Fjölmargar fréttir

Minni mína fáu lesendur á að við erum með lítið notað heimilisnúmer sem er óhætt að hringja í;) En annars er allt gott að frétta. Tíminn búinn að fljúga síðan við komum út eftir sumarfrí. Frábær tími á Íslandi að baki með fjölskyldum og vinum. Og þó við náðum ekki að hitta þá alla þá vorum við svo sannanlega nær þeim en nú. Ég er haldin heimþrá þessa dagana, en það hlýtur að líða hjá. Sérstaklega læknast ég 8. október þegar við Salbjörg fljúgum heim í haustfríinu. Við ætlum aðallega að hitta ömmur og afa, hugsanlega einhver frændsystkin og VININA. Salbjörg ætlar að fara í Litlulaugaskóla og kíkja á hvað vinir hennar á Laugum eru að gera og hvernig skóladagurinn er heima. Hún er mjög spennt og ég er nokkuð glöð með að við getum veitt henni þetta. Svo er ég að fara að taka eins og 6 viðtöl fyrir meistararannsóknina um siðfræðilega sýn skólastjórnenda. Ég held verkefninu mínu gangandi þó ég hafi aðeins skipt um gír í námi. En ég held að það geri manni bara gott að takast á við ný og krefjandi verkefni. Keramikin gengur vel, ég er að renna stell núna, morgunverðarstell sem samanstendur af minnst 4 hlutum og svo geri ég tvennt af öllu og þarf að sýna fram á að geta rennt tvo eins hluti. Það er búið að hræða mann með dómara og reglustiku þannig ég renni í gríð og erg núna þessa dagana. Set inn myndir vonandi fljótlega af ferlinu. En þetta á vel við mig, enda hef ég gaman af öllu handverki og þarna get ég leyft mér að dúttla soldið við hvern hlut og verið skapandi í hugsun. Alveg hreint frábært. Svo er ég að missa mig í þessu vegna þess að ég komst á snoðir um glerperlunámskeið og skráði mig med det samme og var að klára það í gærkvöldi....og það var alveg geðveikt gaman;) Þarf að græja mig upp og helst halda námskeið  heima í því þegar ég er búin að æfa mig sjálf hérna út...væri það ekki bara snilld konur og karlar?

Raggi er að keppast við í náminu. Hann er ótrúlega duglegur...vinnur eins og brjálaður milli 8-4 og lærir svo flest kvöld. Þess vegna er ég með svo mikla heimþrá núna;) ...vantar öll vinkonugenin í hann:)

Salbjörg á 6 ára afmæli í næstu viku og verður haldið tösefest fyrir hana og stelpurnar í bekknum, plús nokkrar vinkonur hérna í kring....held hreinlega að eini drengurinn sem var orðinn eftir til að bjóða sé upptekinn þannig það verður bara megastelpupartý hjá henni. Ef við fáum áskoranir að heiman erum við náttúrulega alveg til í að halda afmæli þar líka, en það er soldið uppá áhugann og aðstæðurnar kominn. En það væri nátttúrulega ideal því þá myndu þið líka hitta MIG ha ha ha:)

 Jæja, gott í bili. Hafið það gott elskurnar og sjáumst á landinu kalda, nema ég nái að skrifa hér eitthvað um afmælisskvísuna áður og setja myndir. Hún er orðin svo stór og fín og sæt stelpan. Það er búið að panta öll helstu gellufötin úr HM listanum fyrir þetta afmæli sýndist mér he he:)

 Bestu kveðjur frá Anitu og hinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

O ekki vera með heimþrá - hér er allt í sama volæðinu og ömurlegheitunum (e Pollýana er dauð) og miklu betra að búa í Danaveldinu !

Nei nei bara grín hér er gott að vera en ábyggilega ekki verra þar sem þú ert ljúfan svo njóttu bara tímans þarna úti og vertu ekki með neitt væl !

Það sem ég öfunda þig heilan helling af keramiknámskeiðinu....o mig langar, mig langar, mig langar......

Það verður stelpuhittingur þegar þú kemur - þarf bara að vita hvaða dagar henta þér ljúfan

Mikið hlakka ég til að hitta þig og Salbjörgina

knús

HEiða

Heiðan (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:01

2 identicon

Virkar heimilissiminn bara a einn veg...?

Gunna (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 08:24

3 identicon

Þessi ruslpóstvörn er alltof flókin fyrir kona í brjóstaþoku !

Ætlaði bara að láta Þig vita að ég er búin að vera að prófa að hringja í þig - en þú ert trúlega einhversstaðar úti að leira handa mér geðveikt flott bollastell ! - e ha ekki ?

knús HEIðan

Heiða (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 13:42

4 identicon

hæhæ mikið var að það komu inn fréttir hérna hehe:)

Gaman að þér skuli ganga vel í keramikinu. En vá hvenær komið þið mæðgur til landsins ? það væri nú gaman að hitta á ykkur hafa aftur svona skemmtilegan matartíma ;) 

En allavega njótið dvalarinnar hér á fróni ef ég heyri ekki neitt í ykkur :)

Anna Dís (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband