23.11.2008 | 21:33
Hæ hó hæ hó...við höfum fengið nóg!
Ég er að hlusta á Silfrið....ástandið er ekki gott. Ég vona og bið að málið fari nú að falla í farsælli farveg...ég held barasta að síðustu 7 vikurnar gefi okkur Íslendingum ekki von um að ríkistjórninni sé treystandi til uppbyggingastarfsins. Það er óþolandi að hlusta á að verið sé að stilla upp því sama, bæði hvað varðar hugmyndafræði og fólki. Ég vona að þeir reiðu og óþolinmóðu Samfylkingarþingmenn verði nú samkvæmir sjálfum sér og kjósi með vantrausttillögu stjórnarandstöðunnar...þeir hafa nú einmitt verið að gaspra um nýjar kosningar. Nú er tækifærið.
En við hér í Danmörku erum annars bara glöð eftir viðburðarríka daga...barasta tveir gestir búnir að vera. Óttar föðurbróðir minn kom á miðvikudaginn og gisti eina nótt og Gunna mágkona kom á föstudaginn og fór aftur í kvöld. Það var bara virkilega notalegt að hafa þessa gesti. Sérstaklega voru stelpurnar glaðar og ánægðar. Eyhildur fór reyndar að leita að afa sínum þegar hún sá Óttar...þeir eru frekar líkir...svo talaði hún við pabba í símann og sagði "Það er einn Gutti hérna" og benti á stólinn. Við fórum svo í bæinn í gær með Gunnu og skoðuðum Bytorv, HM og fengum okkur danskan ís...umm voða gott og gaman. Eyhildur henti sér svo á gólfið og sleikti upp það sem datt af ísnum...hún verður svo hraust þessi elska
Svo er ég búin að læra lexíur síðustu daga í röngum ákvarðanatökum hvað varðandi börn útí búð. Óttast að vera ákærð fyrir upptökur sem náðust útí búð á fimmtudaginn var...en mér var sagt...blessuð vertu Dönum þykir víst óhugnanlega sjálfsagt að hirta börnin sín þar sem þeim sýnist. En ég var að reyna að hafa vit fyrir stelpunum í því að kaupa fyrir 20 kall í búðinni....sem endaði auðvitað með því að það sauð á öllum og sumir voru settir út úr búðinni....æ æ...en við jöfnuðum okkur allar vel þegar við komum heim og ætlum allar að vera góðar næst þegar við förum í búðir...sem var svo reynt á föstudaginn og það gekk næstum því 100% Batnandi konum er best að lifa:)
En já, hlýjar kveðjur heim. Salbjörg og Eyhildur fengu svo nisti í HM í gær sem er hægt að opna og setja mynd í af þeim sem manni þykir vænt um....og Salbjörg sagðist strax ætla að setja mynd af Mörtu og Ingu Sigurós...þannig kella hugsar heim þó henni líði mjög vel:)
Anita
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.