Fyrirsögn óskast!

Komum heim frekar seint í kvöld...eftir skemmtilegt pizzakvöld með vinum okkar. Þar fengu sveitalubbarnir að horfa á nokkra þætti um Dagvaktina sem kom okkur náttúrulega frekar mikið til að hlæja....já...þetta var skemmtileg tilbreyting. En við Raggi höfðum hvorugt séð Næturvaktina....enda horfa alvörugefnir sveitalubbar ekkert á svona bullLoL

En krakkarnir voru náttúrulega í essinu sínu yfir því að mega leika lausum hala fram á kvöld, við alls konar glímu, felu og fíflaleiki. Já og ég sá náttúrulega strax sjálfa mig í aðalhetjunni hann Georg...sem er að alltaf að vinna að mikilvægri MASTERSRITGERÐ....sem fer MIKILL tími í.....og þó aðallega í hausnum á sjálfri mér....Wink

Nei nei...þetta er kannski orðum aukið og meira til gamans sagt....en ég er sem sagt að skipuleggja seinnihluta námsins míns og gengur hreinlega ekki neitt að ákveða lokaþemað...kannski ég hringi bara í Georg...eða tek upp rannsóknastarfsemi á mínum nánustu  HE hE HE....SÆLL....

En já, ég fer frekar óákveðin að sofa í kvöld eins og síðustu....það stóð sem sé ekki svo nákvæmlega í stjörnukortinu hvað ég á að skrifa um þó það stæði nákvæmlega við hvað ég vil vinna...ummm sem ég vissi reyndar nokkuð nákvæmlega fyrir....en ég er bara ekki búin að finna það starf ennþá...

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Blessuð vinkona og takk fyrir skemmtilegt föstudagskvöld, lauardag og laugardagskvöld, hehe  Ég rétt náði heim í gær áður en postulínið fékk að finna fyrir því og er búin að liggja í rúminu í allan dag

Sjáumst fljótlega

Berta María Hreinsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:45

2 identicon

´haha dagvaktin er so mikil snilld..... ;D;D

verðið nú að horfa einhverntíma á næturvaktina hún er ekkert síðri ;D

bara pizzakvöld og skemmtileg heit,... ;) stuð í danmerkunni bara

bryndis (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:52

3 identicon

Eg a Næturvaktina...fekk hana m.a.s. i joøagjøf fra ykkur i fyrra ef eg man rett... A eg ad kippa henni med thegar eg kem um tharnæstu helgi ;) Eg reyni ad fara i BodyCombat i hverri viku...ekkert sma skemmtilegir timar!!! Bestu kvedjur fra Norge, Gunna.

Gunna (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 07:29

4 identicon

Já endilega...þá er maður kannski með því sem allir eru að vitna í!

Anita (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:38

5 identicon

Halló ljúfan

ég heimta myndir af klippingunum góðu.......

Nú er ég búin að liggja í rúmar fjórar vikur og eins og Snoddas benti mér á þá er ég búin með 1/4 - svo þetta fer að styttast   Sumir dagar eru skárri en aðrir og gefa mér fögur fyrirheit um blóm í blóm í haga og betri tíð - svo eru aðrir dagar sem og miklu fleiri sem gefa mér þann kost að liggja bara í rúminu mínu góða, gera ekkert og geta ekkert............. Styrmir benti mér á að mér væri alltaf illt í bumbunni og hann þyrfti alltaf að tala við pabba sinn - og yfir þessu væri hann leiður............en hann á ágætan pabba svo hann getur þá bara talað við hann - ég er voðalega lítið til viðtals fyrir þessa elsku.

Fer með þér í huganum í leikfimi - en stoppa reyndar nokkuð oft á leiðinni til að hvíla mig....

knús

Pollýanna

Heiða Pollýanna Gustafsberg (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 15:23

6 identicon

Smá innlits kvitt;) Sorry annars með gærmorguninn, hélt að Krummi krútt væri að verða lasinn, en svo var svo að sjálfsögðu ekki;)

Steinunn mömmó (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:40

7 identicon

Jæja það eru greinilega upprennandi hársnyrtar þarna á heimilinu. Þetta er alveg ótrúlega algengt, eins ótrúlegt og það er þá hafa mínar ekki ekki enn sýnt þessa "snilld" en María Rún, maður veit ekki. Vonandi getur þú samt nýtt skærin þau voru gefin af góðum hug. Er rétt búin að vera í sveitinni og hitta mikið af góðu fólki. Þar er kreppudraugurinn aðeins að byrja að læðast menn eru farnir að fá uppsagnarbréf þar eins og hér, enda Ísland ekki stórt þegar á reynir. Hafið það sem allra best við sendum reglulega hlýjar kveðjur til ykkar. Kv úr Hafnarfirðinum Ellý

Elínborg (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband