Halló halló, við erum hérna

Hæ hæ...við erum hérna á lífi.

Var að fatta að það er bara langt síðan ég hef bloggað. En í staðinn er ég búin að taka nokkur símtöl heim. En tíminn líður undarlega hratt hérna....dagur er að kvöldi kominn áður en ég veit af...og þá er ég yfirleitt ekki búin að gera neitt vitrænt af því sem tilstóð að morgni. En sem sé venjulegur dagur í boði Anitu:

Vakna, Mamma ég er vöknuð - lifandi vekjaraklukka ala Eyhildur...það vakna samt alls ekki allir strax....en já fólkið drattast af stað...yfirleitt fer restin af stað þegar feðgin Ragnar og Eyhildur kveðja um hálf átta , búin að öllu á 20 mínútum. Jæja, við hin þurfum svona minnst einn og hálfan tíma...og þá er Sváfni svona tæplega sinnt....Já...stundum labba ég....stundum fer ég í ræktina á eftir...stundum heim að slæpast eða í kaffi til vinkvenna. Það er mömmumorgun einu sinni í viku...búin að stunda það all reglulega...og það eru að verða mömmu dagar....já, og svo þarf maður stundum í bæinn að útrétta fyrir heimilið eða versla...þannig að fljótlega þarf að fara sækja liðið aftur....og þá veit ég ekki hvað verður af tímanum...en það er matur, ganga frá einhverju og svo hátta liðið. Yfirleitt fær svo Salbjörg hyggestund með mér kvöldin.

Fórum í jólatrjáar leiðangur um síðustu helgi...mjög gaman og borðuðum svo eplaskífur á eftir hér heima....umm... Já´eg er búin að kaupa svona eitthvað ódýrt jólaskraut til að redda jólunum þar sem allt slíkt gleymdist heima....frekar dapurlegt....en Pollýana á það og börnin látin framleiða eitthvað í staðinn. Svo fær maður bara lánað eitthvað ... he he...munið eftir morgunblaðsauglýsingunni...gæinn sem fór á milli hæða og fékk lánað þar til hann átti í matinn!

Annars er smá lumbra í fólkinu þessa dagana, Eyhildur var veik á mánudag og þriðjudag og við hin eldri erum eitthvað xxxxxleg. Já og Eyhildur fer í blóðprufur væntanlega í fyrramálið til að tékka á fæðuofnæmi, vegna þess að hún hefur alltaf svo miklar magapínur...vonandi kemur það í ljós fyrir jól svo við getum hjálpað henni eitthvað.

Læt þetta duga að sinni...er að vinna í jólakortunum, var í Árhúsum í dag...svona stelpuferð voða gaman...bestu kveðjur heim.

Anita og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló halló gott að heyra að allt gengur nokkuð sinn vanagang þarna í baunalandi. Vonandi kemst heilsufarið í lag sem fyrst hjá öllum.

Bestu kveðjur úr hitanum í Reykjadal, en hér er um 4° í dag.

Birna

e.s. fórum með allan hópinn úr Krílabæ í kakó og piparkökur í Dalakofann í dag, kósy stemning hjá okkur.

Birna (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Takk fyrir skemmtilegan dag í gær elsku vinkona.....eins gott að við vorum ekki á stærri bíl, Raggi myndi þá aldrei hleypa þér aftur með okkur Guðnýju í bæjarferð, hehehe:)

Vonandi verður þú fljót að jafna þig á pestinni.....sjáumst vonandi á morgun á Beringshavehátíðinni.

Berta María Hreinsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:44

3 identicon

Hó hó hó. Bara að senda flottar jólakveðjur úr Hafnafirði. 3 skór í glugganum, búið að baka smávegis og flestir jólapakkar komnir á sinn stað. KV Ellý Jói Ína Björk Hugrún og María Rún

Elly Ben (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband