Nýjustu fréttir...

Já það er ýmislegt að frétta héðan.

Sváfnir tók sitt fyrsta skref í gærkvöldi og svo annað núna í morgun...þannig þetta er allt að koma. Hann verður sennilega farin að ganga þegar við förum til Íslands um miðjan febrúar. Já það er svo annað...við Sváfnir ætlum að bregða okkur í mánuð heim, ég er að fara í skólann, þ.e. tvær lotur. Það verður eflaust mikið að gera hjá mér því ég þarf að vinna hin og þessi verkefni og svo ætla ég að gera rannsóknaráætlunina fyrir Mastersritgerðina mína á þessari önn. Ég er bara að verða spennt fyrir verkefninu, það mun fjalla um siðfræði í skólastofnunum, stjórnenda eða kennara...er ekki búin að fastsetja verkefnið...en það mun fjalla um siðfræði og ég er búin að fá Guðmund H. Frímannsson til að leiðbeina mér. Verkefnið verður 30 einingar þannig ég stefni á að vinna að því næstu tvö árin...það er víst óraunhæft að skrifa það á ári vegna þess að maður þarf að skila því svo snemma inn í yfirlestur. En já spennandi verkefni framundan á þessu sviði.

Annars er allt gott að frétta af okkur hinum. Ég er reyndar nýstigin upp úr veikindum. Ég fékk sýkingu í brjóstið og lá hérna fyrir ca. 10 dögum í eymd og volæði....leið ekkert smá illa og var með brjálæðan hita og læti. En þetta gekk svo fljótt yfir þegar ég fékk pensilín....rándýrt...en það virkaði sko! Svo er ég alveg að fara hætta þessu brjósta stússi...Sváfnir er búinn að bíta mig ansi oft núna...mig minnir einmitt að stelpurnar hafi gert þetta...eitt tvö skipti ... en þessi er alltaf að tékka! Hann er líka orðinn svo vel tenntur...tvær upp og tvær niðri...þannig hann hefur einu sinni náð mér til blóðs....en þegar maður hefur hvort sem er svona mikla verki þá einhvern veginn verður þetta minna vont.

En ég skrifa meira seinna...Raggi kominn heim og við að fara í IKEA að VERSLA með hjálp VISAAAA.

Kveðja í bili

Anita


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú leiðinlegt að drengurinn bíti þig svona illa.  En gott að þú ert búin að ná þér Það verður stuð hjá ykkur að koma heim. Gangi þér bara vel að læra en það væri nú gaman að sjá ykkur :) Ég var að koma úr IKEA hehe þetta er hættuleg verslun maður ætlar ekki að kaupa neitt en svo labbar maður alltaf með eitthvað út Bið að heilsa

Anna Dís (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Andrea Ásgrímsdóttir

LIFI IKEA!!!

 Það er nú bara þannig að það er hægt að gera svaka góð kaup þarna og sérstaklega þegar maður er vel undirbúinn.

Gott að þú ert að ná þér af veikindunum. Mjög spennandi verkefni sem þú ætlar að gera og fínt að geta gefið sér tíma í það.

Hilsen,

Andrea

Andrea Ásgrímsdóttir , 26.1.2009 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband