30.3.2009 | 21:07
LÍN og Fílabeinsturninn
Það fýkur nú ekki svo oft í mig nú í seinni tíð...en ég missti mig gjörsamlega í dag.
Hver hefur efni á því að sinna starfi sínu þannig að vera því ekki vaxinn?
Ég fæ heldur ekki oft komment á statusinn á fésinu...en í dag fékk ég það...og allt í svipuðum dúr : Týpisk afgreiðsla frá þessari stofnun.... en HALLÓ... hver vill hafa almenningsálitið svona á sér?
Ég kvartaði yfir samtali sem ég átti við ráðgjafa í útlánadeildinni... því öll svör voru á sömu lund...eða öllu heldur ólund...og með sama skætingatón að ég fékk alveg nóg undir lokin og lét hana heyra það. Það er óþolandi að láta svara sér á lítilsvirðandi hátt eða eins og maður sé eitthvað heimskur...en tónninn og tilsvörin voru öll þannig. Og þið sem þekkið mig vitið að ég er ekki að búa eitthvað til.
En það eitt og sér er kannski ekki aðalatriðið...því auðvitað geta stofnanir verið óheppin með starfsfólk eða starfsfólk átt frekar ömurlegan dag...nei svarið sem kom frá deildarstjóranum var alveg milljón:
"Ég hef rætt við hana um ykkar samtal og miðað við þá lýsingu sem hún gaf mér, þá get ég hvorki merkt það að hún hafi verið dónaleg eða verið lítilsvirðandi tilsvör. En, þakka þér fyrir að láta mig vita."
Hvað segir maður við þessu....guð minn góður...hefuru heyrt um fílabeinsturninn? Ef hann var svona sannfærður um að starfsmaðurinn hefði nú einmitt rakið samtalið 100% rétt þá hefði hann í það minnsta geta beitt sjoppusálfræðinni á mig og sent kurteislegt bréf og afsakað það að mér hefði fundist ég fá lítilsvirðandi svör við spurningum mínum og kannski vonast til að ég væri nú ekki svo fúl yfir þessu....en nei...ég varð hreinlega bara að þakka honum fyrir að láta mig af þessu ;)
En ég held ég láti Ragga hringja næst þarna upp!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
En já ég er samt miklu hressari eftir þetta allt saman....flensan loksins að gefa eftir held ég og ég fann loksins blóðið renna í kroppnum....þannig kannski var þetta bara það besta sem kom fyrir mig í dag
Anita Karin Guttesen, 30.3.2009 kl. 21:09
haha þessir danir eru klikk og greinilega allir hjá sama fyritækinu. en gott að flensan er farin. Takk fyrir síðast og sjáumst hress í sumar :)
Anna Dís (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.