22.4.2009 | 12:13
Smá fréttauppfærsla af okkur...nú hljótið þið að vera byrjuð að sakna mín aftur þarna heima;)
Já lífið gengur sinn vanagang hérna í Hrossanesi eins og sumir kalla það. Stelpurnar una sér á leikskólanum. Eyhildur stendur reyndar aðeins í ströngu þessa dagana af því hún "svarer igen" og "hörer ikke efter". En bara svo þið vitið það ef hún verður leið....þá þurfum við aðeins að skamma hana þessa dagana...og hun kan godt bliv lidt sur;) Já já við könnumst við þessa stelpu. Annars týndum við henni í gær...eða réttara sagt Ragnar...eins gott að halda því til haga! En hún hafði þá skotist í aðra átt en Raggi hélt og farið til bestu vinkonu sinnar hérna í næsta garð og náð að draga hjólið inn á veröndina þeirra...Raggi hafði reyndar vit á því að tékka inn í garðinn þar fyrst...en var of feiminn að spyrja um hana...he he he. Nei en við héldum að hún hafði hjólað eftir strák sem var í heimsókn hjá Salbjörgu....en svo var ekki...sem betur fer....ég fór að hugsa um allt skrítna liðið sem leynist hérna...sem ég hugsa annars ekkert um af því ég hef ekki þurft að hafa áhyggjur af svona strokum. En þá fór hún ekki neitt...gleymdi bara að láta vita. Svo á þessi skvísa afmæli bráðum og fyrir þá sem vilja vita...þá óskar hún sér Spiderman í afmælisgjöf.....það er morgunljóst. Ég er t.d. í alvöru að spá í að gefa henni spiderman sundbrók...ekki til sundbolur með spiderman...sem er bara glatað ;)
Svo er brjálað að gera í leikskólanum hennar Salbjargar að ná öllu áður en þessi grey verða send í skólann....en hún er sko alveg með það á hreinu að hún þarf að mæta kl. 8 þegar skólinn byrjar...en ekki hálf átta eða hálf níu...eða eitthvað....Og já svo sagði hún að kannski þyrfti hún bara að fara ein af stað á morgnanna til að ná í skólann ef við værum ekki farin á fætur eða já þyrftum að fara á undan henni...af því hún byrjar kl. 8. Ég elska þennan leikskóla:) Var ég t.d. búin að segja ykkur frá því að þar er nú barasta pólitíkin að ef einhver slær þig að tilefnislausu þá mega þau slá til baka he he...já...það þarf að læra að bjarga sér. Það var reyndar tekið fram að leikskólastjórinn væri nú ekki sammála þessu en deildarstjórinn innprentar þeim ýmislegt um hinn raunverulega heim. Hún sagði mér t.d. einu sinni að hún segði börnum aldrei að jólasveinarnir væru til og svoleiðis...enda fékk ég það í hausinn um daginn þegar ég útskýrði fyrir henni að Salbjörg væri hrædd við einhverja steina sem voru settir niður til minningar einhvers hermanns eða eitthvað....já þið Íslendingar eru svo ruglaðir að fylla börnin af alls konar tröllasögum! Alveg yndislegt að lifa í tveimur heimum:) Já svo var það í vetur sem Salbjörg var að segja mér að kona og kona geta alveg verið saman....hmmm....er það ekki mamma? HA...jú jú...
Svo er það hann Sváfnir okkar sem er orðinn Kate´s bölle....hann hræðir hina krakkana hjá dagmömmunni og það þarf að hafa auga með að hann bíti þau ekki. Svo var hann nú klipinn fyrir helgi og hefur víst verið sæmilegur síðan. En hann er með kúlur allan hringinn, lekandi hor, frekjuskarð og síbrosandi. Alltaf til í að knúsa og kyssa önnur börn....og kannski pínu að smakka;) Hann horfði víst á dúfur í meira en hálftíma um daginn hjá Kate, svo veigrar hann sér ekki að rífa af hinum það sem hann langar....klóra soldið í blómabeðum...smakka smá mold o.s.frv. Bara alvöru strákur eins og þeir gerast bestir.
Já og við gömlu hérna erum bara ágæt held ég. Ég tognaði reyndar í bakinu af einhverju...bara af því að vera góð mamma á trampolíni eða eitthvað og fékk svo loksins snilldarverkjatöflur þannig að ég get barasta lokað bílhurðinni og rakað gras og svona í blíðunni hérna;) Reyndar pínu kalt í dag og yfirskýjað....en veðrið er eins og það gerist næstum best á íslensku sumri! Þannig ef einhver vill og hefur efni á því þá er hann velkominn á pallinn til okkar...gæti jafnvel fengið gistingu:)
Kær kveðja Anita og co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.