Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Lífið ó lífið :)

Það er nokkuð gaman að lesa rúmlega tveggja ára færslu og hugsa um hvað margt hefur breyst, en samt ekki. Reynsluna sér maður þegar horft er um öxl og var ákvörðun okkar um að koma út ótvírætt framfaraskref fyrir okkur.
Við erum ennþá önnum kafinn við nám, höfum haldið áfram á sömu braut og erum að finna okkur pláss á nýjum hillum í lífinu.
Meistarprófsverkefnið hefur loðað við mig síðustu 2 ár með hléum, en ég stefni á að klára í vor. Listin hefur verið að kalla meira og meira á mig og fór svo að ég skellti mér í skúlptur í haust til að kanna þann heim nánar. Raggi er orðinn byggingartæknifræðingur með áherslu á burðarþol...seigur karlinn. Og hélt svo áfram í meistaranám til að auka réttindi og starfsmöguleika á komandi árum sökum ástandsins sem er á vinnumarkaðnum.
Það er enginn spurning að síðasta árið hefur einkennst af verkefnum og áskorunum sem reynta hafa á. Erfiðast var jú að kveðja tengdapabba í janúar sem var okkur öllum svo mikilsvirði, góður og traustur vinur sem hefur alltaf verið til staðar síðustu 18 árin með góðum ráðum og hvatningu til okkar. Við erum ennþá að venjast tilhugsuninni að hann er farinn á annan stað. En það sem eftir stendur er skýr minning um einstaklega góðan, hæverskan og vandaðan mann sem hugsaði vel um sína og hvatti börnin sín áfram til góðra verka.
Í dag er húsbruninn verkefni okkar Ragga, taka tvö. Við klárum það væntanlega í haust. Við byggjum það upp með það fyrir augum að flytja aftur í það, öðruvísi er það ekki hægt...við verðum að láta okkur hlakka til þess að sjá það aftur í upprunalegt horf og jafnvel í enn betra. En því er ekki að neita að það voru ótrúleg spor að standa í dagana og vikurnar eftir brunann...að horfa á gamla drauminn sinn og margra ára verkefni eyðileggjast á þennan hátt. En með fjölskyldunni og góðum og tryggum vinum sem hafa hvatt okkur áfram og sýnt okkur mikinn samhug og stuðning hefur þetta reynst mun léttara að takast á við.

Við komum heim í sumarfríinu og ætlum að mestu leyti dveljast á Laugum við uppbygginguna. Af nógu er að taka við uppbyggingarstarfið. Svo hlakka börnin ósegjanlega til að vera með ömmum og afa, frændsystkinum og jafnvel íslenskum vinum, þau þeirra sem þá eiga :)


Jólin 2009 á næsta leyti!

Jæja gott fólk, það eru víst engar fréttir að tíminn flýgur á methraða og jólin bara alveg að koma :) Hjá okkur í hefur verið föstudagur nánast hvern dag í vetur....ég meina það er bara alltaf kominn föstudagur áður en maður veit af! Þetta er eiginlega ótrúlegt hvað allt líður hratt. En skýringin er sennilega annasamir dagar hjá foreldrum og börnum. Við Raggi vorum bæði í fullumskóla á haustönninni og börnin öll í daggæslu. Allir una vel við sitt og eru ánægðir þar sem þeir dvelja á daginn. Skólinn og skólagæslan hennar Salbjargar er frábær í einu orði sagt. Leikskólinn Eyhildar er yndislegur og er litla tröllið búin okkar að bræða alla á deildinni sinni;) Og Sváfnir orðinn eftirsóttur hjá gestadagmömmum...en dagmamma hans hefur því miður verið veik. En hann kveður helst ekki fyrir minna en einn blautann beint á munninn :))) Algjör sjarmör og veit hvað hann vill eins og systurnar;)

Raggi hefur verið undir gríðarlegu álagi í skólanum nánast í allt haust, vinnuálagið í tæknifræðinni er engan veginn í takt við tímann sem er til skiptanna. Það bjargar honum hvað er fljótur að vinna og hugsa:) Af því hann hefur ekkert tekið minna þátt í verkunum hér heima á daginn. Allur hans frítími hefur annars farið í dómgæslu og hefur það aðeins bætt fjárhaginn og gefið honum nauðsynlega hreyfingu:) Kallinn bara orðinn voða spengilegur;)  Handleggurinn er alltaf samur og jafnvel verri af verkjum ef eitthvað er.

Keramiknámið er líka mjög krefjandi og var mér nokkuð mótlæti í haust vegna reynsluleysis af leirnum. En hægt og sígandi urðum við betri vinir og niðurstaðan núna bara ágæt og til að vera stolt af :) Klassíska keramikin finnst mér skemmtileg og er ég virkilega ánægð með að hafa náð nokkrum tökum á að renna nytjahluti. Hönnun og skúlptur er þó ennþá eitthvað sem heillar mig meira...kemur svo bara í ljós hvernig það framvindur.

Við ætlum að hvíla okkur sem mest um jólin, vera sem minnst á faraldsfæti þó eitt og annað komi sennilega til. Hver veit nema við skjótumst á grensuna og sækjum okkur gos, bjór og nammi fyrir nýja árið? Svo var það alltaf á dagskránni í haust að heimsækja bróður pabba til Álaborgar? En hann ætlar einmitt að koma á jóladag til okkar. Svo eru hér jólaböll, eitt alls herjar fyrir Vesturbæinn í Horsens og hjá Íslendingafélaginu! Krakkarnir eiga svo sína vini sem þau vilja sjálfsagt eitthvað heimsækja eða fá heimsóknir. Raggi fer svo í próf fljótlega eftir áramótin og önnin hjá mér byrjar 11. janúar í keramikinu. Ég hef svo ekkert unnið í meistarprófsverkefninu mínu síðan í vetrarfríinu, en ég ætla að reyna að finna einhvern tíma kannski núna eftir jólin.

Ég óska fjölskyldunni, vinum og ættingjum nær og fjær guðs blessunnar og heilla á komandi ári.

Anita Karin Guttesen


Fjölmargar fréttir

Minni mína fáu lesendur á að við erum með lítið notað heimilisnúmer sem er óhætt að hringja í;) En annars er allt gott að frétta. Tíminn búinn að fljúga síðan við komum út eftir sumarfrí. Frábær tími á Íslandi að baki með fjölskyldum og vinum. Og þó við náðum ekki að hitta þá alla þá vorum við svo sannanlega nær þeim en nú. Ég er haldin heimþrá þessa dagana, en það hlýtur að líða hjá. Sérstaklega læknast ég 8. október þegar við Salbjörg fljúgum heim í haustfríinu. Við ætlum aðallega að hitta ömmur og afa, hugsanlega einhver frændsystkin og VININA. Salbjörg ætlar að fara í Litlulaugaskóla og kíkja á hvað vinir hennar á Laugum eru að gera og hvernig skóladagurinn er heima. Hún er mjög spennt og ég er nokkuð glöð með að við getum veitt henni þetta. Svo er ég að fara að taka eins og 6 viðtöl fyrir meistararannsóknina um siðfræðilega sýn skólastjórnenda. Ég held verkefninu mínu gangandi þó ég hafi aðeins skipt um gír í námi. En ég held að það geri manni bara gott að takast á við ný og krefjandi verkefni. Keramikin gengur vel, ég er að renna stell núna, morgunverðarstell sem samanstendur af minnst 4 hlutum og svo geri ég tvennt af öllu og þarf að sýna fram á að geta rennt tvo eins hluti. Það er búið að hræða mann með dómara og reglustiku þannig ég renni í gríð og erg núna þessa dagana. Set inn myndir vonandi fljótlega af ferlinu. En þetta á vel við mig, enda hef ég gaman af öllu handverki og þarna get ég leyft mér að dúttla soldið við hvern hlut og verið skapandi í hugsun. Alveg hreint frábært. Svo er ég að missa mig í þessu vegna þess að ég komst á snoðir um glerperlunámskeið og skráði mig med det samme og var að klára það í gærkvöldi....og það var alveg geðveikt gaman;) Þarf að græja mig upp og helst halda námskeið  heima í því þegar ég er búin að æfa mig sjálf hérna út...væri það ekki bara snilld konur og karlar?

Raggi er að keppast við í náminu. Hann er ótrúlega duglegur...vinnur eins og brjálaður milli 8-4 og lærir svo flest kvöld. Þess vegna er ég með svo mikla heimþrá núna;) ...vantar öll vinkonugenin í hann:)

Salbjörg á 6 ára afmæli í næstu viku og verður haldið tösefest fyrir hana og stelpurnar í bekknum, plús nokkrar vinkonur hérna í kring....held hreinlega að eini drengurinn sem var orðinn eftir til að bjóða sé upptekinn þannig það verður bara megastelpupartý hjá henni. Ef við fáum áskoranir að heiman erum við náttúrulega alveg til í að halda afmæli þar líka, en það er soldið uppá áhugann og aðstæðurnar kominn. En það væri nátttúrulega ideal því þá myndu þið líka hitta MIG ha ha ha:)

 Jæja, gott í bili. Hafið það gott elskurnar og sjáumst á landinu kalda, nema ég nái að skrifa hér eitthvað um afmælisskvísuna áður og setja myndir. Hún er orðin svo stór og fín og sæt stelpan. Það er búið að panta öll helstu gellufötin úr HM listanum fyrir þetta afmæli sýndist mér he he:)

 Bestu kveðjur frá Anitu og hinum.


Sváfnir 1 árs og fleira

Hæ hæ elskurnar

Já það er komin tími til að blogga aðeins meira um Birkifellsfjölskylduna í Hrossanesi;)

Sváfnir litli kallinn okkar er orðinn eins árs...varð það 21. maí. Það eru alltaf merkileg tímamót þessi afmæli og finnst okkur stóri strákurinn okkar hafa stækkað mikið undanfarið....og orðinn svo klár í alla staði. Í morgun mátti hann hafa sig alla við að herma eftir Salbjörgu....Sváfnir hvað ertu stór.....klappa.....hvað ertu stór.....klappa....gefðu mér fimm.....hvað ertu stór....klappa...já....nei....he he....hann var ekki orðinn neitt svakalega leiður á þessu....svo er verið að reyna að kenna muninn á stór og sterkur:) Annars gengur allt sinn vanagang með hann...fer að sofa um 7 og vaknar um 7....reynir stundum að mótmæla....en hann elskar litla púðann sinn og kyssir músina sína góða nótt og svo mömmu eða pabba og kúrir sig svo niður;) Oft hjalar hann og leikur sér góða stund áður en hann sofnar og eftir að hann vaknar. Hann er algjör sjarmör þegar hann er vakandi...vill knúsa og kyssa alla en er jafnan heldur aðgangsharður þannig aðrir minni misskilja hann stundum...en hann langar bara að kyssa og knúsa fólk. Svo talar hann út í eitt við menn og dýr á sínu DSC09816hrognamáli...diddl didll ....já sælll og góðan daginn....get ekki skrifað það hér:) Já...svo fékk ég góðlátlega kvörtun í gær frá Kate (dagmamman)...hann reynir að stela matnum frá hinum...þó að hann sé búinn að fá yfirdrifið nóg........:))))) Já hann hefur sko matarlist....Já og það er víst frá mér komið er mér tjáð...eins og flest annað gott sem er í þessum börnum:)

Ég gæti auðvitað skrifað endalaust um þessa mola mína en hlakka bara til að koma með þau til ykkar kæru vinir í sumar og leyfa þeim að draga að sér íslensku...a.bababa...Norðlensku lofti:) Já við erum farin að hlakka til...alla vega við sem höfum vit á því....Raggi tekur eitt skref í einu......eins og honum er einum lagið:)DSC09855

Já...við erum að leggja okkur fram með misgóðum árangri að hjálpa Salbjörgu. Hún er svo afbrýðissöm þessi elska út í systkini sín að hún á erfitt með að höndla það .....ekki síður en foreldrarnir. Hún auðvitað er tilfinningarík og elskar þau mikið en heldur í einlægni að við elskum hana að minnsta kosti minna en þau. Og þau hafa náð að vera svo óþolandi að henni langar ekki lengur í fleiri systkini;) JA hérna....hér. Já...en við erum með prógram í gangi þar sem hún má vaka lengur ef hún er dugleg svo að fara að sofa þegar sá tími kemur, en þá fær hún svona gæðastund með mér þar sem við horfum saman á eitthvað, lesum bók eða förum í hjólatúr. Hún er annars dugleg að leika með systkinum sínum þó henni langi frekar að fá heimsóknir frá vinum sínum. En til þeirra er hún ekki tilbúin að fara....alveg sama hversu mikið ég reyni að tala hana til. H'un veit hvað hún vill. En sem betur fer koma stöku dagar þar sem koma gestir.DSC09823 

Eyhildur heldur sínu striki eins og þið getið ímyndað ykkur. Maður þyrfti eiginlega bara að taka hana upp þegar kastast í kekki með Salbjörgu og okkur....Mamma ég er ekki óþekk....pabbi ég er að borða matinn minn.....ég er bara góð.....o.s.frv. Hún hét Solla stirða í morgun og getur orðið reið ef maður klikkar á svona mikilvægu atriði. Það heyrist þokkalega mikið í henni, en yfirleitt er hún kát og glöð. Hún á rosa góða vinkonu sem var Því miður að flytja úr hverfinu....alveg agalegt...annars hlupu þær hérna á  milli. Við komum til með að sakna þess pottþétt;) Ég ætla að keyra með hana þangað í dag í heimsókn. Svo er víst saumaklúbbur hjá mér í kvöld, það koma 8 vaskar úr mömmuklúbbnum og ætla að verða feitar og pattaralegar hjá mér eftir kvöldið:)

Annars ætla ég að skrifa hérna aðeins um framtíðaráætlanir Salbjargar: Hún er búin að ræða það aðeins við mig um hvort ég sé ekki til í að stofna verslun með sér.....ha...jú jú...ég er alveg til í það einhvern ´tímann. Svo í bílnum á leiðinni heim fékk hún frábæra hugmynd að því sem hún ætlaði að selja í búðinni okkar....Hún er löngu búin að segja að það verði  að reyna að selja það sem margir munu kaupa.....já og það sem þessari elsku datt í hug var auðvitað bílbelti....að selja fólki alls konar bílbelti af því það vantaði öllum;) Jú frábær hugmynd...en ef það gengur ekki þá annars bara alls konar leikföng og dót handa börnum....af því fólk vill alltaf kaupa eitthvað handa börnunum sínum....svo má það borga meira ef það hefur marga peninga.))) DSC09916Ætli við verðum eins og sölumennirnir á Kanaríeyjum....special price for you my friend...this is German price;) Já annars vinnur hún hörðum höndum að því að fá að vita hvað fuck þýðir....Ég taba alltaf rökræðum við hana....ekki segja svona þetta er rosalega ljótt orð....hmmmhvað þýðir það? Segðu mér það bara einu sinni og ég skal lofa að segja það aldrei aftur;) Jæja nóg komið, hlakka til að sjá ykkur öll.

Kv. ANita og famelía


Eyhildur 3 ára og fleira

Vá hvað er stutt síðan við héldum upp á tveggja ára afmæli Eyhildar í Birkifelli og ég kasólétt. Mér finnst þetta allt hafa liðið svo hratt en samt svo mikið gerst ;)

Við héldum uppá afmæli Eyhildar á sunnudaginn. Það er myndasyrpa á fésinu. Ég var búin að gera langt blog og missti það svo út.....$%&&&/%$#$%$#/ EN hér er ein sæt af henni litlu dúllunni okkar: Afmæli 2009 00007

Hún fær mikið hrós fyrir hvað hún er dugleg og sterk. Það heyrist soldið mikið í henni en yfirleitt er hún að hrópa af gleði. Hún alltaf til í allt og voða gott að fá hana til að skipta skapi ef það kemur fyrir. Hún lagði duddunni í tilefni dagsins. Við fórum í bæinn í gær og hengdum nokkrar upp í dótabúðinni. Hún fékk svo að kaupa sér fyrir pening sem hún fékk í afmælisgjöf og valdi sér Línu langsokk tösku...enda er hún næsti bær við hana;) Svo fékk hún reyndar líka nestisbox af því hún gekk í einhvern klúbb í búðinni.  

En annars allt ágætt í fréttum af okkur. Ég er reyndar búin að vera hálffarlama núna á annan mánuð, er undirlögð í verkjum. ALlir orðnir þreyttir á því....sérstaklega Raggi sem harkar allt af sér ;) EN ég er að fara til læknis á morgun og vonandi fæ ég eitthvað að vita. Svo eru við stelpurnar að fara í stelpuferð til Köben á laugardaginn með lestinni...það verður fjör. Ætlum að hitta Mörtu og Ingibjörgu frænku og kannski fleiri!

Við fórum reyndar í Legoland á föstudaginn með Gunnu frænku. Það var æðislega gaman þrátt fyrir að veðrið hafi ekki leikið við okkur. En við vorum heilan dag og komum lurkum lamin heim...en allir glaðir og ánægðir;)

Já svo vorum við hjá lækninum í gær í skoðun með yngri deildina. Eyhildur þarf að kíkja til augnlæknis, hún er víst eitthvað tileygð og sagði svo að einhver kall væri jólatré...en hann var líka asnalegur í laginu fannst mér;) Já og svo sagði hún að einhver svanur væri and....og doktorinn var ekki að skilja....þangað til ég gargaði AND..... En við sjáum til hvað augndoktorinn segir við þessu. Hún reyndar er alltaf að blikka augunum....þannig kannski er eitthvað að trufla hana...nema þetta sé einhver leiðindakækur...hvernig ætli maður vinni með það??? En hún er 101 cm og rétt rúmlega 18 kg. Sváfnir fékk svo tvær sprautur og var ekki kátur með það...agalegt að þurfa svo að fara aftur í 3. sprautuna eftir viku þar sem ég gleymdi bóluefninu frá Íslandi í ísskápnum...en jæja svona er það.  Hann er ca. 82 cm (Danirnir ekki svo nákvæmir með þessar mælingar) og 9,5 kg. Hann dafnar vel og fær hrós og aðdáun hvar sem hann kemur. Hann er náttúrulega svo duglegur og sterkur þessi litli karl :) Hann er alltaf á fullu...labbandi hingað og þangað...leikur sér, fiktar og tætir. Klappar saman höndum, sýnir hvað hann er stór, segir nei með því að hrista hausinn...gerir það oft þegar búið er að banna honum eða hann vill ekki meiri mat! Er farin að reyna að vinka bless...en er yfirleitt of upptekin til þess. Alltaf síbrosandi og sítalandi og síborðandi....alveg eins og pabbi minn ;) Hér er sæt mynd af honum:Afmæli 2009 00064

Svo tökum við stefnuna til Íslands þann 3. júlí og verðum í heilar 5 vikur. Þær verða örugglega fljótar að líða, ég er strax farin að plana heilmikið;) Þannig ef einhver ætlar að koma sérstaklega í heimsókn og vill að við séum heima...þá er opið fyrir bókanir :))))

Af Salbjörgu er annars allt gott að frétta. Raggi segir að ég sé reyndar eins og rannsóknarlögreglan þegar ég er að spyrja um gengi og annað hjá henni í skólanum. Vona bara að allt muni ganga vel þar. Hún hefur verið víst hljóðlát og til baka síðan hún byrjaði. Glasið er því miður oft hálftómt en ekki hálffullt þegar hún er annars vegar. Við verðum að styrkja hana í því að hafa trú á sér. Annars fær hún yfirleitt þá einkunn að vera sterk á velli þannig vonandi er þetta bara byrjendafeimni;) Ein mynd af henni í húsinu þeirra, sameiginleg afmælisgjöf í ár;)Afmæli 2009 00031

Annars segjum við bara bless í bili og kíkið endilega á fésið og sjáið flottu afmælistelpuna, vinina og góða veðrið sem lék um okkur þennan dag. Það verður svo aftur afmæli á fimmtudaginn fyrir Svání superman ;)

Kveðja frá Anitu og familíu


Aðeins of mikið að gera fyrir minn smekk...

Búið að vera ansi mikil dagskrá síðustu daga....en Salbjörg var sem sagt að byrja fyrsta daginn í skólanum...ég set inn myndir þegar ég verð búin að fá þær sjálf frá einni sem myndaði alveg villt og galið. En þær sýna örugglega grafalvarlega stúlku fyrsta skóladaginn....en svo léttist hún öll eftir því sem leið á daginn og henni fannst bara gaman þegar við gengum heim á föstudaginn. Svo var stefnan tekin á að fara á generalprufu í ballettinum....hún hefur verið að æfa í vetur og ekki fundist það neitt skemmtilegt....en kláraði þetta og það var mjög gott hjá henni;) En ég er nú sammála henni....og kannski Ragga pínu..."ahhhhh....ballet....þetta er nú eiginlega ekki íþrótt..." En mér fannst eiginlega bara gaman í þessar 10 mín. sem Salbjörg og hinar litlu skotturnar voru á sviðinu....svo tók við klukkustundar ....hvað á ég að segja....æi .... ekkert sérstaklega skemmtilegt :S

 Já...þetta var sem sagt á föstudaginn og svo átti hún að gista hjá vinkonu sinni þannig hún fór í það eftir ballett....en var svo keyrð heim þegar hinar stelpurnar voru sofnaðar....var ekki alveg til í þetta. Nú laugardagsmorgunin fórum við svo með stelpurnar á hestbak....á Ponyhesta fyrir utan bæinn...var sko búið að ákveða það með 2 vikna fyrirvara með dönskum vini...Danir svo svakalega skipulagðir og tímanlega! Það var nú ekki að sjá að stelpurnar hefðu séð hesta áður...en þær jöfnuðu sig....eða Eyhildur aðallega...Salbjörgu var ekkert rosalega skemmt;) Sjáum til hvort þetta verði endurtekið:) Nú svo var Ballett sýningin og það þurfti að greiða....og svo eigum við líka tvö önnur börn sem voru látin soldið fylgja með íþessu öllu...ja....Sváfnir fékk reyndar pössun tvisvar þennan daginn....Og Var víst eins og ljós....en er meira eins og tígrisdýr þegar ég er nærri...ég hef þessi áhrif á fólk í kringum mig!!!

Já svo er Raggi bara að heiman nánars annan hvern dag við dómgæslu sem þýðir auðvitað aðeins meira á milli handanna...en ég þarf þá að vera meira ein með grísina...sem gengur í sjálfu sér ágætlega en maður finnur alveg fyrir því þegar maður er einn með kvöldmat og háttatíma...;)

 Svo var Salbjörg bara orðin veik í gærkvöldi eftir þetta allt saman...held ég .... eða þá einhver flensa við sjáum til. En hin börnin eru frísk....og kát. Eyhildur að undirbúa spiderman veislu og Sváfnir búinn að læra að segja nei...með höfðinu....og sýna hvað hann er stór! OG svo er hann MJÖG góður í að sýna frekjuköst og lagðist í gólfið í kvöld og argaði af því hann fékk ekki það sem hann vildi...efnilegur;)


Fallegur dagur í DK og ánægjulegur hjá familíunni.

Fyrir utan eina afar slæma frétt í dag þá var þetta fallegur og góður dagur. Það er svo hræðilega óréttlátt þegar börn eru tekin úr þessum heimi fyrirvaralaust. Og þó það gerist á hverjum degi í heiminum þá þarf maður því betur aðeins að hugsa um það endrum og eins. Þannig þurfti gömul æskuvinkona mín og fjölskylduvinur að kveðja annan tvíbura sinn fyrir um hálfan mánuði. Vá hvað mér brá og hvað ég fylltist sorg vegna þessa. Þessar litlu yndislegu stúlkur eru nýfæddar! Þetta er bara það hræðilegast sem ég get hugsað mér. Ég bið til Guðs að Hann veiti fjölskyldunni styrk á þessum erfiðu tímum.

 

En fréttir af okkur....við fórum í okkar fyrstu heimsókn í Givskud í morgun og heilsuðum uppá dýrin og lékum okkur aðeins í leikgarðinum þar. Það var mjög ánægjuleg ferð. Svo finnst mér ég eigi að fá mæðraverðlaun fyrir að hafa blásið upp eina sundlaug og hafa borið í hana vatn seinni partinn fyrir ormanna. Það er nú meira sem skiptist á skin og skúrir í þessu uppeldi. Það finnst mér erfiðast...maður er nánast á sama augnabliki bestur í heimi....en svo líka hræðilega leiðinlegur.....öskrandi og skammandi þessa engla sem liggja nú og sofa værum svefni.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll í sumar. Þá verðum við örugglega fegin að fá smá hvíld á sólinni;) En hér er yfir 20° hiti og á að vera það skv. spánni fram að næstu helgi....þá 23° fyrir allt landið...sem þýðir að gæti jafnvel orðið heitara hér hjá okkur!!Þið eruð velkomin á pallinn hjá mér anytime;)

 Kær kveðja Anita og co.


Alveg hreint ótrúleg vinnubrögð!

Algjör skandall....maður spyr sig fyrir hverja er þetta fólk að vinna hjá sendiráðum Íslands. Eins ótrúlegt hvernig staðið var að þessu hérna í Horsens...mætti sko alveg dæma kosninguna ólöglega hjá sumum...menn látnir sitja við sama borð með fólk það nálægt sér að það gat vel séð hvað væri sett á kjörseðilinn...í besta falli skilningsleysi á lögbundinn rétt, lýðræðinu og kosningalögunum....hvað er málið eiginlega....það er svo einfalt að standa vel að þessu???
mbl.is Kjörseðlarnir búnir í Árósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fréttauppfærsla af okkur...nú hljótið þið að vera byrjuð að sakna mín aftur þarna heima;)

Já lífið gengur sinn vanagang hérna í Hrossanesi eins og sumir kalla það. Stelpurnar una sér á leikskólanum. Eyhildur stendur reyndar aðeins í ströngu þessa dagana af því hún "svarer igen" og "hörer ikke efter". En bara svo þið vitið það ef hún verður leið....þá þurfum við aðeins að skamma hana þessa dagana...og hun kan godt bliv lidt sur;) Já já við könnumst við þessa stelpu. Annars týndum við henni í gær...eða réttara sagt Ragnar...eins gott að halda því til haga! En hún hafði þá skotist í aðra átt en Raggi hélt og farið til bestu vinkonu sinnar hérna í næsta garð og náð að draga hjólið inn á veröndina þeirra...Raggi hafði reyndar vit á því að tékka inn í garðinn þar fyrst...en var of feiminn að spyrja um hana...he he he. Nei en við héldum að hún hafði hjólað eftir strák sem var í heimsókn hjá Salbjörgu....en svo var ekki...sem betur fer....ég fór að hugsa um allt skrítna liðið sem leynist hérna...sem ég hugsa annars ekkert um af því ég hef ekki þurft að hafa áhyggjur af svona strokum. En þá fór hún ekki neitt...gleymdi bara að láta vita. Svo á þessi skvísa afmæli bráðum og fyrir þá sem vilja vita...þá óskar hún sér Spiderman í afmælisgjöf.....það er morgunljóst. Ég er t.d. í alvöru að spá í að gefa henni spiderman sundbrók...ekki til sundbolur með spiderman...sem er bara glatað ;)

Svo er brjálað að gera í leikskólanum hennar Salbjargar að ná öllu áður en þessi grey verða send í skólann....en hún er sko alveg með það á hreinu að hún þarf að mæta kl. 8 þegar skólinn byrjar...en ekki hálf átta eða hálf níu...eða eitthvað....Og já svo sagði hún að kannski þyrfti hún bara að fara ein af stað á morgnanna til að ná í skólann ef við værum ekki farin á fætur eða já þyrftum að fara á undan henni...af því hún byrjar kl. 8. Ég elska þennan leikskóla:) Var ég t.d. búin að segja ykkur frá því að þar er nú barasta pólitíkin að ef einhver slær þig að tilefnislausu þá mega þau slá til baka he he...já...það þarf að læra að bjarga sér. Það var reyndar tekið fram að leikskólastjórinn væri nú ekki sammála þessu en deildarstjórinn innprentar þeim ýmislegt um hinn raunverulega heim. Hún sagði mér t.d. einu sinni að hún segði börnum aldrei að jólasveinarnir væru til og svoleiðis...enda fékk ég það í hausinn um daginn þegar ég útskýrði fyrir henni að Salbjörg væri hrædd við einhverja steina sem voru settir niður til minningar einhvers hermanns eða eitthvað....já þið Íslendingar eru svo ruglaðir að fylla börnin af alls konar tröllasögum! Alveg yndislegt að lifa í tveimur heimum:) Já svo var það í vetur sem Salbjörg var að segja mér að kona og kona geta alveg verið saman....hmmm....er það ekki mamma? HA...jú jú...

Svo er það hann Sváfnir okkar sem er orðinn Kate´s bölle....hann hræðir hina krakkana hjá dagmömmunni og það þarf að hafa auga með að hann bíti þau ekki. Svo var hann nú klipinn fyrir helgi og hefur víst verið sæmilegur síðan. En hann er með kúlur allan hringinn, lekandi hor, frekjuskarð og síbrosandi. Alltaf til í að knúsa og kyssa önnur börn....og kannski pínu að smakka;) Hann horfði víst á dúfur í meira en hálftíma um daginn hjá Kate, svo veigrar hann sér ekki að rífa af hinum það sem hann langar....klóra soldið í blómabeðum...smakka smá mold o.s.frv. Bara alvöru strákur eins og þeir gerast bestir.

Já og við gömlu hérna erum bara ágæt held ég. Ég tognaði reyndar í bakinu af einhverju...bara af því að vera góð mamma á trampolíni eða eitthvað og fékk svo loksins snilldarverkjatöflur þannig að ég get barasta lokað bílhurðinni og rakað gras og svona í blíðunni hérna;) Reyndar pínu kalt í dag og yfirskýjað....en veðrið er eins og það gerist næstum best á íslensku sumri! Þannig ef einhver vill og hefur efni á því þá er hann velkominn á pallinn til okkar...gæti jafnvel fengið gistingu:) 

 Kær kveðja Anita og co.


LÍN og Fílabeinsturninn

Það fýkur nú ekki svo oft í mig nú í seinni tíð...en ég missti mig gjörsamlega í dag.

Hver hefur efni á því að sinna starfi sínu þannig að vera því ekki vaxinn?

Ég fæ heldur ekki oft komment á statusinn á fésinu...en í dag fékk ég það...og allt í svipuðum dúr : Týpisk afgreiðsla frá þessari stofnun.... en HALLÓ... hver vill hafa almenningsálitið svona á sér?

Ég kvartaði yfir samtali sem ég átti við ráðgjafa í útlánadeildinni... því öll svör voru á sömu lund...eða öllu heldur ólund...og með sama skætingatón að ég fékk alveg nóg undir lokin og lét hana heyra það. Það er óþolandi að láta svara sér á lítilsvirðandi hátt eða eins og maður sé eitthvað heimskur...en tónninn og tilsvörin voru öll þannig. Og þið sem þekkið mig vitið að ég er ekki að búa eitthvað til.

En það eitt og sér er kannski ekki aðalatriðið...því auðvitað geta stofnanir verið óheppin með starfsfólk eða starfsfólk átt frekar ömurlegan dag...nei svarið sem kom frá deildarstjóranum var alveg milljón:

  "Ég hef rætt við hana um ykkar samtal og miðað við þá lýsingu sem hún gaf mér, þá get ég hvorki merkt það að hún hafi verið dónaleg eða verið lítilsvirðandi tilsvör. En, þakka þér fyrir að láta mig vita."

Hvað segir maður við þessu....guð minn góður...hefuru heyrt um fílabeinsturninn? Ef hann var svona sannfærður um að starfsmaðurinn hefði nú einmitt rakið samtalið 100% rétt þá hefði hann í það minnsta geta beitt sjoppusálfræðinni á mig og sent kurteislegt bréf og afsakað það að mér hefði fundist ég fá lítilsvirðandi svör við spurningum mínum og kannski vonast til að ég væri nú ekki svo fúl yfir þessu....en nei...ég varð hreinlega bara að þakka honum fyrir að láta mig af þessu ;)

En ég held ég láti Ragga hringja næst þarna upp!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband