3.11.2008 | 21:15
Smá kvart...ógeðslega asnalegt blogg...bara fyrir konur!
Ég er að verða brjáluð á exemi sem ég fékk í haust á augunum....fór í litun og plokkun og ég get svo svarið það að ég hef aldrei vitað annað eins....eins og ég hafi gleymt mér ærlega við að setja á mig bleikan augnskugga eða þá ég sé með gömul glóðuraugu....held að það hafi eða hljóti að hafa verið nikkel í þessum bévítans efnum eða eitthvað....HJálp er einhver þarna mamma eða apotekari þarna úti með góð ráð??? Fór reyndar í apotekið um daginn og þar fékk ég bara svona týpiskt sterakrem...en maður setur það varla á augun?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æji ég vildi að ég ætti einhver ráð handa þér Anita mín.....en svo er því miður ekki
En mikið er dætur þínar miklir snillingar......búnar að spara svona fyrir þig í kreppunni með því að klippa sig sjálfar, múhahaha
Sjáumst á eftir!
Berta María Hreinsdóttir, 4.11.2008 kl. 07:29
Hæ hæ
Já, það er ekki gott að vera með augun svona. Ertu viss um að þetta sé exem? Ég myndi varla þora að setja sterakrem....
Ég var svona í fyrra, rosa viðkvæm fyrir neðan augabrúnirnar og bleik eftir því, gat varla komið við mig. Ég hélt að þetta væri augnhreinsirinn og endurnýjaði það allt en allt kom fyrir ekki. Á endanum komst ég að því að þetta var augnskugginn eða maskarinn og ég hef ekki fundið fyrir þessu síðan.
Bara svona að sjera þessu með þér vinkona :)
Guð minn almáttugur hvað ég skil þig með hárið. Mig hefði örugglega langað til að gráta en samt líka pínu til að hlæja. Vonandi lendi ég ekki í þessu með mína prinsessu.
Kveðja til Danmerkur,
Andrea
Andrea Ásgrímsdóttir , 5.11.2008 kl. 18:34
Takk kæru dömur....ég þarf bara að láta lækni kíkja á þetta...en ætli maður fari nokkuð í ljósmyndun með konurnar í fjölskyldunni svona á sig komnar
Anita Karin Guttesen, 7.11.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.