22.12.2008 | 13:22
Jólin nálgast óðum
Hæ bara stutt blogg til að minna á okkur.
Við erum sem sagt hér í allt of hlýju veðri...og enginn norðanbylur...hvernig er hægt að halda jól í svona veðráttu???
En það er hér smá heilsubrestur á heimilinu....ekki alvarlegur sem betur fer....en algjörlega hunddjö....leiðinlegur. Frekar leiðinlegt að halda jól þegar maður finnur ekki lykt...heyrir illa og finnur til við að borða....oohhh...
Samt held ég að ég sé á uppleið þó ég sé búin að vera verri og verri í MARGA daga en Raggi virðist alltaf verða verri og verri. Hann er nú samt búinn að standa sig vel...við höfum tuskast til að laga pínu til, baka alveg 2 sortir og kaupa jólagjafir handa krökkunum. Já þannig í bili er ég nú bara í svona sjálfsvorkunar skapi en Pollýana er ekki langt undan...þetta er nú aðallega leiðinlegt en ekki alvarlegt. Og jólin koma og verða auðvitað frábærlega gleðileg:)
Takk fyrir alla pakkana og kortin að heiman. Ég er reyndar með smá heimþrá...en ekki hin! Þannig er það nú bara. Krakkarnir hafa allt sem skiptir máli og Raggi er eins og börnin, ánægður þar sem við erum og þar með er engu öðru velt fyrir sér! Hollt og gott viðhorf. Og nú hvarf heimþráin!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hér erum við í hita og rigningu, allur jólasnjórinn sem að kom í gær ætlar að stoppa stutt þessi jólin :o(
vona að jólin verði ykkur góð í útlandinu
kveðja Petra
Petra (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.