13.5.2009 | 10:56
Eyhildur 3 ára og fleira
Vá hvað er stutt síðan við héldum upp á tveggja ára afmæli Eyhildar í Birkifelli og ég kasólétt. Mér finnst þetta allt hafa liðið svo hratt en samt svo mikið gerst ;)
Við héldum uppá afmæli Eyhildar á sunnudaginn. Það er myndasyrpa á fésinu. Ég var búin að gera langt blog og missti það svo út.....$%&&&/%$#$%$#/ EN hér er ein sæt af henni litlu dúllunni okkar:
Hún fær mikið hrós fyrir hvað hún er dugleg og sterk. Það heyrist soldið mikið í henni en yfirleitt er hún að hrópa af gleði. Hún alltaf til í allt og voða gott að fá hana til að skipta skapi ef það kemur fyrir. Hún lagði duddunni í tilefni dagsins. Við fórum í bæinn í gær og hengdum nokkrar upp í dótabúðinni. Hún fékk svo að kaupa sér fyrir pening sem hún fékk í afmælisgjöf og valdi sér Línu langsokk tösku...enda er hún næsti bær við hana;) Svo fékk hún reyndar líka nestisbox af því hún gekk í einhvern klúbb í búðinni.
En annars allt ágætt í fréttum af okkur. Ég er reyndar búin að vera hálffarlama núna á annan mánuð, er undirlögð í verkjum. ALlir orðnir þreyttir á því....sérstaklega Raggi sem harkar allt af sér ;) EN ég er að fara til læknis á morgun og vonandi fæ ég eitthvað að vita. Svo eru við stelpurnar að fara í stelpuferð til Köben á laugardaginn með lestinni...það verður fjör. Ætlum að hitta Mörtu og Ingibjörgu frænku og kannski fleiri!
Við fórum reyndar í Legoland á föstudaginn með Gunnu frænku. Það var æðislega gaman þrátt fyrir að veðrið hafi ekki leikið við okkur. En við vorum heilan dag og komum lurkum lamin heim...en allir glaðir og ánægðir;)
Já svo vorum við hjá lækninum í gær í skoðun með yngri deildina. Eyhildur þarf að kíkja til augnlæknis, hún er víst eitthvað tileygð og sagði svo að einhver kall væri jólatré...en hann var líka asnalegur í laginu fannst mér;) Já og svo sagði hún að einhver svanur væri and....og doktorinn var ekki að skilja....þangað til ég gargaði AND..... En við sjáum til hvað augndoktorinn segir við þessu. Hún reyndar er alltaf að blikka augunum....þannig kannski er eitthvað að trufla hana...nema þetta sé einhver leiðindakækur...hvernig ætli maður vinni með það??? En hún er 101 cm og rétt rúmlega 18 kg. Sváfnir fékk svo tvær sprautur og var ekki kátur með það...agalegt að þurfa svo að fara aftur í 3. sprautuna eftir viku þar sem ég gleymdi bóluefninu frá Íslandi í ísskápnum...en jæja svona er það. Hann er ca. 82 cm (Danirnir ekki svo nákvæmir með þessar mælingar) og 9,5 kg. Hann dafnar vel og fær hrós og aðdáun hvar sem hann kemur. Hann er náttúrulega svo duglegur og sterkur þessi litli karl :) Hann er alltaf á fullu...labbandi hingað og þangað...leikur sér, fiktar og tætir. Klappar saman höndum, sýnir hvað hann er stór, segir nei með því að hrista hausinn...gerir það oft þegar búið er að banna honum eða hann vill ekki meiri mat! Er farin að reyna að vinka bless...en er yfirleitt of upptekin til þess. Alltaf síbrosandi og sítalandi og síborðandi....alveg eins og pabbi minn ;) Hér er sæt mynd af honum:
Svo tökum við stefnuna til Íslands þann 3. júlí og verðum í heilar 5 vikur. Þær verða örugglega fljótar að líða, ég er strax farin að plana heilmikið;) Þannig ef einhver ætlar að koma sérstaklega í heimsókn og vill að við séum heima...þá er opið fyrir bókanir :))))
Af Salbjörgu er annars allt gott að frétta. Raggi segir að ég sé reyndar eins og rannsóknarlögreglan þegar ég er að spyrja um gengi og annað hjá henni í skólanum. Vona bara að allt muni ganga vel þar. Hún hefur verið víst hljóðlát og til baka síðan hún byrjaði. Glasið er því miður oft hálftómt en ekki hálffullt þegar hún er annars vegar. Við verðum að styrkja hana í því að hafa trú á sér. Annars fær hún yfirleitt þá einkunn að vera sterk á velli þannig vonandi er þetta bara byrjendafeimni;) Ein mynd af henni í húsinu þeirra, sameiginleg afmælisgjöf í ár;)
Annars segjum við bara bless í bili og kíkið endilega á fésið og sjáið flottu afmælistelpuna, vinina og góða veðrið sem lék um okkur þennan dag. Það verður svo aftur afmæli á fimmtudaginn fyrir Svání superman ;)
Kveðja frá Anitu og familíu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:01 | Facebook
Athugasemdir
Láttu okkur vita hvað læknirinn segir.....ekki gott að vera undirlögð af verkjum og vita ekki hvað er að !
Knús
Heiða
Heiða (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 20:35
Já Heiða mín, þetta er sko ekkert til að grínast með og er Raggi á barmi þess að biðja um skilnað ;) Hann alla vega er farinn að taka andköf þegar ég opna muninn....þetta hörkutól nennir ekki að hlusta á sönginn í mér :)))
Ég veit ekki hvað er að mér...læknirinn útskrifaði mig með strengi sem ég virðist hafa gert verri og verri...eða tognun....hann lét mig standa fyrir framan sig og snúa mér...veit ekki til að tékka á vinklinum á mér....en sagði svo þetta...að ég ætti kannski að kíkja til sjúkraþjálfara og gera bakæfingar. Og Raggi segir nátttúrulega að ég eigi bara að fara að hreyfa mig. En núna þegar eru komnir 2 mánuðir þar sem ég er algjörlega stirrð og finn sára verki um allt við minnstu hreyfingu er mér hætt að standa á sama...virðist bara versna til skiptis við að vera eins...og ef ég hef mig í göngutúr til að reyna að vekja vöðvana þá er ég gjörsamlega búinn að vera og þarf að fara á verkjatöflum í rúmið...en það er bara svo erfitt að lýsa þessu fyrir læknana...af því innri röddin er alltaf að segja manni að maður hljóti nú bara að vera ímyndunarveikur og orðin eins og hver annar aumingi sem kvartar og kveinar............ Já...veit ekki hvað skal segja en mér finnst óþolandi að vera ekki hraust eins og þú þekkir reyndar manna best!
En knús til þín, vonandi fer þér að líða sæmilega þegar síðasti mánuðurinn er í nánd...hlakka þú ekki bara til fæðingarinnar?
Anita (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.