Sváfnir 1 árs og fleira

Hæ hæ elskurnar

Já það er komin tími til að blogga aðeins meira um Birkifellsfjölskylduna í Hrossanesi;)

Sváfnir litli kallinn okkar er orðinn eins árs...varð það 21. maí. Það eru alltaf merkileg tímamót þessi afmæli og finnst okkur stóri strákurinn okkar hafa stækkað mikið undanfarið....og orðinn svo klár í alla staði. Í morgun mátti hann hafa sig alla við að herma eftir Salbjörgu....Sváfnir hvað ertu stór.....klappa.....hvað ertu stór.....klappa....gefðu mér fimm.....hvað ertu stór....klappa...já....nei....he he....hann var ekki orðinn neitt svakalega leiður á þessu....svo er verið að reyna að kenna muninn á stór og sterkur:) Annars gengur allt sinn vanagang með hann...fer að sofa um 7 og vaknar um 7....reynir stundum að mótmæla....en hann elskar litla púðann sinn og kyssir músina sína góða nótt og svo mömmu eða pabba og kúrir sig svo niður;) Oft hjalar hann og leikur sér góða stund áður en hann sofnar og eftir að hann vaknar. Hann er algjör sjarmör þegar hann er vakandi...vill knúsa og kyssa alla en er jafnan heldur aðgangsharður þannig aðrir minni misskilja hann stundum...en hann langar bara að kyssa og knúsa fólk. Svo talar hann út í eitt við menn og dýr á sínu DSC09816hrognamáli...diddl didll ....já sælll og góðan daginn....get ekki skrifað það hér:) Já...svo fékk ég góðlátlega kvörtun í gær frá Kate (dagmamman)...hann reynir að stela matnum frá hinum...þó að hann sé búinn að fá yfirdrifið nóg........:))))) Já hann hefur sko matarlist....Já og það er víst frá mér komið er mér tjáð...eins og flest annað gott sem er í þessum börnum:)

Ég gæti auðvitað skrifað endalaust um þessa mola mína en hlakka bara til að koma með þau til ykkar kæru vinir í sumar og leyfa þeim að draga að sér íslensku...a.bababa...Norðlensku lofti:) Já við erum farin að hlakka til...alla vega við sem höfum vit á því....Raggi tekur eitt skref í einu......eins og honum er einum lagið:)DSC09855

Já...við erum að leggja okkur fram með misgóðum árangri að hjálpa Salbjörgu. Hún er svo afbrýðissöm þessi elska út í systkini sín að hún á erfitt með að höndla það .....ekki síður en foreldrarnir. Hún auðvitað er tilfinningarík og elskar þau mikið en heldur í einlægni að við elskum hana að minnsta kosti minna en þau. Og þau hafa náð að vera svo óþolandi að henni langar ekki lengur í fleiri systkini;) JA hérna....hér. Já...en við erum með prógram í gangi þar sem hún má vaka lengur ef hún er dugleg svo að fara að sofa þegar sá tími kemur, en þá fær hún svona gæðastund með mér þar sem við horfum saman á eitthvað, lesum bók eða förum í hjólatúr. Hún er annars dugleg að leika með systkinum sínum þó henni langi frekar að fá heimsóknir frá vinum sínum. En til þeirra er hún ekki tilbúin að fara....alveg sama hversu mikið ég reyni að tala hana til. H'un veit hvað hún vill. En sem betur fer koma stöku dagar þar sem koma gestir.DSC09823 

Eyhildur heldur sínu striki eins og þið getið ímyndað ykkur. Maður þyrfti eiginlega bara að taka hana upp þegar kastast í kekki með Salbjörgu og okkur....Mamma ég er ekki óþekk....pabbi ég er að borða matinn minn.....ég er bara góð.....o.s.frv. Hún hét Solla stirða í morgun og getur orðið reið ef maður klikkar á svona mikilvægu atriði. Það heyrist þokkalega mikið í henni, en yfirleitt er hún kát og glöð. Hún á rosa góða vinkonu sem var Því miður að flytja úr hverfinu....alveg agalegt...annars hlupu þær hérna á  milli. Við komum til með að sakna þess pottþétt;) Ég ætla að keyra með hana þangað í dag í heimsókn. Svo er víst saumaklúbbur hjá mér í kvöld, það koma 8 vaskar úr mömmuklúbbnum og ætla að verða feitar og pattaralegar hjá mér eftir kvöldið:)

Annars ætla ég að skrifa hérna aðeins um framtíðaráætlanir Salbjargar: Hún er búin að ræða það aðeins við mig um hvort ég sé ekki til í að stofna verslun með sér.....ha...jú jú...ég er alveg til í það einhvern ´tímann. Svo í bílnum á leiðinni heim fékk hún frábæra hugmynd að því sem hún ætlaði að selja í búðinni okkar....Hún er löngu búin að segja að það verði  að reyna að selja það sem margir munu kaupa.....já og það sem þessari elsku datt í hug var auðvitað bílbelti....að selja fólki alls konar bílbelti af því það vantaði öllum;) Jú frábær hugmynd...en ef það gengur ekki þá annars bara alls konar leikföng og dót handa börnum....af því fólk vill alltaf kaupa eitthvað handa börnunum sínum....svo má það borga meira ef það hefur marga peninga.))) DSC09916Ætli við verðum eins og sölumennirnir á Kanaríeyjum....special price for you my friend...this is German price;) Já annars vinnur hún hörðum höndum að því að fá að vita hvað fuck þýðir....Ég taba alltaf rökræðum við hana....ekki segja svona þetta er rosalega ljótt orð....hmmmhvað þýðir það? Segðu mér það bara einu sinni og ég skal lofa að segja það aldrei aftur;) Jæja nóg komið, hlakka til að sjá ykkur öll.

Kv. ANita og famelía


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband