyhildi á gólfinu. ÞEtta var mjög skemmtilegt..þarna voru elstu börn leikskólanna þriggja í distriktinu saman komin ásamt 0.bekk í Vestbyskóla að setja upp sýningu saman...það voru sjálfsagt hátt í 60-80 börn á sviðinu klædd sem álfar og tröll. Svo var kökur, kaffi og djús á eftir í boði foreldranna í skólanum. Svo verður víst einhver skólakynning núna í nóvember. Salbjörgu finnst Vestby skóli æðislegur....og var sko alveg ákveðin að vilja fara í hann. Annars er líka annar skóli hérna...Egebjerg skóli...sem er í úthverfi Horsens...ca. 7 km frá sem er eða hefur verið hverfisskólinn hérna fyrir "mosann" Það er líka heimaskóli fyrir íslensku börnin...fá þau þar íslenskukennslu og eru sett í sérstaka móttökubekki sem á þurfa að halda. En við sjáum til með þetta allt saman...það á eftir að koma betur í ljós hvernig þetta verður fyrir okkur....en krakkarnir fara af leikskólanum í lok apríl...þannig Salbjörg mun sennilega fylgja þeim þá ef hún er á annað borð tilbúin til....sama hvernig fer með framhaldið. En þetta verður erfitt val því í Vestby skólann verður annar leikskólakennarinn af deildinni með henni sem hún þá þekkir og treystir...auk þess að geta gengið í skólann. En í hinn skólann fer ein besta vinkona hennar sem væri náttúrulega líka mikill styrkur fyrir hana...en þá þarf hún að fara með skólabíl....en þar er náttúrulega umgjörðin um íslensku börnin....Við skoðum þetta um eða eftir áramót. Við þurfum líka að taka afstöðu til leikskólamála vegna Sváfnis þá....hann er á biðlista á vöggustofu....en það er mjög erfitt að komast þar inn....og við erum að velta því fyrir okkur að setja hann hugsanlega í plássið hennar Eyhildar...því við erum bara mjög ánægð með dagmömmuna....en ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að sleppa vöggustofuplássi ef dagmamman hættir svo eða eitthvað ogþá verður hann að fara til nýrrar dagmömmu....(fólk er almennt ekki mjög ánægt vegna þeirra miklu veikindadaga sem eru víst hjá sumum dagmömmum....sumar nota víst sinn kvóta í hverjum mánuði...en nú er ég bara að hafa eftir eitthvað sem einhverjar hafa sagt mér sem hafa lent í því eða þekkja eitthvað til.)

En sem sagt annars allt í góðum gír...mikið að gera í skólanum hjá Ragga....ótrúlega mikið að gera hjá mér við ekki neitt...Mér gengur alls ekki neitt að vinna verkefnin mín í meistaranáminu.....veit ekki hvar það endar...væri soldið fúlt að eyða öllum þessum tíma í að vera með samviskubit yfir því að komast aldrei yfir neitt....og enda svo með því að fresta námskeiðinu....þá er betra að ákveða það bara strax og njóta tímans fram að jólum....En ég veit barasta ekki....ekkert betra að eiga þetta eftir....æi ég veit ekkert hvað ég á að gera.....hmmmm...........

Jæja farin að sofa....er eineygð núna...bölvuð linsan að bögga mig...verð að fara að fá mér nýjar.

Kær kveðja úr Danaveldi.

Anita


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló, halló, greinilega mikill dugnaður í þessum stúlkum ykkar. Er ekki allt í tísku í hári í dag, svo er nú dálítið dýrt að fara á stofu um að gera að redda fjárhagnum og gera þetta bara heima.

Annars bara knús og kram til ykkar,

kveðja Birna

Birna (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:26

2 identicon

æi leiðinlegt með hárið  ... lenti í þessu með Björgvin, ég kenni ömmunni alfarið um það, þar sem að hún sagði að það þyrfti nú að fara að klippa toppinn... hann tók það svona bókstaflega og klippti hann af og setti hárið út um gluggann hehe ég gat ekki annað en flissað (reyndar bara þegar hann sá ekki til)

Bið að heilsa ykkur í útlandinu

Petra (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Anita Karin Guttesen

Já, kjarnakonur á ferð.

Annars lít ég frekar illa út þar sem ég var nýbúin að segja við nýju klippikonuna mína og vinkonu...æ ætli ég klippi þær ekki bara sjálf fyrir jólin...ég fékk skæri frá Ellý vinkonu....sem sá þetta greinilega allt saman fyrir með fjárhagserfiðleikana! En já....frekar aulalegt...já finnst þér þær ekki bara fínar??

Anita Karin Guttesen, 7.11.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband