Fallegur dagur í DK og ánægjulegur hjá familíunni.

Fyrir utan eina afar slæma frétt í dag þá var þetta fallegur og góður dagur. Það er svo hræðilega óréttlátt þegar börn eru tekin úr þessum heimi fyrirvaralaust. Og þó það gerist á hverjum degi í heiminum þá þarf maður því betur aðeins að hugsa um það endrum og eins. Þannig þurfti gömul æskuvinkona mín og fjölskylduvinur að kveðja annan tvíbura sinn fyrir um hálfan mánuði. Vá hvað mér brá og hvað ég fylltist sorg vegna þessa. Þessar litlu yndislegu stúlkur eru nýfæddar! Þetta er bara það hræðilegast sem ég get hugsað mér. Ég bið til Guðs að Hann veiti fjölskyldunni styrk á þessum erfiðu tímum.

 

En fréttir af okkur....við fórum í okkar fyrstu heimsókn í Givskud í morgun og heilsuðum uppá dýrin og lékum okkur aðeins í leikgarðinum þar. Það var mjög ánægjuleg ferð. Svo finnst mér ég eigi að fá mæðraverðlaun fyrir að hafa blásið upp eina sundlaug og hafa borið í hana vatn seinni partinn fyrir ormanna. Það er nú meira sem skiptist á skin og skúrir í þessu uppeldi. Það finnst mér erfiðast...maður er nánast á sama augnabliki bestur í heimi....en svo líka hræðilega leiðinlegur.....öskrandi og skammandi þessa engla sem liggja nú og sofa værum svefni.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll í sumar. Þá verðum við örugglega fegin að fá smá hvíld á sólinni;) En hér er yfir 20° hiti og á að vera það skv. spánni fram að næstu helgi....þá 23° fyrir allt landið...sem þýðir að gæti jafnvel orðið heitara hér hjá okkur!!Þið eruð velkomin á pallinn hjá mér anytime;)

 Kær kveðja Anita og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl kæra fjölsk. Já það er eins gott að þakka alla daga fyrir að fá að vara til og að eiga sína heila. Er á kafi í prófaundirbúningi fyrir báða ensku áfangana mína en prófin eru bæði 4. mai síðan er klippiferð norður 6. maí. Ég vona að þið hafið heyrt af rennibrautarsjóðnum sem ég var að starta vegna útskriftar og 40.... en það er vel útlistað í síðustu hlaupastelpu sem kom út 22. apríl ég er að reyna dreyfa þessu meðal gamalla Laugnema. Kv Ellý

ellyben (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 14:06

2 identicon

Haltu þessum hita tölum fyrir þig ljúfan  

knús og kossar

Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 23:12

3 Smámynd: Anita Karin Guttesen

Gangi þér vel Ellý mín í komandi prófatíð.... og hjartanlega til hamingju með þennan stóra áfanga sem þú hefur stefnt að nú í nokkurn tíma....þú ert alveg mögnuð....og alltaf með einhver góð málefni í farteskinu...hmm....minnir mig stundum á Mary Poppins ;)

Og nei Heiða mín...ég held mér ekkert sama um hitatölur fyrr en þið Magga verðið búnar að standa við að koma og sleikja sólina hérna með mér í DK. Og til að setja enn meiri þrýsting .... þá kem ég ekkert heim fyrr en þið eru búnar að koma minnst einu sinni hí  hí hí..... Flug á billund byrjar í júní og frá AKureyri líka :)))) Vona annars að allt gangi vel hjá ´þér ljúfan :=)

Anita Karin Guttesen, 3.5.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband