Aðeins of mikið að gera fyrir minn smekk...

Búið að vera ansi mikil dagskrá síðustu daga....en Salbjörg var sem sagt að byrja fyrsta daginn í skólanum...ég set inn myndir þegar ég verð búin að fá þær sjálf frá einni sem myndaði alveg villt og galið. En þær sýna örugglega grafalvarlega stúlku fyrsta skóladaginn....en svo léttist hún öll eftir því sem leið á daginn og henni fannst bara gaman þegar við gengum heim á föstudaginn. Svo var stefnan tekin á að fara á generalprufu í ballettinum....hún hefur verið að æfa í vetur og ekki fundist það neitt skemmtilegt....en kláraði þetta og það var mjög gott hjá henni;) En ég er nú sammála henni....og kannski Ragga pínu..."ahhhhh....ballet....þetta er nú eiginlega ekki íþrótt..." En mér fannst eiginlega bara gaman í þessar 10 mín. sem Salbjörg og hinar litlu skotturnar voru á sviðinu....svo tók við klukkustundar ....hvað á ég að segja....æi .... ekkert sérstaklega skemmtilegt :S

 Já...þetta var sem sagt á föstudaginn og svo átti hún að gista hjá vinkonu sinni þannig hún fór í það eftir ballett....en var svo keyrð heim þegar hinar stelpurnar voru sofnaðar....var ekki alveg til í þetta. Nú laugardagsmorgunin fórum við svo með stelpurnar á hestbak....á Ponyhesta fyrir utan bæinn...var sko búið að ákveða það með 2 vikna fyrirvara með dönskum vini...Danir svo svakalega skipulagðir og tímanlega! Það var nú ekki að sjá að stelpurnar hefðu séð hesta áður...en þær jöfnuðu sig....eða Eyhildur aðallega...Salbjörgu var ekkert rosalega skemmt;) Sjáum til hvort þetta verði endurtekið:) Nú svo var Ballett sýningin og það þurfti að greiða....og svo eigum við líka tvö önnur börn sem voru látin soldið fylgja með íþessu öllu...ja....Sváfnir fékk reyndar pössun tvisvar þennan daginn....Og Var víst eins og ljós....en er meira eins og tígrisdýr þegar ég er nærri...ég hef þessi áhrif á fólk í kringum mig!!!

Já svo er Raggi bara að heiman nánars annan hvern dag við dómgæslu sem þýðir auðvitað aðeins meira á milli handanna...en ég þarf þá að vera meira ein með grísina...sem gengur í sjálfu sér ágætlega en maður finnur alveg fyrir því þegar maður er einn með kvöldmat og háttatíma...;)

 Svo var Salbjörg bara orðin veik í gærkvöldi eftir þetta allt saman...held ég .... eða þá einhver flensa við sjáum til. En hin börnin eru frísk....og kát. Eyhildur að undirbúa spiderman veislu og Sváfnir búinn að læra að segja nei...með höfðinu....og sýna hvað hann er stór! OG svo er hann MJÖG góður í að sýna frekjuköst og lagðist í gólfið í kvöld og argaði af því hann fékk ekki það sem hann vildi...efnilegur;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:) já það er fullt starf að eiga þessi börn ég er alveg sammála þér og sem betur fer eldast þau og þá verður þetta léttara að minsta kosti þarf ekki að hátta,busta og mata svo fátt eitt sé nefnt. Já þetta með ballettinn þær eru auðvitað voða sætar í kjólunum en þetta er eins og allt annað eitt hentar einum og eitthvað annað hentar öðrum.  Kv úr Hafnarfirði Ellý og stórfjölsk.

elínborg ben (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:40

2 identicon

hæhæ þetta eru svo indisleg börn sem þið eigið. Þetta með ballettin þá mydni ég nú allavega vonast til að hún myndi þá allavega læra almennilegan dans. En Auðvitað eiga börnin að fá að ákveða svona sjálf það er bara gaman þegar þau eru sjálfstæð :) Ég bið innilega að heilsa ykkur öllum :) kveðja Anna Dís og Vigdís

Anna Dís (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:38

3 identicon

Hó hó og hey hey

Fattaði allt í einu að ég hef alveg gjörsamlega og algjörlega gleymt að senda Skoppu og Skrítlu og Cars...... ég skal redda því (kanski ekki hið snarasta) en sendi nú um hæl.....

 knús

Heiða feita

Heiða (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband