Barnapælingar

Hæ hæ

Allt gott að frétta af okkur. Lífið gengur sinn vanagang. Sváfnir verður 6 mánaða á föstudaginn...á eftir að tékka á því hvort hann eigi nokkuð að fara í eitthvað tékk eða sprautur...en hann er annars að farinn að rífa sig upp og standa við stofuborðið eða annað sem verður fyrir honum. Það er sami ofurkrafturinn í honum og var í Eyhildi á sínum tíma, liggur á að komast áfram í lífinu. Og svo er hann kominn með tvær tennur í neðri gómnum, rautt hár útí loftið og með álfaeyru segir Salbjörg og togar eyrun á honum út! Ég kemst ekki ofan af því að þetta er bara langmyndalegasti drengur sem ég hef séð:)

Annars var ég með "hyggedag" á mánudaginn með Eyhildi og ákvað að rifja upp jólasveinana með henni....hmmm ég komst upp í 8 jólasveina og Eyhildi fannst þetta voða fyndið....ég taldi aftur og sagði...mig vantar fimm...hmm hverja vantar....heyrði Eyhildi segja eitthvað....mig vantar fimm....."Ég er með fimm" sagði kella og gaf mér spaðann! Raggi búinn að þjálfa hana þvílíkt í þessu! Annars er bara verulega erfitt að skilja hvað hún segir þessa dagana...hún er að reyna að tala dönsku blessunin....jhhuhehllbldelaasdlkfjaæf, denne henne.....denne henne...jeg fer í bönehaven....o.fl.ofl.

Salbjörg er sjálfri sér líka. Gengur auðvitað upp og niður hjá henni dagarnir og finnst mér hún alltaf hálfviðkvæm fyrir heiminum....held reyndar að það sé aðallega ég sem sé viðkvæm fyrir henni....það er búið að segja mér það að hún láti ekki vaða yfir sig þó hún sé svona róleg og ekki að trana sér fram....veit ekki alveg hvað leikskólakennarinn átti við með því um daginn þegar hún sagði að fyrir 20 árum hefði hún verið stimpluð sem vel uppalinn krakki....en núna...hvað þá???....(Hún sagði sem sé ekkert um það)...höfum við verið of ströng eða hvað er málið.....áhyggjur áhyggjur áhyggjur. En bara til að skýra þetta betur þá snýst þetta allt saman um það hvort við eigum að hleypa henni af stað í skóla 1. maí eða hvort hún eigi að bíða eitt ár í viðbót samkvæmt danska kerfinu. Hún er fædd seint á árinu, það er algengt að dönsku börnin bíði og leikskólafólkið er á báðum áttum með hana af því hún er ekki jafn framfærin og hin börnin og vita ekki hvað muni gerast á næstu mánuðum. En ef maður skoðar þessi matsblöð þá er hún búin að ná allri þeirra færni og getur svarað öllum þeim spurningum sem er verið að spá í á íslensku.....já og eiginlega flest á dönsku líka. Og hún á fullt af vinum....skiptir aðeins á milli...er ekki alltaf með þeim sömu...en það telst kostur að vera ekki tilfinninlega háð einni og geta fundið út úr því með fleiri krökkum. Hún á þó eina bestu vinkonu, eina danska, "min aller bedste ven" Hún er aldrei vond við mig.....ARRG....svo koma svona setningar...guð minn góður er einhver vondur við þið....ÓMG....ég var næstum hætt við skólagönguna í morgun þegar ég heyrði mömmurnar í mömmuklúbbnum tala um stríðni og einelti í skólabílnum...að þau fengju nestið í hausinn og hvað veit ég????.ÉG MUN ALLTAF KEYRA SALBJÖRGU 'I SK'OLANN...Ég er að verða svona ofverndunarfrík....alla vega í hausnum....en já...best að hætta núna búin að blaðra nóg um börnin....ummm gleymdi Ragga...hann ER í SKÓlanum N'UNA alla daga að og fram á kvöld að læra læra læra.

 Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku Anita mín. Já þetta eru erfiðar pælingar, það er líka stundum svolítið erfitt að sætta sig við að börnin spjari sig býsna vel án þess að við höldum alltaf í höndina á þeim. Er eitthvað betra að Salbjörg fari seinna í skólabílinn? Ætlarðu alltaf að keyra hana allt sem  hún þarf að fara? Nei ég segi nú bara svona ég skil þig svoo vel. ;o)

Vona annars að allt gangi vel hjá ykkur þrátt fyrir ástandið á Íslandi. Þurfum að fara að skrifa stelpunum, bestu kveðjur til allra.

Kveðja Birna

birna (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:00

2 identicon

Blessuð Anita

Skil þig vel með þessar pælingar.. en ég hef greinilega misst af þessari umræðu í mömmó ;) Ég myndi nú ekkert hafa of miklar áhyggjur af þessu.. Maður tekur þá bara á því ef það verður. Reyndar er svo stutt fyrir Aron Blæ í skólann að hann fer ekki í skólabílinn. Ég sé þig væntanlega á skólafundi á morgun ;)

Kveðja

Didda

Didda (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:23

3 Smámynd: Andrea Ásgrímsdóttir

Vááá, hvað ég skil þig. Ég er alveg í sama pakkanum - kannski líka þar sem dætur okkar eru nánast jafngamlar upp á dag! Mín er líka mjög róleg og tranar sér ekki fram nema síður sé (veit ekki hvaðan hún fær það...). Svo segir hún kannski eitthvað eins og "nei, mamma ég vil ekki segja þér það því allir krakkarnir fóru að hlæja að mér í skólanum". Maður fær bara fyrir hjartað þó maður viti að félagslega sé hún í góðum málum og enn betri námslega. Móðurhjartað er bara svo ótrúlega viðkæmt. Allavega ef ég væri þú þá  myndi ég keyra Salbjörgu í skólann þangað til hún fer í doktorsnám í útlöndum og það er ekki hægt lengur.......

í dag var ég að tala við kennarann hans Helga og segja að hann og vinur hans hefðu verið svo óþekkir heima um daginn. Þá sagði hún að hann væri þægastur af strákunum í bekknum og væri alltaf var um sig því hann væri hræddur við að vera skammaður.  Úps, aftur tók móðurhjartað kipp og fór strax að hafa áhyggjur af því að vera kannski bara of ströng. Og ég sem stóð í þeirri meiningu að það væri út af franska aganum í skólanum sem börnin mín væru svona hlýðin og góð....

Móðurhlutverkið er allavega klárlega það erfiðasta og flóknasta sem maður hefur kynnst! 

Með mömmukveðju,

Andrea 

Andrea Ásgrímsdóttir , 21.11.2008 kl. 00:09

4 identicon

Hæ elskurnar...takk fyrir þetta og gott að fá svona samhug og hughreystingu...tek undir þetta að þetta er klárlega það erfiðasta sem maður tekst á við...því maður sér alltaf skírt eftir á!

Anita (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband