23.11.2008 | 21:43
Fagur fiskur í sjó...
Já gleymdi að blogga um eitt fyndið sem gerðist í gær...já ég get hlegið í dag...en Eyhildur fékk að gefa fiskunum og er, hélt ég, vön kona...nei nei...hún tæmdi úr "he...." dollunni þannig ég var að reyna að bjarga þessum sauðheimsku gúbbífiskum frá því að éta á sig gat....það tókst með ágætum aðeins einn dauður í morgun...en sjáum til. En ég varð brjáluð....og litla stýrið..."fyrigefu fiskar...." Og aðrir fullorðnir héldu sér fjarri mér...hlæjandi að þessu af því það var ég sem vildi fá þá fyrir stelpurnar...hmmm...en ég fékk Salbjörgu á mitt band með mér núna að gefa þá áfram....af því við nennum ekki að sinna þeim....eða (ég tími ekki að kaupa meiri mat handa þeim!)
Já svo fékk Salbjörg að veiða þann dauða uppúr í morgun og Eyhildur að hella honum í klóiðog sturta út í sjó....og svo sturtaði hún svo aftur þegar þarfirnar höfðu gert vart við sig....sturta kúkinn út í sjó...til fiskanna! Ekki að spyrja að því.
Góða nótt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Meiri snillingarnir þessi börn þín Fiskarnir halda þá áfram að fá nóg að borða í sjónum
Berta María Hreinsdóttir, 24.11.2008 kl. 15:29
hahahaha þetta er bara fyndið .. En já ég keypti einu sinni gullfisk hadna Aron Blæ og muna aldrei gera það aftur .. meira vesenið ;) var fljót að losa okkur við hann hehe
kveðja
Didda
Didda (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 21:06
hæhæ Eyhildur er alger snillingur. hún hefur bara vitað að þið nentuð ekki að hafa fiskana lengur og ákveðið að leysa þetta mál bara Annars getur hún bara fengið sér fisk úr tjörninni á Laugum þegar þið komið heim þeir eru líka svolítið sórir Hafið það sem allra best bið að heilsa öllum
kveðja Anna Dís
Anna Dís (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:41
Ég skal taka fiskana, þá kannski hefur bévaður kötturinn eitthvað fyrir stafni og lætur tærnar á okkur í friði. Eða að við skiptum á sléttu köttur á móti fisku;) Það fylgir þetta fína klósett með.
Þær eru algjörar krúttlúr þessar píur, vita um havð lífið snýst greinilega, éta og já þú veist hitt.
Sjáumst á morgun og ræðum glerugnamál, mér lýst vel á þína leið í málunum;)
Og já getur nokkuð verið að hún Áróra mín hafi gleymt einhverri bleikri hárspöng hjá ykkur. Hún er allt í einu heartbroken yfir einhverri spöng sem hún er búin að týna heldur hún hjá ykkur, því hún er ekki með göddum inní sem er víst svona gasalega frábært;)
Kv. Steinka
Steinka mömmó (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:57
Thu matt ekki gleyma thvi ad hun sagdi "bless, bless fiskur" i sømu andra og hun ytti a sturtanidur-takkan...
Gunna (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:58
Blessuð Anita mín. Ég sé að börnin þín eru söm við sig. Bara fyndin. Er ég að skilja þessar skólapælingar rétt? Eruð þið ekki að koma heim í vor?Annars er bara allt gott,Snjóar og snjóar og snjóar en flestir eru nú bara ánægðir með það. Karlarnir mínir eru hangandi utaná húsinu að setja upp jólaseríur í snjókomunni Jæja kerla mín heyrumst fljótlega. Kv.Margrét
margrét valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.