Gleðileg jól nær og fjær

Kissing

Kæru fjölskylda, vinir og aðrir lesendur bloggsíðunnar miklu!

Við sendum ykkur öllum hlýhugar jólakveðjur og óskum ykkur farsældar á komandi ári.

Hjá okkur er sól og blíða og búið að spyrja hvort það megi opna einn pakka....svona 10 sinnum síðan í morgun. Allir er kátir hér og hlakka mikið til jólanna. Búið að setja hangiketið yfir...það verður samt á morgun....allt á áætlun nema jólakortin góðu sem voru látin sitja á hakanum vegna veikinda....þannig þið ykkar sem fáið ekki kort og mynd fáið hana kannski bara milli jól og nýárs eða ég redda því hérna rafrænu hér á eftir. En hugurinn er sá samið...þið vitið það elskurnar:)

Við hugsum heim og hlustum á jólakveðjurnar í gegnum netið. Heyrumst svo bara í gegnum símann þegar líða tekur á daginn eða kvöldið....ykkur er velkomið að hringja!

 Jóla hjóla kólakveðjur úr Mosevangen 56.

Anita og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anita, Raggi, Salbjörg, Eyhildur og Sváfnir, bestu óskir um gleðileg jól og gott nýtt ár. Hér er heldur enginn norðangarri heldur bara hlýindi og allur snjór á undanhaldi og skoðanir manna eflaust misjafnar á því eins og öðru. Vonum að heilsan sé öll að koma til hjá ykkur. Hugsum til ykkar með bestu kveðju úr sveitinni.

Birna og Kristján

Birna (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:56

2 identicon

Sæl stóra fjölskylda í danaveldi. Hátíðar keðjur héðan úr blíðunni í hafnarfirði allt marautt logn og blíða mikil sátt á þessu heimili. Búið að vera í mögnuðum boðum, meira segja sumarbústaða partý hjá allri fjölsk. Hafið það sem allra best og göngum glöð inn í pollyönnu árið 2009 það ætlum við að gera. Kv Ellý Jói Ína Björk Hugrún og María Rún

ellyben (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband