Ísland innan fárra daga!

Jæja þá styttist í heimferðina. Ég er bara að verða spennt...búin að hlakka til og kvíða fyrir á víxl. En Salbjörg sagði við mig um kvöldið að hún ætlaði að reyna að vera dugleg að harka af sér á meðan ég er í burtu....svona í algjörri einlægni og sannfærandi hátt...spurning fyrir hvern aðskilnaðurinn verður erfiðastur. En það lítur út fyrir að þau Ragnar munu hafa hér allt á hreinu...ætla að skrifa matseðla og útbúa nesti á kvöldin!

Annars erum við að bíða eftir svari um hvort Eyhildur fái að byrja núna 1. mars eða 1. apríl í leikskólanum. Hún er búin að fá undanþágu fyrir að byrja mánuði fyrr, en leikskólakennarinn á deildinni sem hún fer á skildi ekki alveg af hverju hún gæti ekki bara komið fyrr! Hún er náttúrulega óvenju fljót til alls og gerir hluti af meiri ákveðni og öryggi en mörg eldri börn. Dagmamman hennar er alveg sammála og sagði að hún var tilbúin að fara í ágúst þegar hún kom til sín...og er þar að auki ekkert búin að taka neinum framförum síðan hún byrjaði hjá sér...nema aðeins málið. En það virðist vera meiri íhaldssemi á þessu sviði með að láta börn byrja fyrr en þegar börn eru að byrja í skóla því einstaklingsmiðað skólastart ætti að geta gengið í báðar áttir. En annars erum við alsæl með hana Kate okkar og erum þvílíkt ánægð með að Sváfnir fari svo þangað. Ég held svei mér þá að ég hefði ekki sent til dagmömmu strax nema af því ég er búin að kynnast henni. Nógu fannst mér þetta erfitt fyrst með Eyhildi...og þá var ég náttúrulega með barn í höndunum sem gæti sennilega farið að búa ef því væri að skipta.

En já, svo bara eitt frá Salbjörgu...sem er augljóslega búin að slíta naflastrenginn. "Mamma má Maiken vera mamma mín þegar þú ert dauð" (notabene bara til död í dönsku þannig það hljómar kannski grófara en það er í huga barnsins) En já, mamma hennar Merle vinkonu er nefnilega ótrúlega stór og það finnst henni sejt. Hún spurði mig í þessu sama samtali hvenær ég yrði eiginlega stór...ég er frekar lítil sko miðað við Maiken ...hún þarf að beygja sig til komast inn um dyrnar (sem er reyndar ekki alveg rétt...en hávaxin er konan). Og lærdómurinn er sem sagt...Stórt er betra....þá á ég bara eina von....á þverveginn!

Svo smá nöldur í lokin....ég er að fara niður í bæ að skipta um banka....já aftur. Þessi banki og þjónustufulltrúi er bara alls ekki að gera sig. Þetta er þessi sem segir að ég þurfi bara að fara að vinna,....hún hafi nú gert það með sín 4 mánaða. Þetta var þegar allt var lokað og læst varðandi peninga frá Íslandi og hún hafði að vísu áhyggjur  af framfærslunni okkar. Svo er okkur augljóslega ekki treyst fyrir Dan korti sem er svona debet með heimild hérna úti en visa kort erlendis, en hún hefur ekki svarað mér tölvupósti í viku. Það ganga allar verslanir fyrir þessu hérna og svo er það mjög hentugt að hafa heima til dæmis með gengið eins og það er. EN já sjáum til hvað nýji þjónustufulltrúinn okkar í nýja bankanum getur gert fyrir okkur. Ég skjallaði hann alla vega í fyrstu setningunni...og það fyrir framan Ragga....sagði bara að hann liti vel út og fékk hann að til að hlæja! Ágætis byrjun...það held ég nú.

Það verður svo bara heitt á einhverju og eitthvað með því flesta daga sem ég verð í Birkifelli...þið verðið að vera dugleg að hafa samband og athuga hvað ég get boðið ykkur upp á í það og það skiptið. Ég verð með gamla gemsanr. hans Ragga.

Góðar kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá þetta er alveg að skella á, ég vona að við mæðgur getum kíkt norður en ég veit það ekki, kemur allt í ljós

Anna Dís (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:35

2 identicon

Halló, halló, góða ferð og sjáumst hress. Einnig bestu kveðjur til hinna sem eftir verða.

knús og kram Birna

Birna (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 14:27

3 identicon

Góða ferð heim Anita mín :)

Gangi þér vel og hafðu það sem allra best á Íslandinu !!

Didda (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband